Fréttir

Forsætisráðherra hafnaði beiðni SSNV um fund

Fram kemur í fundargerð stjórnar SSNV (Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra) þann 3. nóvember sl. að forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, hefði hafnað beiðni samtakanna um fund með stjórn SSNV vegna alvarlegrar stöðu landshlutans og mögulegra aðgerða til að snúa neikvæðri þróun við. Stjórn SSNV hafði beðið um fund með valkyrjunum þremur en ekki hafa borist svör frá utanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra en forsætisráðuneytið benti aftur á móti á innviðaráðuneyti Eyjólfs Ármannssonar vegna erindisins.
Meira

Sjö verkefni styrkt af Samfélagssjóði KS

Tilkynnt var í gær á fundi á Kaffi Krók hvaða verkefni fá úthlutað úr Samfélagssjóði Kaupfélags Skagfirðinga en það er sérstök úthlutunarnefnd skipuð fulltrúum sveitarfélagsins Skagafjarðar og KS sem velja hvaða verkefni fá styrki. Alls skiptast styrkirnir að þessu sinni á milli sjö verkefna en hæsta framlagið rennur til uppsetningar á þremur rennibrautum í Sundlaug Sauðárkróks sem áætlað er að verði teknar í notkun fyrri part ársins 2026. Alls nema styrkirnir að þessu sinni rúmlega 84 milljónum króna.
Meira

Fræðsludagur UMSS í Miðgarði þann 10. nóvember

Á heimasíðu UMSS segir að fræðsludagur UMSS 2025 verður haldinn í Miðgarði, Skagafirði þann 10. nóvember og hefst kl. 17:00. Öllum stjórnarmönnum aðildarfélaga UMSS, USAH og USVH, þeirra deildum og nefndum, auk öllum þjálfurum hjá aðildarfélögunum er boðið að koma og taka þátt á Fræðsludeginum.
Meira

Færum ekki svo auðveldlega úr ESB | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrir rúmu ári lét Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nú forsætisráðherra, þau orð falla í hlaðvarpinu Chess After Dark að ekki yrði auðvelt að ganga úr Evrópusambandinu eftir að inn væri komið. Þá væri umsóknarferlið að sambandinu alls ekki einfalt. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“
Meira

Skagafjörður auglýsir til leigu grunnskólann á Hólum

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir til leigu fasteignina Hólar Grunnskóli F2142800, 409 fermetra húsnæði ásamt íbúðarhluta sem er að auki 135 fermetrar, staðsett á Hólum í Hjaltadal Skagafirði. Húsnæðið var áður notað sem skólabygging og hentar því vel fyrir ýmsa starfsemi.
Meira

Byggðaleið valin fyrir Holtavörðuheiðarlínu 3

Landsnet hefur ákveðið hvaða línuleið verði farin vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 en fara á svokallaða byggðaleið með áfangaskiptingu. Í frétt í Húnahorninu segir að áfangaskipting verði þannig útfærð að línan verði byggð í fyrsta áfanga frá Blöndu að Laxárvatni og tekin í rekstur þegar sá áfangi er tilbúinn, en í beinu framhaldi yrði línan byggð að tengivirki á Holtavörðuheiði. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Landsnet hefur sent til landeigenda á fyrirhugaðri línuleið.
Meira

Stórleikur Maddiar dugði ekki til gegn Keflvíkingum

Tindastóll og Keflavík mættust í sjöundu umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta í Síkinu í gærkvöldi. Það kom svo sem ekki á óvart að lið Keflavíkur reyndist sterkara en heimaliðið enda við fyrrverandi Íslandsmeistara að etja. Gestirnir sigu fram úr þegar leið á þriðja leikhluta og innbyrðu nokkuð öruggan sigur. Lokatölur 88-96.
Meira

Síkið í kvöld!!

Nú er búið að taka til í Síkinu eftir árshátíð ársins og leikdagur framundan hjá meistaraflokki kvenna. Tindastóll tekur á móti Keflvíkingum. 
Meira

Gleði og gaman á Kótilettukvöldi í Eyvindarstofu

Það var ekki bara Kaupfélag Skagfirðinga sem stóð fyrir veislu um helgina, Valli í Húnabyggð lét ekki deigan síga og stóð fyrir 51. kótilettukvöldinu sem fram fór í Eyvindarstofu á Blönduósi. „Mikil gleða og en meira gaman,“ skrifar Valli á Facebook sem segir að Helgi Páll veislustjóri hafi farið á slíkum kostum að hann var umsvifalaust ráðinn til að endurtaka leikinn að ári.
Meira

Sýningin 1238: Baráttan um Ísland er til sölu

Í gær mátti sjá á heimasíðu 1238: Baráttan um Ísland að sýningin væri til sölu en rétt rúm sex ár eru síðan opnað var með pomp og prakt í nýuppgerðu húsnæði í Gránu og gamla samlaginu við Aðalgötuna á Sauðárkróki. Sannarlega metnaðarfull og glæsileg sýning sem jók fjölbreytnina í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Feykir hafði samband við Freyju Rut Emilsdóttur sem er framkvæmdastjór Sýndarveruleika ehf, sem meðal annars á og rekur sýninguna 1238 og spurði hana út í málið.
Meira