Samkomubann framlengt til 4. maí
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.04.2020
kl. 13.16
Ákveðið hefur verið að framlengja þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl næstkomandi til 4. maí. Sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að þótt vel hafi gengið að halda útbreiðslu smita í skefjum veldur áhyggjum hve alvarlega veikum einstaklingum sem þurfa á gjörgæslu að halda hefur fjölgað hratt.
Meira
