Fréttir

Lítur á sameiningu sem afar vænlegan kost

Feykir sagði frá því í vikunn að íbúafundir sem fóru fram í Dalabyggð og Húnaþingi vestra í síðustu viku. hafi verið vel sóttir og umræður á þeim fjörugar en til umræðu var möguleg sameining sveitarfélagnna tveggja. Af því tilefni lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra.
Meira

Nú fer ég heim að lesa ljóð

„Okkar einstaki samstarfsmaður til margra áratuga, Guðrún Sighvatsdóttir, sem við öll þekkjum sem Gurru, lætur af störfum í dag eftir meira en þrjátíu ára viðveru á skrifstofu FISK Seafood. Og hún velur daginn af vandvirkni. Í fyrsta lagi er þetta 65. afmælisdagurinn hennar og í öðru lagi leggur hún niður störf á 50 ára afmælisdegi kvennafrídagsins,“ segir í kveðju sem Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri FISK Seafood skrifar fyrir hönd starfsmanna á netsíðu fyrirtækisins.
Meira

Mennta- og barnamálaráðherra heimsótti FNV í gær

Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristjánsson er á ferðalagi um landið að heimsækja framhaldsskóla landsins og heimsótti hann Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 23. október síðastliðinn ásamt fylgdarliði.
Meira

Hofsstaðir hlutu viðurkenningu á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Skagafirði í gær. Farið var í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru.Hátíðin tókst afar vel og lauk með hátíðarkvöldverði á Sauðárkróki, kvöldskemmtun, dansi og mikilli gleði.
Meira

Ekki góð vika hjá Tindastólsmönnum

Tindastólsmenn spiluðu við lið Njarðvíkinga í IceMar-höllinni í gærkvöldi. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og náðu ágætu forskoti í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir mörg ágæt áhlaup Stólanna í síðari hálfleik þá var holan sem þeir grófu sér í fyrri hálfleik full djúp og þá hittu þeir grænu geysilega vel úr 3ja stiga skotum sínum og hleyptu Stólunum aldrei alveg upp að hlið sér. Lokatölur 98-90 og fyrsta tap Stólanna í Bónus deildinni því staðreynd.
Meira

Drangar kynntu uppbyggingu á þjónustukjarna með lágvöruverslun á Blönduósi

Húnabyggð flautaði til upplýsingafundar í gær og fjölmenntu heimamenn í félagsheimilið á Blönduósi. Á fundinum voru kynntar metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu á þjónustukjarna með lágvöruverslun á Blönduósi. Það voru Auður Daníelsdóttir forstjóri Dranga og Vífill Ingimarsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar sem kynntu áætlun Dranga um uppbyggingu á Blönduósi.
Meira

Skagfirðingabraut 26, Sauðárkróki | Skipulagslýsing

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 42. fundi sínum þann 15. október 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir lóð númer 26 við Skagfirðingabraut á Sauðárkrók í Skagafirði skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hér er sett fram skipulagslýsing vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir skólasvæði FNV við Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkrók. Skipulagslýsingin er sett fram á einum uppdrætti með greinargerð nr. SL01, dags. 13.10.2025, verknúmer 56293200, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu.
Meira

Boðað til íbúafundar í Húnabyggð í dag

Allir íbúar Húnabyggðar eru boðnir velkomnir á stuttan upplýsingafund sem haldinn er í tilefni fréttatilkynningar sem fer í loftið í dag fimmtudaginn 23. október.
Meira

Borgarflöt 35, Sauðárkróki – Deiliskipulagstillaga á vinnslustigi

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 42. fundi sínum þann 15. október 2025 að auglýsa deiliskipulastillögu fyrir Borgarflöt 35 á vinnslustigi, í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða vinnslutillögu deiliskipulags fyrir uppbyggingu Háskólans á Hólum við Borgarflöt 35. Í vinnslutillögunni felst að greina kosti og möguleika sem staðsetning lóðarinnar býður uppá og leggja fram tillögu um nýtingu hennar. Ásamt því að skilgreina lóðamörk og byggingarreiti sem henta uppbyggingaráformum Háskólans á Hólum.
Meira

Lóuþrælar leggja land undir fót

Karlakórinn Lóuþrælar í Húnaþingi vestra fagnar 40 ára starfsafmæli sínu á árinu. Nú stefna kórfélagar suður með sjó og ætla að bresta í söng þar sem landið er lítið og lágt, í Seltjarnarneskirkju, laugardaginn 25. október. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00.
Meira