Fréttir

Eyrarsundsbrúin tekin og étin

„Það viðurkennist hér með að ég hef aldrei lagt mikinn metnað í hlaupalífsstílinn og látið duga að spretta á eftir rollum heima, svona þegar líður að hausti, og ríf nú frekar í lóðin heldur en að láta reyna á þolið ef ég kemst upp með það. Ég vissi að ég þyrfti að skipta um gír ef ég ætlaði nú að lifa þetta af og þó ég hafi haft meira en heilt ár til undirbúnings þá vissulega færði ég mig ekki yfir í þann gír fyrr en tveimur mánuðum fyrir hlaupið – eins og konu með frestunaráráttu á hæsta stigi einni er lagið,“ segir Rebekka Hekla Halldórsdóttir en hún tók ásamt vinkonum sínum þátt í Brúarhlaupinu milli Danmerkur og Svíþjóðar nú í júní.
Meira

Það er alltaf nóg að gera hjá Löggunni á Norðurlandi vestra

Í síðasta mánuði kærði lögreglan á Norðurlandi vestra 178 ökumenn fyrir of hraðan akstur og er það tæplega 19% aukning frá því í maí þegar 150 ökumenn fengu kæru fyrir að aka of hratt í umdæminu. Sem fyrr aka flestir sem kærðir eru á 110-120 kílómetra hraða en sumri óku þó hraðar og fóru jafnvel yfir 150 kílómetra á klukkustund.
Meira

Kjarnorkuákvæðið virkjað

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir þing­for­seti beitti, í upp­hafi þing­fund­ar í dag, 71. grein þing­skap­ar­laga og lagði þar með til at­kvæðagreiðslu til­lögu um að stöðva um frum­varpið en kjarn­orku­ákvæðinu, eins og það er oft kallað, hef­ur ekki verið beitt síðan 1959. Til­lag­an var samþykkt með 34 at­kvæðum gegn 20 at­kvæðum.
Meira

Burðarþol íslenska hestsins rannsakað

Burðargeta hesta er málefni sem er mikið rætt í hestaheiminum. Mjög margir hafa sínar skoðanir, en rannsóknir sem undirbyggja þekkingu á burðargetu hesta eru takmakaðar og nauðsyn að afla hennar á markvissan hátt. Íslenski hesturinn er vinsælt hestakyn um allan heim, hann er eftirsóttur sem reiðhestur og keppnishestur og er mikið notaður af hestaferðaþjónustu-fyrirtækjum og í reiðskólum. Þekking á því hvernig líkamsbygging hans tengist burðargetu er afar mikilvæg, bæði hvað varðar afkastagetu á gangtegundum og velferð hesta.
Meira

Höfðingi heimsóttur á Löngumýri

Blaðamaður Feykis kom á Löngumýri á dögunum í fréttaleit. Þar rakst hann á bráðmyndarlegan mann og tók hann tali. Það kemur í ljós að maðurinn heitir Harladur Jójannsson, 96 ára Grímseynngur og sex mánuðum betur.
Meira

Jöfnuður er lykilorðið | Svar framkvæmdastjóra sveitarfélaga á landsbyggðinni

Grein fjögurra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir nýtt frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og talar um „kaldar kveðjur“ til íbúa suðvesturhornsins. Við, bæjar- og sveitastjórar á landsbyggðinni, teljum mikilvægt að minna á að tilgangur Jöfnunarsjóðs er einmitt sá að jafna aðstæður milli ólíkra sveitarfélaga – og þar stendur landsbyggðin frammi fyrir margvíslegum og flóknum áskorunum.
Meira

Orri og Veigar með U20 landsliðinu í Grikklandi

U20 ára landslið karla er farið til Grikklands þar sem það tekur þátt í A deild EuroBasket U20. Tveir Króksarar eru í liðinu, Íslandsmeistarar með liði Tindastóls vorið 2023 en spiluðu síðasta vetur með liði Þórs á Akureyri. Það eru að sjálfsögðu tvíburarnir Orri Már og Veigar Örn Svavarssynir.
Meira

Stöðug fjölgun hjá GSS og félagsmenn nú 339

„Þessa dagana stendur yfir árlegt Meistaramót GSS líkt og hjá flestum golfklúbbum landsins. Þetta er skemmtilegasti og annasamasti tími sumarsins en þá stendur yfir keppni félagsmanna á öllum aldri og getustigum,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, formaður Golfklúbbs Skagafjarðar, í samtali við Feyki. Við fengum Aldísi til að segja frá því helsta sem er að gerast í golfinu í Skagafirði og hvað sé framundan.
Meira

Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Meira

Þórgunnur og kærastinn og fleiri Skagfirðingar á leið á Heimsmeistaramót

Núna rétt í þessu var tilkynnt landslið Íslands í hestaíþróttum. Skemmst er frá að segja að Þórgunnur Þórarinsdóttir og kærastinn hennar, Kristján Árni Birgisson, eru valin í liðið í Ungmennaflokki.
Meira