Fréttir

Vel heppnaður fræðsludagur Skagafjarðar í Miðgarði

Þann 18 . ágúst sl. var hinn árlegi fræðsludagur Skagafjarðar haldinn í Miðgarði. Um er að ræða mikilvægan dag fyrir skólasamfélagið í Skagafirði, en í ár komu saman hátt í 250 starfsmenn tónlistar-, leik- og grunnskóla ásamt starfsfólki fjölskyldusviðs Skagafjarðar og fulltrúum fræðslunefndar. Skagafjordur.is segir frá:
Meira

Afhending Vatnsdælu á refli

Föstudaginn 29. ágúst verður haldinn viðburður í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi þar sem Jóhanna Erla Pálmadóttir, Helga og Pálmi Gunnarsbörn afhenda fullkláraðan refil sem segir sögu Vatnsdæla. Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, mun taka við reflinum fyrir hönd samfélagsins.
Meira

Ráðhúsið á Sauðárkróki lokað fyrir hádegi á morgun

Á vef Skagafjarðar er vakin athygli á því að Ráðhúsið verður lokað fyrir hádegi fimmtudaginn 28. ágúst nk.
Meira

Stelpurnar þurfa allan stuðning

Á morgun fimmtudag kl: 18 leika Tindastóls konur gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deildinni á Sauðárkróksvelli. Eins og við vitum er Tindastóll hættulega nálægt fallsvæðinu en sigur í þessum leik gæti skipt sköpum í að forða liðinu frá falli. Víkingsliðið er statt á svipuðum slóðum í töflunni svo gott væri að halda þeim neðan við sig. Feykir skorar á alla sem vettlingi geta valdið að mæta á völlinn og hvetja okkar konur. Áfram Tindastóll. hmj
Meira

Þrístapar formlega opnaðir á föstudaginn 29.ágúst

Formleg opnun Þrístapa fer fram á föstudaginn klukkan 14. Ferðamannastaðurinn Þrístapar hefur verið opinn síðastliðin tvö ár og hlaut Húnabyggð Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í fyrra fyrir uppbyggingu svæðisins en verkefnið var í höndum Húnavatnshrepps áður en sveitarfélögin sameinuðust. Þrístapar er menningarsögulegur ferðamannastaður, vestast í Vatnsdalshólum norðan þjóðvegarins. Þar er að finna síðasta aftökustaðinn á Íslandi en aftakan fór fram 12. janúar 1830 þegar Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru hálfshöggvin.
Meira

Umhverfismat á Holtavörðuheiðarlínu 3

Landsnet segir í fréttatilkynningu: „Skipulagsstofnun hefur skilað áliti sínu á umhverfismati Holtavörðuheiðarlínu 3, sem er ný loftlína á milli nýs tengivirkis Landsnets á Holtavörðuheiði og Blönduvirkjunar. Í matinu voru bornar saman nokkrar mögulegar línuleiðir, þar sem tvær eru taldar líklegastar – annars vegar leið í byggð og hins vegar yfir heiðar. Leiðirnar eru ólíkar, þær hafa mismunandi umhverfisáhrif og þar af leiðandi eru ólík sjónarmið umsagnaraðila og þeirra sem hafa tekið þátt í samráði.
Meira

Hlaupið með bros á vörum í sjóðheitu sumarveðri

Þær stöllurnar í 550 rammvilltar sem stóðu fyrir Sumarkjóla- og búbbluhlaupi á Sauðárkróki nú síðastliðinn laugardag virðast vera með einhvern spes samning við veðurguðina. Þetta var í annað skiptið sem þessi sprellfjörugi og búbblandi viðburður er haldinn á Króknum og í bæði skiptin hafa sumarkjólarnir verið einmitt rétti klæðnaðurinn miðað við veður og hitastig.
Meira

Áhrif beitarfriðunar á kolefnisbúskap úthaga

Undanfarin ár hafa rannsóknir staðið yfir á áhrifum beitarfriðunar á kolefnisupptöku og magn kolefnis í jarðvegi. Rannsóknaverkefnið ExGraze, sem hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði 2021 (Rannís 217920-051), er nú á lokametrunum og verða niðurstöður kynntar í Kakalaskála miðvikudagskvöldið 27. ágúst kl. 20:00.
Meira

Enn um eldislaxa í ám í Húnaþingi og Vesturlandi

Hafrannsóknastofnun hefur birt eftirfarandi á vef sínum: „Matvælastofnun, Fiskistofa og Hafrannsóknastofnun hafa unnið saman að rannsóknum og veiði á meintum eldislöxum í nokkrum ám undanfarna daga.
Meira

Réttir á Norðurlandi vestra haustið 2025

Nú er að nálgast ansi hratt sá árstími að búfénaður fer að koma heim úr sumardvölinni á fjöllum, göngur og í framhaldi réttir alveg að bresta á. Blaðamaður Feykis tók saman réttir í sýslum fjórðungsins en það eru Austur Húnvetningar sem ríða á vaðið en fyrstu réttir verða hjá þeim næstkomandi laugardag 31.ágúst, þegar réttað verður í Hvammsrétt og Rugludalsrétt og strax í Beinakeldurétt daginn eftir.
Meira