Þriðja eins marks tap Stólastúlkna í röð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
04.05.2025
kl. 12.52
Eftir sigur í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna hefur lið Tindastóls nú tapað þremur leikjum í röð en allir hafa leikirnir tapast með eins marks mun og liðið verið vel inni í þeim öllum. Í gær heimsóttu Stólastúlkur gott lið Þróttar sem hafði lúskrað á okkar liði í Lengjubikarnum 9-0. Eftir hálfrar mínútu leik í gær var staðan orðin 1-0 og margir óttuðust skell. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og 1-0 sigur Þróttar niðurstaðan.
Meira