Fréttir

Tindastólsmenn sóttu sigur í Bogann

Leik var haldið áfram í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu um helgina en á föstudagskvöldið mættust lið Tindastóls og KA3 í B-deildinni og var spilað í Boganum. Akureyringar misstu mann af velli með rautt spjald snemma leiks og þrátt fyrir góða baráttu þeirra gulu og bláu þá tóku Stólarnir völdin og unnu að lokum góðan 6-1 sigur.
Meira

Vetrarveður og ófærð í Skagafirði en ekki bólaði á gulri veðurviðvörun

Það hefur verið leiðinlegt vetrarveður í Skagafirði síðasta sólarhringinn og þar er nú éljagangur eða skafrenningur víðast hvar. Ekki var gefin út gul veðurviðvörun, það Feykir best veit, fyrir Strandir og Norðurland vestra og það er nú örugglega eitthvað sem í það minnsta Skagfirðingar geta klórað sér í kollinum yfir í dag. Verið er að moka göturnar á Króknum en þar var erfið færð í morgun, rösk norðanátt og éljagangur og þrengri götur fullar af snjó þannig að reyndir ökuþórar sátu fastir.
Meira

Árni Geir verður nýr forstjóri Origo

Árni Geir Valgeirsson mun í febrúar taka við stöðu forstjóra Origo, eftir að hafa tekið við sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs félagsins 2024 líkt og Feykir sagði frá á sínum tíma. Í frétt Morgunblaðsins í gær er haft eftir Árna Geir: „Hjá Origo starfar frábær hópur reynslumikilla sérfræðinga sem er sannarlega tilbúinn til að leiða íslenskt atvinnulíf og opinbera aðila inn í framtíðina þar sem tæknin skiptir öllu máli. Ég hlakka til að taka við keflinu og vinna áfram að spennandi og mikilvægum verkefnum fyrir viðskiptavini okkar.”
Meira

Ljósadagurinn er í dag

Ljósadagurinn í Skagafirði er í dag og eru íbúar héraðsins hvattir til að tendra kertaljós við heimili sín og minnast látinna ástvina líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Tilkomumikið að sjá fjölda logandi kerta við heimili, gangstéttir, götur og heimreiðar er skyggja tekur.
Meira

Línu­leið Holta­vörðu­heið­ar­línu 3

Íbúa­kynn­ing verður haldin á Krúttinu á Blönduósi þriðjudaginn 13.janúar nk. þar sem farið verður yfir forsendur og ferli vegna línu­leiðar Holta­vörðu­heið­ar­línu 3 og hefst fundurinn klukkan 19:30 þar sem heitt verður á könnunni og léttar veitingar. 
Meira

Éljagangur og norðangaddur

Skyndilega skall hann á með vetrarveðri og má nánast segja að þetta sé í fyrsta sinn í vetur sem norðanátt og éljagangur herjar á íbúa á Norðurlandi vestra. Þrátt fyrir nokkur leiðindi í veðrinu þá er ekki gul veðurviðvörun fyrir svæðið líkt og gildir um stóran hluta landsins. Engu að síður er gert ráð fyrir allt að 15 m/sek að norðan í Skagafirði og éljum í dag en útlit er fyrir minni vind í Húnavatnssýslum.
Meira

Stólarnir tryggðu sigurinn á lokamínútunum í Stykkishólmi

Það verður Skagfirðingapartý bikarhelgina miklu hvenær og hvar sem hún nú verður því karlalið Tindastóls fylgdi í fótspor Stólastúlkna, sem unnu KR í VÍS bikarnum í gær, og tryggðu sér sömuleiðis sæti í undanúrslitum með sigri á liði Snæfells í Stykkishólmi. Fyrirfram var reiknað með öruggum sigri Stólanna en heimamenn í Snæfelli gáfu Stólunum hörkuleik og það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem gestirnir sýndu mátt sinn og megin. Lokatölur 98-115.
Meira

Má skella riðuveikinni á Íslandi á brennuna

Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð (og reyndar ýmislegt annað líka), gamaldags búskapur, eins og Karólína orðar sjálf, með um 80 kindur, þar af u.þ.b. 30 sauði og þrjá hesta. Svo eru hundarnir Baugur, Kappi og Ljúfur alveg ómissandi.
Meira

Stólastúlkur komnar í undanúrslit í VÍS bikarnum

Lið Tindastóls og KR mættust fyrr í kvöld í átta liða úrslitum VÍS bikarsins í Síkinu á Sauðárkróki. Reiknað var með hörkuleik en lengstum var það nú ekki raunin því heimastúlkur sýndu hreint frábæran leik ... allt þar til átta mínútur voru eftir þegar gestirnir náðu 20-0 kafla á sex mínútum og minnkuðu muninn í eitt stig. Þá var nú alveg ágætt að vera með eitt stykki Maddie Sutton í sínu liði og hún sá til þess að sigurinn var Tindastóls og tryggði Stólastúlkur í fyrsta sinn í undanúrslit í bikarnum. Lokatölur 72-68.
Meira

Umræðan og samstarfið | Friðbjörn Ásbjörnsson skrifar

Ég hef í þessum áramótapistlum mínum síðustu árin reynt að varðveita hátíðarskapið og meta stöðuna og framtíðarhorfur hverju sinni af yfirvegun gagnvart því sem hvorki við í FISK Seafood né þjóðin öll höfum nokkra stjórn á. Á meðal þess er margt sem skiptir afkomu hvers árs miklu máli; veðurfar og gæftir, verð á erlendum mörkuðum, heimsmarkaðsverð á olíu, breytingar í neyslumynstri fólks á okkar stærstu markaðssvæðum o.s.frv.
Meira