Fréttir

Knattspyrnudeild Tindastóls styrkir meistaraflokks hópinn

Davíð Leó Lund, 18 ára bakvörður hefur skrifað undir lánssamning út komandi tímabil. Hann kemur á láni frá Völsungi þar sem hann hefur spilað upp alla yngri flokka.
Meira

Bjarni Jónasson og Eind frá Grafarkoti skeiða til Sviss

Bjarni Jónasson tamningamaður á Sauðárkróki mun sýna gæðingshryssuna Eind frá Grafarkoti í kynbótadómi á heimsmeistaramótinu í Sviss sem stendur yfir vikuna 4.-10. ágúst. Hvert aðildarland Feif, sem eru samtök landa þar sem Íslandshestamennska er stunduð, meiga senda 1. hryssu og 1. stóðhest í hverjum aldursflokki til þátttöku í kynbótadómum Heimsmeistaramóts.
Meira

Spennandi Íslandsmót í straumkajak fór fram um helgina

Íslandsmótið í straumkajak fór fram í Tungufljóti í Biskupstungum um helgina. Þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem haldið er Íslandsmót í straumkajak. Þrír keppendur úr Skagafirði voru mættir til leiks en það voru þau Eskil Holst, Freyja Friðriksdóttir og Máni Baldur Mánason. Þau kepptu undir merkjum Ungmennafélagsins Smára.
Meira

Graskerssúpa og ofureinfaldar hafraköku | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 12 var Pála Margrét Gunnarsdóttir en hún fékk áskorun frá frænku sinni Malen Áskelsdóttur sem var í tbl. 10. Pála Margrét er gift Sveinbirni Traustasyni sem er ættaður frá Flateyri og Skálholtsvík í Hrútafirði og saman eiga þau tvær dætur, Signýju Rut, þriggja ára, og Bergdísi Lilju, eins árs. Til að svala ættfræðiþyrstum einstaklingum þá er Pála Margrét elsta dóttir Guðnýjar Guðmunds og Gunna Gests í Eyrartúninu á Króknum.
Meira

Spennandi námskeið fyrir framtíðar leikara

Leikfélag Sauðárkróks stendur fyrir leiklistarnámskeiði fyrir börn fædd 2011-2016 dagana 11. - 12. ágúst. Möguleiki er á hlutverki í haustsýningu Leikfélagsins fyrir áhugasama þátttakendur að námskeiði loknu.
Meira

Aðsend grein: Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi

Í ágúst 2023 fór hópur á vegum Annríkis-þjóðbúningar og skart í ferð á íslendingaslóðir í Norður Dakóta í Bandaríkjunum og Manitoba í Kanada. Með í för voru Íslenskir þjóðbúningar af ýmsum stærðum og gerðum sem hópurinn spókaði sig í við hin ýmsu tækifæri, gjarnan í yfir 30 stiga hita. Hápunkturinn var þegar Íslenskar konur stóðu heiðursvörð þegar fjallkona íslendingahátíðarinnar í Gimli gekk inn á svæðið.
Meira

Miðfjörðurinn mun nötra

Um verslunarmannahelgina verður Norðanpaunk, ættarmót paunkara, haldið í 11. sinn á Laugarbakka í Miðfirði. Áhersla hátíðarinnar frá upphafi hefur ávallt verið á óvanalega íslenska jaðartónlist, en nokkrar erlendar sveitir hafa einnig mætt á svæðið og spilað fyrir gesti. Hægt að sjá nánar um hátíðina á facebook-Norðanpaunk.
Meira

Tindastóls drengir lágu fyrir Riddaranum

Síðast liðinn laugardag spiluðu heimamenn í 3.deildinni á móti Hvíta riddaranum frá Mosfellsbæ. Tindastólsmönnum gekk illa að finna taktinn og var mikið um ónákvæmar sendingar og mistök. Þetta var klárlega ekki besti leikur Tindastóls þetta sumarið. Leikurinn endaði 1. – 2. fyrir riddarana.
Meira

Rólegheitahundurinn Móri | Ég og gæludýrið mitt

Í bestu götunni á Króknum, Suðurgötunni, búa fimm systkini, þau Margrét Rún, Alexandra Ósk, Viktoría Ösp, Frosti Þór og Ýmir Freyr ásamt foreldrum sínum þeim Írisi Hrönn Rúnarsdóttur og Jóel Þór Árnasyni. Með þessari flottu stóru fjölskyldu býr svo hundurinn Móri en hann er hvítur og mórauður Border Collie. Feyki langaði aðeins að spyrjast fyrir um hann Móra sæta.
Meira

Eva og Inga semja við Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls sendir frá sér nýja tilkynningu: Heimastúlkurnar Eva Rún Dagsdóttir og Inga Sólveig Sigurðardóttir munu leika með liði Tindastóls í Bónus deildinni næsta tímabil. Inga Sólveig er að framlengja sinn samning en Eva Rún snýr tilbaka eftir ársdvöl á Selfossi, þar sem hún spilaði með liði Selfoss í 1. deild.
Meira