Það verður góð stund á Ábæ
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
01.08.2025
kl. 09.24
Hin árlega Ábæjarmessa verður á Ábæ í Austurdal sunnudaginn 3. ágúst kl. 14:00. Sr. Karl V. Matthíasson þjónar fyrir altari. Sönghópurinn Vorvindar glaðir leiða söng við undirleik Friðriks Þórs Jónssonar. Fólk er hvatt til að taka með sér nesti og eiga saman góða stund eftir messu í einstöku umhverfi. Veðurspáin fyrir sunnudaginn er ágæt, hlýtt og þurrt, svo fegurð Austurdals ætti að njóta sín.
Meira