Fréttir

Þriðja eins marks tap Stólastúlkna í röð

Eftir sigur í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna hefur lið Tindastóls nú tapað þremur leikjum í röð en allir hafa leikirnir tapast með eins marks mun og liðið verið vel inni í þeim öllum. Í gær heimsóttu Stólastúlkur gott lið Þróttar sem hafði lúskrað á okkar liði í Lengjubikarnum 9-0. Eftir hálfrar mínútu leik í gær var staðan orðin 1-0 og margir óttuðust skell. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og 1-0 sigur Þróttar niðurstaðan.
Meira

Erfið byrjun Húnvetninga í 2. deildinni

Við skulum vona að fall sé fararheill hjá knattspyrnuliði Húnvetninga því ekki sóttu þeir gull í greipar Austfirðinga í gær. Þá öttu þeir kappi við lið KFA í Fjarðabyggðahöllinni í fyrstu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Þegar upp var staðið höfðu gestgjafarnir hreinlega alls ekkert verið gestrisnir, gerðu átta mörk á meðan gestirnir gerðu eitt.
Meira

Tindastólspiltar með sigur í fyrsta leik

Keppni í 3. deild karla í knattspyrnu fór af stað nú um helgina og í gær tóku Stólarnir á móti ágætu liði Ýmis úr Kópavogi. Leikið var við nánast fáránlega góðar aðstæður á Króknum, sól í heiði, logn og 12 stiga hiti og teppið fagurgrænt. Leikurinn var ágætur og úrslitin enn betri, sigur í fyrsta heimaleik, lokatölur 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

Það verða læti!

Fjórði leikurinn í undanúrslitaeinvígi Tindastóls og Álftaness fór fram í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í kvöld: Það var frábær stemning og stuðningsfólk Tindastóls fjölmennto og var í góðum gír að venju. Leikurinn var hin besta skemmtun og enn betri fyrir gestina eftir því sem á leið leikinn. Það fór svo á endanum að Stólarnir sýndu sínar bestu hliðar og tryggðu sér þriðja sigurinn í einvíginu og þar með sæti í úrslitarimmunni. Lokatölur 90-105.
Meira

Stefnir á matvælafræði í haust en Listaháskólinn heillar líka

Hákon Snorri Rúnarsson er fæddur á Sauðárkróki árið 2006, sonur hjónanna Sólveigar B. Fjólmundsdóttur og Rúnars S. Símonarsonar. Í vor útskrifast Hákon af Heilbrigðisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri og hefur Hákon verið ansi virkur í félagslífinu með náminu og hefur hann látið til sín taka í stórum uppsetningum Leikfélagsins í skólanum. Feykir spjallaði við Hákon og forvitnaðist um hvað hann er búinn að vera að brasa og hvað sé framundan hjá þessum hæfileikaríka unga manni.
Meira

Hagnaður KS var 3,3 milljarðar á síðasta ári

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga fyrir rekstrarárið 2024 var haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð þann 10. apríl 2025 og hófst kl. 12:00 með hádegisverði. Fram kom á fundinum að rekstartekjur síðasta árs voru um 55 milljarðar og höfðu hækkað um tvo milljarða frá fyrra ári. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, svokölluð EBITDA, var 7,4 milljarðar sem er lækkun um tæpan milljarð frá fyrra ári, en það ár var besti rekstrarárangur í sögu félagsins.
Meira

Skemmtileg kvöldstund í Bifröst | Kíkt í leikhús

Undirritaðar brugðu undir sig betri fætinum og renndu á krókinn í vor blíðunni til að sjá uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks á farsanum Flæktur í netinu eftir Ray Cooney í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Fínasta útfærsla og skemmtileg kvöldstund.
Meira

Tengiráðgjafi ráðinn í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra tók þátt í spennandi tilraunaverkefni með ráðningu tengiráðgjafa og er það Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir sem er starfandi tengiráðgjafi Húnaþings vestra og vinnur hún einnig að verkefninu Gott að eldast í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Meira

Fjáröflun - bílaþvottur

Er þetta ekki eitt af því leiðinlegasta sem að maður gerir sjálfur, að tjöruhreinsa og þrífa bílinn að utan... er þá ekki tilvalið að nýta sér þessa flottu fjáröflun sem Barna og unglingaráðið í knattspyrnudeildinni ætlar að bjóða upp á föstudaginn 8. maí. Pantanir fara fram í gegnum þannan lin hér eða með tölvupósti á e-mailið fotbolti.unglingarad@tindastoll.is
Meira

Uppbygging við Staðarbjargavík fékk ríflega 60 milljón króna styrk

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra úthlutaði í vikunni úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2025. Að þessu sinni hljóta 28 verkefni styrk úr sjóðnum. Heildarúthlutun er 553,2 milljónir króna og dreifast verkefnin um land allt. Næsthæsti styrkurinn, rúmar 60 milljónir króna, fer til uppbyggingar við Staðarbjargavík fyrir neðan sundlaugina góðu á Hofsósi.
Meira