Fréttir

Það hlaut að koma að því

Eigum við að segja hlaut að koma að því? Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra vegna norðaustan hríðar. Tíðarfarið í Desember hefur nú hingað til verið einstakt en komandi viðvörun tekur gildi á hádegi á morgun 17.desember og rennur út snemma morguns 18. desember.
Meira

Kyrrð og ró í jólasnjó

Kyrrð og ró í jólasnjó er heiti á kyrrðarstund í Miklabæjarkirkju sem haldin verður nk.fimmtudagskvöld 18.desember klukkan 20:30. Það er sönghópurinn Vorvindar glaðir sem bjóða til stundarinnar þeir lofa rólegri stemningu með kertaljósum og ljúfum lögum. Dalla Þórðardóttir verður með hugvekju og aðgangur er ókeypis.
Meira

Knapar ársins hjá Skagfirðingi verðlaunaðir

Uppskeruhátíð Skagfirðings var haldin í gærkvöldi mánudaginn 15.desember í Tjarnarbæ á Sauðárkróki. Knapar ársins hjá félaginu voru verðlaunaðir ásamt sjálfboðaliða ársins. Þetta kemur fram á Facebooksíðu félagsins. 
Meira

Skildu það vera skólajól...

Þeir sem eldri eru hugsa efalaust með hlýju, nú þegar jólin nálgast, til tíma síns í barnaskóla, rifja kannski upp litlu jólin dásamlegu, logandi kerti á borðum í kennslustofunum og pakkaskipti með tilheyrandi æsingi. Jólalögin hljóta að hafa verið sungin og krakkarnir uppáklædd. Það var alveg örugglega jólaball líka en kannski var það dagurinn þegar skólinn var skreyttur sem var ljúfastur? Kannski hugsa einhverjir um hvernig þetta sé í skólunum nútildags?
Meira

Tindastólsmenn fóru vel af stað í fótboltanum

Samkvæmt frétt á vef Knattspyrnudómarafélags Norðurlands þá komst Tindastóll í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Hauki Inga Ólafssyni og Svend Emil Busk Friðrikssyni á 43. mínútu. David Bercedo kom Stólum í 3-0 á 58. mínútu en Friðrik Máni Sveinsson minnkaði muninn strax í næstu sókn. Rúnar Vatnsdal galopnaði leikinn með marki fyrir Þór á 83. mínútu en Manuel Ferriol innsiglaði 4-2 sigur Tindastóls með síðustu spyrnu leiksins.
Meira

Nýtt Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 samþykkt

Sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 15. október 2025 Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040, ásamt umhverfisskýrslu. Í frétt á vef Skagafjarðar segir að tillaga að aðalskipulaginu var auglýst frá 23. júlí 2025 til 15. september 2025 og alls bárust athugasemdir og umsagnir frá 13 aðilum vegna aðalskipulagsins, m.a. frá íbúum og umsagnaraðilum.
Meira

Viktoría vann söngkeppni Friðar

Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Friðar var haldin í Miðgarði í Varmahlíð föstudaginn 12. desember sl og jólaball Friðar fyrir 8.-10. bekkinga í Skagafirði var svo haldið að balli loknu. Dj Kolli hélt uppi stuðinu á ballinu. 
Meira

Hver er maður ársins á Norðurlandi vestra?

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Síðast var það Ásta Ólöf Jónsdóttir á Sauðárkróki semvar kjörin maður ársins fyrir árið 2024 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2025.
Meira

Á heimavelli getum við sigrað hvaða lið sem er

„Já, ég er mjög ánægður með leikinn. Það er gott fyrir okkur að komast áfram í bikarkeppninni og ég hlakka til að sjá hver næsti andstæðingur okkar verður,“ sagði Israel Martín þjálfari kvennaliðs Tindastóls þegar Feykir spurði hann í morgun út í leikinn gegn Þór sem lið Tindastóls vann í gærdag. Næsti leikur, sem er síðasti leikur ársins, er gegn liði Njarðvíkur hér heima á miðvikudagskvöldið.
Meira

Hamarsmenn negldir niður í Síkinu

Tindastólsmenn voru áfram í hátíðarskapi þegar þeir tóku á móti liði Hamars úr Hveragerði í VÍS bikarnum í gærkvöldi og sennilega hefur gestunum þótt nóg um. Staðan var 42-5 að loknum fyrsta leikhhluta og Arnar þjálfari gat að miklu leyti keyrt sitt lið á hinum svokölluðu minni spámönnum. Lokatölur 125-66 og því annar leikurinn í röð sem Stólarnir vinna með 59 stiga mun, sem er svosem ágætis kækur.
Meira