Fréttir

Kom frá Lúxemborg til að lagfæra leiði Howells í Miklabæjarkirkjugarði

Það er löngu ljóst að í kirkjugörðum landsins hvílir ómissandi fólk. Flest fáum við yfir okkur kross eða legstein að lífsleiðinni lokinni, aðstandendur sinna leiðunum meðan þeirra nýtur við og svo hverfum við flest í gleymskunnar dá undir grænni torfu. En ekki allir. Nú í lok september mætti Serge nokkur Wildhage, mikill Íslandsvinur, alla leið frá Lúxemborg til að rétta af og lagfæra leiði manns sem grafinn var í Miklabæjarkirkjugarði, manns sem hann þekkti ekkert og var ekkert skyldur en tengdist þó á sérstakan hátt.
Meira

Örfáar mínútur í hvíld í marga klukkutíma

Feykir sagði frá því um daginn þegar Þuríður Elín Þórarinsdóttir hljóp sinn allra lengsta bakgarð til þessa, eða hvorki meira né minna en 221,1 km, sem fólk eins og ég og þú eigum pínulítið erfitt með að ná utan um. Þuríður var í fjórða sæti af heildarkeppendum og í öðru sæti kvenna. Fyrir þá sem ekki vita hvað Bakgarðurinn er þá er það hlaup, þar sem farinn er 6,7 km hringur á hverjum klukkutíma þar til einn stendur eftir sem sigurvegari, sem þýðir að Þuríður hljóp í 33 klukkustundir. Hvíldin sem keppandinn fær ræðst af því hvað hann er fljótur að hlaupa hringinn, því alltaf þarf að legga af stað í þann næsta á heila tímanum. Blaðamaður Feykis heyrði í Þuríði aðeins til að taka stöðuna.
Meira

Lítur á sameiningu sem afar vænlegan kost

Feykir sagði frá því í vikunn að íbúafundir sem fóru fram í Dalabyggð og Húnaþingi vestra í síðustu viku. hafi verið vel sóttir og umræður á þeim fjörugar en til umræðu var möguleg sameining sveitarfélagnna tveggja. Af því tilefni lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra.
Meira

Nú fer ég heim að lesa ljóð

„Okkar einstaki samstarfsmaður til margra áratuga, Guðrún Sighvatsdóttir, sem við öll þekkjum sem Gurru, lætur af störfum í dag eftir meira en þrjátíu ára viðveru á skrifstofu FISK Seafood. Og hún velur daginn af vandvirkni. Í fyrsta lagi er þetta 65. afmælisdagurinn hennar og í öðru lagi leggur hún niður störf á 50 ára afmælisdegi kvennafrídagsins,“ segir í kveðju sem Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri FISK Seafood skrifar fyrir hönd starfsmanna á netsíðu fyrirtækisins.
Meira

Mennta- og barnamálaráðherra heimsótti FNV í gær

Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristjánsson er á ferðalagi um landið að heimsækja framhaldsskóla landsins og heimsótti hann Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 23. október síðastliðinn ásamt fylgdarliði.
Meira

Hofsstaðir hlutu viðurkenningu á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Skagafirði í gær. Farið var í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru.Hátíðin tókst afar vel og lauk með hátíðarkvöldverði á Sauðárkróki, kvöldskemmtun, dansi og mikilli gleði.
Meira

Ekki góð vika hjá Tindastólsmönnum

Tindastólsmenn spiluðu við lið Njarðvíkinga í IceMar-höllinni í gærkvöldi. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og náðu ágætu forskoti í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir mörg ágæt áhlaup Stólanna í síðari hálfleik þá var holan sem þeir grófu sér í fyrri hálfleik full djúp og þá hittu þeir grænu geysilega vel úr 3ja stiga skotum sínum og hleyptu Stólunum aldrei alveg upp að hlið sér. Lokatölur 98-90 og fyrsta tap Stólanna í Bónus deildinni því staðreynd.
Meira

Drangar kynntu uppbyggingu á þjónustukjarna með lágvöruverslun á Blönduósi

Húnabyggð flautaði til upplýsingafundar í gær og fjölmenntu heimamenn í félagsheimilið á Blönduósi. Á fundinum voru kynntar metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu á þjónustukjarna með lágvöruverslun á Blönduósi. Það voru Auður Daníelsdóttir forstjóri Dranga og Vífill Ingimarsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar sem kynntu áætlun Dranga um uppbyggingu á Blönduósi.
Meira

Skagfirðingabraut 26, Sauðárkróki | Skipulagslýsing

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 42. fundi sínum þann 15. október 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir lóð númer 26 við Skagfirðingabraut á Sauðárkrók í Skagafirði skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hér er sett fram skipulagslýsing vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir skólasvæði FNV við Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkrók. Skipulagslýsingin er sett fram á einum uppdrætti með greinargerð nr. SL01, dags. 13.10.2025, verknúmer 56293200, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu.
Meira

Boðað til íbúafundar í Húnabyggð í dag

Allir íbúar Húnabyggðar eru boðnir velkomnir á stuttan upplýsingafund sem haldinn er í tilefni fréttatilkynningar sem fer í loftið í dag fimmtudaginn 23. október.
Meira