Kyrrð og ró í jólasnjó
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.12.2025
kl. 11.40
Kyrrð og ró í jólasnjó er heiti á kyrrðarstund í Miklabæjarkirkju sem haldin verður nk.fimmtudagskvöld 18.desember klukkan 20:30. Það er sönghópurinn Vorvindar glaðir sem bjóða til stundarinnar þeir lofa rólegri stemningu með kertaljósum og ljúfum lögum. Dalla Þórðardóttir verður með hugvekju og aðgangur er ókeypis.
Meira
