Fréttir

Tindastóll og Stjarnan mætast í dag

Besta deild kvenna er kominn á fullt og Stólastúlkur þegar búnar að leika tvo leiki; unnu þann fyrsta en voru síðan skrambi óheppanar að tapa fyrir sameinuðum Akureyringum í Þór/KA. Fjörið heldur áfram í dag en þá kemur lið Stjörnunnar í heimsókn á Krókinn og hefst leikurinn kl. 17:00.
Meira

Áltanes jafnaði metin

Körfuboltinn á hug ansi margra þessa dagana og nú á föstudagskvöldið spiluðu lið Tindastóls og Álftaness annan leik sinn í undanúrslitaeinvígi Bónua deildar karla. Tindastóll vann fyrsta leikinn örugglega en það varð naglbítur þegar liðin mættust öðru sinni og þá í Kaldalónshöll þeirra Álftnesinga sem höfðu á endanum betur, 94-92, og jöfnuðu því einvígið.
Meira

Íslensk kjötsúpa í boði

Guðjón Þór Hjálmarsson býr á Blönduósi, nánar tiltekið á Hlíðarbrautinni, verður fermdur þann 26. apríl í Blönduóskirkju af sr. Eddu Hlíf Hlífarsdóttur. Foreldrar Guðjóns eru þau Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard.
Meira

„Einstakt tækifæri til að efla háskólastarf á landsbyggðinni“

Rektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Í frétt á heimasíðu Háskólans á Hólum segir að samstæðan taki formlega til starfa þann 1. janúar á næsta ári en henni er ætlað að bæta samkeppnishæfni háskólanna tveggja ásamt því að auka gæði náms, rannsókna, stoðþjónustu og auka tengsl við atvinnulíf og samfélög um land allt. Háskólasamstæðan mun starfa undir nafni Háskóla Íslands.
Meira

Ertu búin/n að pússa golfkylfurnar?

Það voru gleðitíðindi tilkynnt á Facebook-síðu Golfklúbbs Skagafjarðar í hádeginu í dag þegar Hlynur Freyr Einarsson auglýsti að búið væri að setja upp flöggin góðu á fyrstu fimm flatir vallarins.
Meira

Fögnum vori, sumri og sól

Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði tekur á móti Freyjukórnum í Borgarfirði á morgun laugardag 26.apríl og saman ætla kórarnir að halda saman tónleika í Miðgarði, kl.16:00
Meira

Leikdagur í dag

Það er ekki seinna vænna en að óska öllum gleðilegs sumars í leiðinni og við tilkynnum ykkur að það er leikdagur í dag, svona ef þið vissuð það ekki. En Sigríður Inga Viggósdóttir er alltaf með puttann á púlsinum varðandi dagskrá á leikdegi og leyfum við henni að fljóta með þessari tilkynningu. 
Meira

Opið hús í Oddfellowhúsinu á Sauðárkróki á laugardaginn

Laugardaginn 26. apríl milli kl. 14 og 16 verður opið hús í Oddfellowhúsinu að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Þar verður hægt að skoða húsakynnin og þiggja léttar veitingar ásamt því að hægt verður að kynnast starfi Oddfellowreglunar.
Meira

Opið fyrir umsóknir í Slipptöku Driftar EA 2025

Drift EA er að fara af stað með mjög spennandi nýsköpunarprógramm fyrir frumkvöðla og teymi með þróaðar hugmyndir. Um er að ræða fjórar vinnustofur sem endar á kynningu – og getur opnað leið fyrir þátttakendur inn í Hlunninn, ársprógramm með fjármagni, ráðgjöf og stuðningi. Drift EA hefur opnað fyrir umsóknir í Slipptökuna (e. Test Drive) 2025. Í Slipptökunni felast fjórar kraftmiklar vinnustofur fyrir frumkvöðla og teymi með hugmyndir sem eru tilbúnar á næsta stig. Slipptakan endar á formlegri kynningu verkefnanna þar sem valin verkefni komast áfram í Hlunninn.
Meira

Afmælishátíð Hollvinasamtaka HSB

Þann 19. apríl voru 20 ár frá stofnun Hollvinasamtaka HSB. Að því tilefni verður efnt til afmælishátíðar í húsakynnum HSN á Blönduósi, næstkomandi sunnudag 27. apríl kl. 13:00-16:00.
Meira