Fréttir

Landsmót Samfés á Blönduósi gekk framar öllum vonum

Mikið var um að vera á Blönduósi sl. helgi þegar Landsmót Samfés var haldið. Þetta var ekki fyrsta landsmót Samfés sem haldið er á Blönduósi því fyrsta landsmótið fór fram þar árið 1990. Að sögn Kristínar Ingibjargar Lárusdóttur, menningar-, Íþrótta-, og tómstundafulltrúa Húnabyggðar, var stemningin frábær og mikið líf og fjör í bænum alla helgina.
Meira

Fræðsluviðburðir um sniglarækt

Eimur hefur hrundið af stað verkefninu „Sniglarækt, sjálfbær nýting glatvarma“, sem hefur það meginmarkmið að kynna og innleiða sniglarækt sem raunhæfan, sjálfbæran og nýskapandi valkost fyrir bændur, frumkvöðla og aðra áhugasama um sjálfbæra nýsköpun í landbúnaði á Íslandi. Fræðslufundir ver'a á Hvammstanga 14. október og á Sauðárkróki 15. október.
Meira

Spáð vonskuveðri á Öxnadalsheiði í kvöld

Kröpp lægð gengur nú yfir landið og gulum veðurviðvörunum hefur verið skellt á sunnan- og vestanvert landið þar sem reiknað er með að vindur verði snarpari en hér norðanlands. Engu að síður er gert ráð fyrir roki og rigningu hér á Norðurlandi vestra þó reikna megi með að Skagfirðingar fái heldur meira af bleytunni en Húnvetningar.
Meira

Aukatónleikar Jólin Heima komnir í sölu

Uppselt er orðið á kvöldtónleika Jólin Heima sem fram fara þann 6. desember í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Tónleikahaldarar hafa því dottið niður á þá snilldarhugmynd að bæta við aukatónleikum og hefjast þeir kl. 17:00 og að sjálfsögðu verður sama sjóið í boði á aukasýningunni – full keyrsla og allir í jólastuði!
Meira

IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 í Laugardalshöll

Dagana 9. til 11. október verður IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 haldin í Laugardalshöll. Iðnaður á Íslandi er afar fjölþættur og skapar um 41% útflutningstekna þjóðarinnar. IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 endurspeglar þessa breidd og verður hún með stærri sýningum hér á landi en á annað hundrað fyrirtæki kynna vörur og þjónustu.
Meira

Dregið í VÍS bikar

Dregið hefur verið í  32 liða úrslit VÍS bikars karla. Leika á dagana 19.-20. október en þegar ljóst var að Höttur tæki á móti Tindastól kom það fram að leikur skyldi fara fram 26.-27. október vegna þátttöku Tindastóls í ENBL deildinni.  
Meira

Hálka á heiðum

Það var nánast tími fyrir hið alíslenska föðurland í morgun, jaðraði við að það væri slydda í byggð og hiti víðast hvar rétt ofan við frostmark hér á Norðurlandi. vestra. Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður svalt fram yfir hádegi en þá mjakast hitamælirinn upp á við og sólin hrekur úrkomuna burtu. Ferðalangar ættu að hafa það í huga að hálka er á fjallvegum og jafnvel éljagangur ef ekki hreinlega snjókoma.
Meira

Kristján Eiríksson áttræður og stórvirki um Drangey í prentun

Skagfirðingurinn Kristján Eiríksson fræðimaður fagnar nú á haustmánuðum áttræðisafmæli en hann er fæddur á Fagranesi á Reykjaströnd 19. nóvember 1945. Kristján hefur á langri ævi dregið saman efni til Drangeyjarsögu sem kemur út á komandi vetri.
Meira

Basile baneitraður í blálokin á Hlíðarenda

Tindastólsmenn skiluðu sér loks til landsins á laugardagskvöld eftir hetjuframmistöðu í Bratislava. Ekki komust strákarnir norður í Skagafjörð því Valsmenn biðu þeirra á Hlíðarenda í frestuðum leik sem fram átti að fara á laugardag. Hann var spilaður í kvöld og ef einhver þurfti á því að halda að láta reyna á gömlu góðu pumpuna þá brugðust þessir gömlu fjendur ekki. Úr varð naglbítur og réðust úrslitin á lokasekúndunum. Lokatölur 85-87.
Meira

Myndir frá réttarstörfum og smalamennsku í Húnaþingi

Það styttist óðfluga í fyrsta vetrardag en við getum nú varla verið annað en þakklát fyrir að mestu yndælt sumarveður sem oftar en ekki var bæði stillt og milt. Ef veðurspár næstu daga eru skoðaðar er ekki annað að sjá en að sæmilega milt veður sé í kortunum og skríður jafnvel yfir tíu gráðurnar um helgiina. Smalamennsku er að mestu lokið og almenn réttarstörf en Feykir falaðist eftir myndum hjá Eydísi Ósk sem myndaði af lipurð smalamennsku og réttarstörf á Vatnsnesinu.
Meira