Aksturstími skólabifreiða lengdur um 40 mínútur á dag
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
23.09.2019
kl. 11.57
Aksturstími skólabifreiða um Vesturhóp hefur nú verið lengdur um 20 mínútur á hvorri leið að því er kemur fram í tilkynningu frá Grunnskóla Húnaþings vestra í morgun. Ástand vegarins er nú þannig að ekki er mögulegt að aka veginn nema mjög rólega og mun lengingin vara þar til lagfæringar hafa verið gerðar á veginum. Við þetta lengist heildartíminn sem skólabörn á svæðinu þurfa að vera í bílnum um 40 mínútur á dag.
Meira