Menn sáu rautt í Lengjubikarnum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.03.2019
kl. 21.16
Það var skemmtileg nýbreytni að mæta á fótboltaleik á Sauðárkróksvöll í byrjun mars en sú var raunin í dag. Það voru lið Tindastóls og Reynis Sandgerði sem leiddu saman gæðinga sína í Lengjubikarnum og lengi vel leit út fyrir að lið Tindastóls færi með öruggan sigur af hólmi. Það reyndist hins vegar seigt í Sandgerðinum og jöfnuðu þeir leikinn, 3–3, með afar umdeildu marki þegar skammt var eftir. Sáu þá margir Tindastólsmanna rautt en aðeins einn fékk að líta rauða spjaldið hjá dómaranum.
Meira