Fréttir

Menn sáu rautt í Lengjubikarnum

Það var skemmtileg nýbreytni að mæta á fótboltaleik á Sauðárkróksvöll í byrjun mars en sú var raunin í dag. Það voru lið Tindastóls og Reynis Sandgerði sem leiddu saman gæðinga sína í Lengjubikarnum og lengi vel leit út fyrir að lið Tindastóls færi með öruggan sigur af hólmi. Það reyndist hins vegar seigt í Sandgerðinum og jöfnuðu þeir leikinn, 3–3, með afar umdeildu marki þegar skammt var eftir. Sáu þá margir Tindastólsmanna rautt en aðeins einn fékk að líta rauða spjaldið hjá dómaranum.
Meira

Stólastúlkur með flottan sigurleik í Njarðvík

Kvennalið Tindastól átti einn sinn besta leik í vetur þegar liðið sótti Njarðvík heim í gærkvöldi í næst síðasta leik sínum í 1. deild kvenna. Stólastúlkur náðu forystunni snemma leiks og héldu haus allan leikinn þrátt fyrir að heimastúlkur jöfnuðu leikinn nokkrum sinnum. Lokatölur í Njarðvík voru 63-69 fyrir Tindastól.
Meira

Rækjur á salati, nautabuff og eplakaka frá mömmu

Matgæðingar vikunnar í 9. tbl. Feykis 2017 voru þau Bryndís Bjarnadóttir og Ágúst Jónsson á Ytra-Skörðugili. Þau buðu upp á rækjuforrétt með sterkri sósu, sinepskryddað nautabuff í aðalrétt og að lokum ljúffenga eplaköku í eftirrétt. „Ég er heimilisfræðikennari í Varmahlíðarskóla og hef áhuga á matseld en húsbóndinn sér um að grilla. Forrétturinn er mjög góður á hlaðborð og eplakakan er uppskrift frá móður minni og var mjög oft á sunnudögum á mínu æskuheimili. Hún er líka vinsæl á okkar heimili,“ segir Bryndís.
Meira

Fyrsti samningur um NPA undirritaður hjá Svf. Skagafirði

Gunnar Heiðar Bjarnason var á dögunum fyrsti einstaklingurinn til að skrifa undir samning hjá Fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) eftir að reglugerðin var lögfest 1. október 2018, með samþykkt nýrra laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.
Meira

Tækifærin á landsbyggðinni - Áskorendapistill Sveinbjörg Pétursdóttir Hvammstanga

Fólksflótti af landsbyggðinni er eitthvað sem við heyrum reglulega í umræðunni. Þá virðist þetta einnig vera skilgreint sem vandamálið að halda unga fólkinu í heimabyggð. Umræðan er gjarnan á þá leið að við þurfum að halda unga fólkinu á svæðinu, halda því hérna í framhaldsskóla, háskóla og þar fram eftir götunum til að auka líkur á því að þau vilji búa á svæðinu þegar fullorðinslífið er tekið við.
Meira

Flottur árangur í lestrarátaki

Krakkarnir í Grunnskóla Húnaþings vestra tóku þátt í lestrarátaki í janúar. Markmiðið var að lesa upphátt heima í að minnsta kosti tíu mínútur á dag. Allir nemendur bekkjarins tóku virkan þátt í átakinu og lásu margir mun meira. Samanlagt vörðu nemendur 6. bekkjar 5103 mínútum í lestur á þeim rúmu þremur vikum sem átakið stóð yfir.
Meira

Verjum sérstöðu landsins

Nú hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birt drög að frumvarpi til að bregðast við niðurstöðu EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir á fersku kjöti til landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimildum til innflutnings á hráu ófrosnu kjöti og ógerilsneiddum eggjum. Frumvarpið hefur hvorki verið lagt fyrir ríkisstjórn eða stjórnarflokka. Það er enn í vinnslu hjá ráðuneyti en opnað hefur verið á samráð um frumvarpið í gegnum samráðsgátt stjórnvalda.
Meira

Tillaga að verndarsvæði í byggð á Hofsósi

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 12. desember síðastliðinn að leggja fram tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan þéttbýlisins á Hofsósi. Svæðið sem um ræðir eru bæjarkjarnarnir Plássið og Sandurinn sem afmarkast af Brekkunni að norðan, af brekkubrún Bakkans að austan og sjó og hafnargarði að sunnan og vestan, samtals um 3 ha að stærð.
Meira

Brains for Europe :: Erasmus+ styrkur til Blönduskóla

Blönduskóli fékk styrk til þess að taka þátt í Erasmus+ verkefni sem heitir „Brains for Europe. Með Erasmus+ gefst menntastofnunum og aðilum sem sinna menntun á öllum skólastigum tækifæri til að auka alþjóðavæðingu í skólastarfi, miðla eigin reynslu og sækja þekkingu til annarra Evrópulanda. Markmið verkefnisins Brains for Europe er að kynna nám í taugavísindum í grunnskólum og með því að kenna börnum á aldrinum 12 og 16 ára hvernig heilinn virkar og hvernig þau geta nýtt sér þessa visku til þess að bæta sig í námi.
Meira

Fjórir Skagfirðingar í U21-landsliðshópi LH

Landssamband hestamannafélaga (LH) kynnti U21 landsliðshóp LH í gær og er það annað skrefið sem LH tekur í breyttum áherslum í afreksmálum en nýlega var kynntur landsliðshópur LH í flokki fullorðinna. Fjögur skagfirsk ungmenni prýða sextán manna hópinn sem samanstendur af afreksknöpum í fremstu röð í hestaíþróttum hérlendis, 16-21 árs.
Meira