Gott ástand í Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
18.09.2019
kl. 12.09
Íbúum í Húnaþingi vestra hefur fjölgað um 22 frá síðastliðnum áramótum og í sveitarfélaginu er minnst fækkun barna í dreifbýli á landinu. Þetta kemur fram í viðtali við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra, í Morgunblaðinu í dag. Talsvert er um að verið sé að byggja íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu, jafnt á Hvammstanga sem í dreifbýlinu og athygli hefur vakið að ungt fólk er að taka við búskap á allmörgum bæjum sem endurspeglast í þjónustu sem snýr að ungu fólki s.s. skólum og íþróttaaðstöðu.
Meira