Fréttir

Gott ástand í Húnaþingi vestra

Íbúum í Húnaþingi vestra hefur fjölgað um 22 frá síðastliðnum áramótum og í sveitarfélaginu er minnst fækkun barna í dreifbýli á landinu. Þetta kemur fram í viðtali við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra, í Morgunblaðinu í dag. Talsvert er um að verið sé að byggja íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu, jafnt á Hvammstanga sem í dreifbýlinu og athygli hefur vakið að ungt fólk er að taka við búskap á allmörgum bæjum sem endurspeglast í þjónustu sem snýr að ungu fólki s.s. skólum og íþróttaaðstöðu.
Meira

Verklok við Sundlaug Sauðárkróks dragast um 6 til 8 mánuði

Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær var tekin fyrir fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa VG og óháðra um stöðu framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks. Fyrirspurnin og svör við henni hefur verið birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Meira

Margrét Rún og Marsilía á hæfileikamóti KSÍ

Þær Margrét Rún Stefánsdóttir, og Marsilía Guðmundsdóttir úr Tindastól hafa tekið þátt í fjölmörgum hæfileikamótum hjá KSÍ undanfarin tvö ár. Um síðustu helgi voru þær valdar til þess að fara suður yfir heiðar og spila nokkra leiki í Kórnum með u.þ.b. 60 öðrum stelpum úr ýmsum liðum af öllu landinu. Báðar eru þær 14 ára og eiga því möguleika á að vera valdar í U15.
Meira

Sýndarveruleiki í markaðssetningu

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, opna formlega verkefnið Digi2Market með ráðstefnu um stafrænar lausnir í Menningarhúsinu Miðgarði miðvikudaginn 25. september kl. 13:00. Markmið ráðstefnunnar er að kynna verkefnið og möguleika sýndarveruleika þegar kemur að markaðssetningu. Sagt er frá þessu á vef SSNV.
Meira

Stelpurnar í körfunni undirbúa sig fyrir átök vetrarins

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls og stjórn körfuboltadeildar mættu sl. sunnudag í sýndarveruleikasýningu 1238 – Baráttan um Ísland á Sauðárkróki sem á dögunum bættist í hóp samstarfsaðila deildarinnar. Á Faebooksíðu 1238 segir að auk þess að kynna sér Sturlungaöldina og gæða sér á veitingum á Gránu Bistro prufuðu leikmenn nýjan leiktækjasal þar sem m.a. er hægt að spila litbolta og prófa ýmiskonar tölvuleiki.
Meira

Níunda brautin skemmd eftir spól og spæn

Það var ljót aðkoma golfara að níundu brautinni á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki í gær en þá blasti við þeim uppspændur völlurinn. Skemmdarvargar höfðu þá verið á ferð á bíl voru búnir að spóla upp svæðið framan við flötina.
Meira

Heilsudagar á Blönduósi

Heilsuhópurinn á Blönduósi boðar til heilsudaga sem haldnir verða á Blönduósi dagana 23. - 28. september í þeim tilgangi að efla hreyfingu og heilbrigt líferni innan sveitarfélagsins. Hópurinn mun leita eftir samstarfi við íþróttafélögin en auk þess mun Kjörbúðin gefa ávexti sem boðið verður upp á í íþróttamiðstöðinni og Hjartavernd verður með ókeypis heilsufarsmælingu á HSN á Blönduósi.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í styrktarsjóð USVH

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga auglýsir eftir umsóknum vegna seinni úthlutunar úr Styrktarsjóði USVH 2019. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á hverju ári, í apríl og nóvember, og er tilgangur hans að styrkja afreksfólk, afreksefni og afrekshópa til æfinga og keppni.
Meira

Glænýir Svartuggar Gísla Þórs komnir út

Út er komin ljóðabókin Svartuggar sem er 7. ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar á Sauðárkróki. Hann segir að við vinnslu bókarinnar hafi verið lagt upp með fiskaheiti og ýmsar upplýsingar um líferni fiska, útlit þeirra og atferli í sjónum. Það speglast svo við baráttu mannfólksins við hina ýmsu andlegu kvilla sem þjóðfélagið býður upp á.
Meira

Húnvetningar enduðu í fjórða sæti 4. deildar

Á laugardag mættust lið Kormáks/Hvatar og Hvíta riddarans í leik um bronsverðlaunin í 4. deild. Leikurinn fór fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og ekki fór bronsið norður því það voru Mosfellingarnir sem höfðu betur og sigruðu 4-3.
Meira