Garnaveiki í Fljótum
feykir.is
Skagafjörður
21.09.2019
kl. 00.55
Garnaveiki hefur verið staðfest á bænum Brúnastöðum í Fljótum en garnaveiki hefur ekki greinst í Tröllaskagahólfi frá árinu 2008. Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum, en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum sem garnaveiki greinist á gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreifingu.
Meira