Fréttir

Garnaveiki í Fljótum

Garnaveiki hefur verið staðfest á bænum Brúnastöðum í Fljótum en garnaveiki hefur ekki greinst í Tröllaskagahólfi frá árinu 2008. Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum, en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum sem garnaveiki greinist á gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreifingu.
Meira

Dýrmæt viðskipti fyrir Skagafjörð

Það er ástæða til þess að óska FISK Seafood og Kaupfélagi Skagfirðinga til hamingju með ávinning af nýlegri sölu sinni á hlutabréfum í Brimi. Aðallega er þó ástæða til þess að fagna því hvað þessi viðskipti færa mikil verðmæti aftur heim í hérað.
Meira

Handverk, hönnun og gott í gogginn í Hlíðarbæ

Nú um helgina verður efnt til veglegrar handverks- og hönnunar- og matarveislu í Hlíðarbæ, rétt norðan við Akureyri. Þar munu handverksfólk og hönnuðir kynna vöru sína og vefverslanir og bændur bjóða vöru til sölu BEINT FRÁ BÝLI. Einnig verður kór Möðruvallaklausturskirkju með veglegan kökubasar
Meira

Laxveiði lýkur senn

Nú fer veiði senn að ljúka í laxveiðiám landsins og nú þegar hafa nokkrar ár skilað inn lokatölum. Sem fyrr er veiðin mun tregari í sumar en undanfarið í flestum húnvetnsku ánum en þó hafa Laxá á Ásum og Hrútafjarðará/Síká skilað fleiri löxum nú en allt sumarið í fyrra.
Meira

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fagnar 40 ára afmæli sínu

Á morgun, laugardaginn 21. september, mun Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra halda upp á 40 ára afmæli skólans. Af því tilefni eru allir velunnarar skólans boðnir velkomnir til afmælisdagskrár sem hefst á sal Bóknámshúss skólans kl. 13:00. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á opið hús í öllu húsnæði skólans kl. 14:00-15:30.
Meira

Vatnsdalsvegi lokað vegna vatnavaxta

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar kemur fram að Vatns­dals­vegi hef­ur verið lokað við bæ­inn Hjalla­land vegna vatna­vaxta. Á vefnum kemur fram að skemmd­ir vegna vatna­vaxta séu all­víða, ekki síst á Vest­fjörðum og Vest­ur­landi.
Meira

Tilboð opnuð í lagningu ljósleiðara um Vatnsnes og Vesturhóp

Nýlega voru tilboð opnuð í lagningu ljósleiðara um Vatnsnes og Vesturhóp. Tíu aðilar sóttu útboðsgögn og skiluðu sjö inn tilboðum. Á fundi veituráðs Húnaþings vestra þann 17. september sl. var lagt til að gengið verði til samninga við Vinnuvélar Símonar ehf. á Sauðárkróki sem áttu lægsta tilboð í bæði verkin.
Meira

Ný brunavarnaáætlun tekur gildi í Skagafirði

Brunavarnaáætlun Brunavarna Skagafjarðar var undirrituð í gær á slökkvistöðinni Sauðárkróki en hún hefur verið í vinnslu um allnokkurt skeið. Brunavarnaáætlun leggur til upplýsingar um hvernig slökkviliðið er mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað til að takast á við þau verkefni sem því eru falin í sveitarfélaginu.
Meira

Stærsti fótboltaleikurinn í sögu Tindastóls í kvöld

Síðasta umferðin í Inkasso-deild kvenna fer fram í kvöld og ef blaðamanni skjátlast ekki þá er þetta í fyrsta sinn í sögu Tindastóls sem meistaraflokkslið félagsins á möguleika á að tryggja sér sæti í efstu deild í lokaumferð Íslandsmótsins. Leikurinn fer fram á gervigrasinu á Króknum, hefst kl. 19:15, og eru stuðningsmenn Stólastúlkna hvattir til að fjölmenna. Frítt er á völlinn í boði Þórðar Hansen ehf.
Meira

Hættum að mismuna eftir afmælisdögum

Í dag er ungu fólki mismunað eftir því hvenær á árinu það er fætt. Ungu fólki sem fylgst hefur að í gegnum grunnskóla, tekið þátt í félagsstarfi saman og eru álitnir jafningar í augum samfélagsins. Mismununin fellst í því að veita kosningarétt miðað við afmælisdag en ekki við ár. Ef að einstaklingar eru taldir jafnir í samfélaginu, af hverju eru þeir það ekki þegar kemur að því að kjósa fulltrúa þeirra í lýðræðislegum kosningum?
Meira