Yfirlögregluþjónn ósáttur vegna fyrirspurna um kvörtun á hans hendur
feykir.is
Skagafjörður
19.09.2019
kl. 15.50
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra skrifar í færslu á Facebooksíðu sinni um mál sem er í gangi og hefur verið síðan síðasta vetur er varðar kvörtun manns sem heimsótti hann á lögreglustöðina á Sauðárkróki. Eftir nokkurt þref þeirra á milli yfirgaf maðurinn skrifstofuna mjög ósáttur. Í kjölfarið barst erindi frá nefnd um eftirlit um störf lögreglu þar sem fram kom að kvörtun hafi borist frá manninum þess efnis að Stefán Vagn væri að misnota aðstöðu sína á lögreglustöðinni til að ræða málefni sveitarfélagsins og embættið beðið um afstöðu til kvörtunarinnar. Lesa má úr færslu Stefáns, þar sem fjölmiðlafólk sé farið að spyrjast fyrir um málið, að einhver tenging sé við mál embættis Ríkislögreglustjóra sem verið hefur í fréttum undanfarið.
Meira