Fréttir

Fyrirhugað að auka urðun í Stekkjarvík

Byggðasamlagið Norðurá bs undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar aukningar á árlegu magni til urðunar á urðunarstaðnum í Stekkjarvík í landi Sölvabakka, utan við Blönduós. Norðurá leigir landið í Stekkjarvík af landeigendum Sölvabakka og gildir leigusamningurinn til ársins 2038. Urðað hefur verið á svæðinu síðan 2011.
Meira

Öryggisþjónusta í uppnámi

Eitt hinna mikilvægustu samfélagsverkefna er heilbrigðisþjónusta en hún hefur þróast á ýmsa vegu á Íslandi á undanförnum áratugum. Einstaka þættir hennar hafa sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónarmiða og þar má nefna sjúkraflutninga í landinu. Félagar í Rauða Krossinum hófu sjúkraflutninga í sjálfboðaliðavinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn.
Meira

Karl og Theodór sigursælir

Meistaramót öldunga í frjálsíþróttum innan húss var haldið í Laugardalshöllinni helgina 16.-17. febrúar. Keppendur á mótinu nú voru 65. Tveir keppendur kepptu undir merkjum UMSS, feðgarnir Karl Lúðvíksson og Theodór Karlsson og gerðu það gott, unnu til sjö gullverðlauna, einna silfurverðlauna og einna bronsverðlauna.
Meira

Vel heppnað námskeið í viðburðastjórnun

Námskeið í viðburðastjórnun sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra stóðu fyrir og haldið var á Blönduósi sl. mánudag var prýðilega sótt, að því er segir á vef samtakanna. Námskeiðið var ætlað öllum þeim sem eru að skipuleggja og halda utan um stóra og smáa viðburði og langar til þess að sækja sér viðbót í verkfærakistuna sína.
Meira

Verðlaun fyrir skil á merktum hrognkelsum

BioPol ehf. á Skagaströnd hefur um langt árabil haft samstarf við Hafrannsóknastofnun um merkingar á hrognkelsum. Á síðasta ári voru fiskar merktir með tvennum hætti, annars vegar um 200 fiskar á hefðbundinni veiðislóð inni á Húnaflóa og hins vegar um 290 ungir fiskar í alþjóðlegum makrílleiðangri norður og suður af Íslandi og við austurströnd Grænlands.
Meira

Konur hvattar til að panta tíma í krabbameinsskoðun

Nú hefur Leitarstöð Krabbameinsfélagsins breytt boðunum í skoðanir hjá sér og hefur heilbrigðisstarfsfólk áhyggjur af því að það kunni að hafa áhrif á það að konur bóki sig í væntanlega hópskoðun sem fram fer á Sauðárkróki 11. - 14. mars nk. Krabbameinsfélagið hefur sett af stað tilraunaverkefni sem felst í því að bjóða þeim konum sem verða 23 ára og 40 ára á árinu 2019 gjaldfrjálsa skimun fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstakrabbameini á vegum Leitarstöðvarinnar.
Meira

Endurnýjun samstarfssamnings um Landgræðsluskóga

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skógræktarfélag Íslands, Landgræðslan og Skógræktin hafa endurnýjað samning um rekstur og framkvæmd Landgræðsluskóga til næstu fimm ára. Samningurinn felur í sér ýmis ákvæði varðandi framkvæmd Landgræðsluskóga s.s. að Skógræktarfélag Íslands vinni áætlun sem að lágmarki skilgreinir markmið, tegundaval og afmörkun svæða til gróðursetningar.
Meira

Erill hjá Brunavörnum Skagafjarðar

Rétt eftir miðnætti í fyrrinótt eða um kl. 00:40 var óskað eftir aðstoð slökkviliðs Brunavarna Skagafjarðar í Norðurárdal í Skagafirði, vegna elds sem logaði í vöruflutningabifreið af minni gerðinni. Var bifreiðin alelda þegar komið var á vettvang og allt ónýtt sem í henni var. Samkvæmt Facebooksíðu slökkviliðsins voru tveir einstaklinar í bifreiðinni en varð þeim ekki meint af. Eldsupptök eru ókunn.
Meira

3. flokkur kvenna selur Bláa naglann

Á morgun, fimmtudag og fram til sunnudagsins 3. mars, munu stelpurnar í 3. flokki kvenna Tindastóls í fótbolta ganga í hús á Sauðárkróki og selja Bláa naglann, sem er tákn vitundarvakningar karlmanna með krabbamein. Einnig verða stúlkurnar í Skagfirðingabúð frá klukkan 16-19 bæði fimmtudag og föstudag. Safnað er fyrir skimunarprófum fyrir ristilkrabbameinum og samfélagssjóð um erfðarannsóknir.
Meira

Var heltekinn af Bruce Springsteen í nokkur ár / ÓSKAR ÖRN

Nú er komið að því að Óskar Örn Óskarsson læknir í Reykjavík treysti lesendum fyrir tón-lyst sinni. Óskar er fæddur 1973, sonur Óskars Jónssonar læknis og Aðalheiðar Arnórsdóttur sjúkraliða. Hann ólst upp á Sauðárkróki frá sex ára aldri, fyrst með búsetur í Læknisbústaðnum og síðar Túnahverfinu. Nú býr hann í Vesturbænum í Reykjavík.
Meira