Stjórnvöld hvött til að leggja áform um þjóðgarð á miðhálendinu til hliðar
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
03.12.2019
kl. 10.50
Byggðarráð Húnaþings vestra lagði fram bókun á fundi sínum í gær þar sem stjórnvöld eru eindregið hvött til þess að leggja til hliðar fyrirliggjandi áform um lagasetningu vegna stofnunar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Bendir byggðarráð á að fjölmörg sveitarfélög hafa gert verulegar athugasemdir við eða hafnað alfarið framkomnum tillögum nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, sem kynntar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda.
Meira
