Fyrirhugað að auka urðun í Stekkjarvík
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
01.03.2019
kl. 09.29
Byggðasamlagið Norðurá bs undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar aukningar á árlegu magni til urðunar á urðunarstaðnum í Stekkjarvík í landi Sölvabakka, utan við Blönduós. Norðurá leigir landið í Stekkjarvík af landeigendum Sölvabakka og gildir leigusamningurinn til ársins 2038. Urðað hefur verið á svæðinu síðan 2011.
Meira