Fréttir

Hvaðan kemur skáldskapurinn?

Oddvitar meirihluta lögðu fyrir mig spurningu í grein sinni á Feyki.is þann 12. september síðastliðinn. Ég skorast að sjálfsögðu ekki undan því að svara spurningunni sem þó virðist hafa það helsta hlutverk að beina umræðunni frá kjarna málsins.
Meira

Lætur Guðrúnu frá Lundi passa upp á hámarkshraðann

Ingunn Ásdís Sigurðardóttir var viðmælandi í Bók-haldinu í 39. tbl. Feykis 2018. Ingunn, sem titlar sig sem sérkennara á eftirlaunum, móður, ömmu, vinkonu og margt fleira, hefur lengi verið búsett á Sauðárkróki og starfað sem sérkennari við Árskóla. Ingunn segir lestrarvenjur sínar hafa tekið talsverðum breytingum í tímans rás og listinn yfir lesefni hennar er afar fjölbreytilegur enda segist hún eiga þó nokkur hundruð bóka í bókahillum heimilisins.
Meira

Lýsa furðu sinni á því að ekki hafi verið látið reyna á nýjan samning um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra

Byggðaráð Blönduósbæjar harmar bókun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, frá 9. september sl., um að enda það samstarf sem verið hefur í 20 ár á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðs fólks, sérstaklega þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður hefur í því samstarfi á síðustu árum verið svokallað „Leiðandi sveitarfélag“ og því hefur stór hluti fagþekkingar og þjónustu verið byggður upp í Skagafirði. Þetta kemur fram í bókun ráðsins sl. fimmtudag.
Meira

Góða og gáfaða fólkið - Áskorendapenninn Helga Rún Jóhannsdóttir Bessastöðum

Það er til fullt af fólki í heiminum, og enginn eins. En nánast allir eiga eitthvað eitt sameiginlegt, þó ekki endilega það sama. Það var mörgum sem fannst „Game of thrones“ skemmtilegt, aðrir sem finnst gólf skemmtilegt og einhverjir eru með blá augu. En það er til hópur af fólki (og örugglega nokkrir) sem kallar sig ekki hóp því þau auglýsa sig ekki og hafa ekkert sameiginlegt áhugamál.
Meira

Sigur í síðasta heimaleiknum

Þeir voru í það minnsta þrír Kárarnir sem heiðruðu Sauðárkróksvöll með nærveru sinni í dag þegar Tindastóll lék síðasta heimaleik sinni í 2. deildinni í bili. Það var nefnilega lið Kára frá Akranesi sem var andstæðingur Tindastóls, í liði Kára var Eggert Kári og svo var það Kári vindur sem setti kannski mest mark sitt á leikinn því það var bæði rok og rigning á meðan hann fór fram. Tindastólsmönnum tókst að leggja gestina að velli og sigruðu 3-2.
Meira

Að vera með „vitlausar skoðanir“

Á tímum samfélagsmiðla og stöðugrar tækniþróunar hinnar svokölluðu fjórðu iðnbyltingar ætti það að vera orðið auðveldara að ná til ungs fólks, og vekja áhuga þeirra á stjórnmálum og pólitískri umræðu. Ég efast ekki um að fjöldi ungmenna hafi áhuga, myndar sér skoðanir og hafi kröftugan vilja til þess að taka þátt í flokksstarfi af einhverju tagi, eða vera virkt í félagsstarfi utan stjórnmálaflokka.
Meira

Haustlegur matur

Þáttur þessi birtist áður í 35. tbl. Feykis 2017: Nú stendur sláturtíðin sem hæst og þá er tilvalið að verða sér úti um ódýrt hráefni sem hægt er að matreiða dýrindis rétti úr. Í hugum margra eru lifur og hjörtu ekki beint kræsilegur matur en tilfellið er að úr þeim má útbúa hina fjölbreytilegustu rétti eins og uppskriftirnar sem hér fylgja bera með sér.
Meira

Draumurinn lifir!

Já! „Dömur mínar og herrar. Draumurinn lifir!“ segir Jónsi, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls, á Facebook í kvöld. Draumurinn um að komast upp í Pepsi Max, úrvalsdeildina í kvennaboltanum. Þegar ein umferð er eftir er lið Tindastóls aðeins tveimur stigum á eftir liði FH sem situr í öðru sæti Inkasso-deildarinnar og ef Hafnfirðingarnir misstíga sig í lokaumferðinni þá gætu Stólastúlkur vaknað upp við þann ótrúlega veruleika að leika í efstu deild næsta sumar. Stelpurnar spiluðu við ÍR í kvöld í Breiðholtinu og unnu öruggan 0-4 sigur.
Meira

Séríslenskur rostungsstofn sem hvarf við landnám

Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta skipti staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningum á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. Veiðar á rostungum og verslun með afurðir þeirra, skögultennur, húðir og lýsi, eru líklegir orsakavaldar að útrýmingu dýranna. Aðrir þættir, einkum hlýnandi loftslag og eldgos, gætu hafa ýtt undir eyðingu tegundarinnar á Íslandi. Þessar niðurstöður eru meðal fyrstu hugsanlegra dæma um ofnýtingu á sjávarlífverum.
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar styrkjum

Síðastliðinn þriðjudag fór fram afhending styrkja úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni voru veittir styrkir til 27 verkefna eða eins og Bjarni Maronsson sagði í ávarpi til gesta: „Viðurkenning fyrir það sem þið eruð að vinna til þess að gera lífið skemmtilegra og litríkara." Í stjórn Menningarsjóðs sitja fimm manns, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Bjarni Maronsson, Einar Gíslason, Efemía Björnsdóttir og Inga Valdís Tómasdóttir.
Meira