Fréttir

Upplýsingafundur knattspyrnudeildar Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls stendur fyrir upplýsingafundi fyrir foreldra, iðkendur og velunnara deildarinnar þriðjudaginn 17 .september, kl. 19:30 í matsal Árskóla. Til umræðu verða þjálfaramál, kennslufræði og þjálfunaraðferðir næsta tímabil.
Meira

Rúnar Már mætir á Old Trafford

Það er óhætt að fullyrða að einn af draumum skagfirsku knattspyrnukempunnar Rúnars Más Sigurjónssonar sé við það að rætast en Rúnar, sem spilar sem atvinnumaður með liði Astana frá Kasakstan, mun að öllu óbreyttu skeiða um Old Trafford leikvanginn í Manchester eftir viku. Lið Rúnars er í sama riðli og Manchester United í Evrópu-deildinni í knattspyrnu og liðin mætast í Englandi þann 19. september nk.
Meira

Kormákur/Hvöt féll á síðustu hindruninni

Lið Kormáks/Hvatar mátti bíta í það súra epli að lúta í ískalt grasið á Þorlákshafnarvelli í gærkvöldi í síðari viðureign sinni við lið Ægis í fjögurra liða úrslitum 4. deildar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Blönduósi á laugardaginn en heimamenn í Þorlákshöfn byrjuðu leikinn frábærlega í gær og voru komnir með K/H upp að vegg eftir átta mínútna leik. Það fór svo að Ægir hafði betur, 3-0, og draumur Húnvetninga um sæti í 3. deildinni því úti að sinni.
Meira

Æfingaleikir Tindastóls bæði í 1238 og í Síkinu – eða þannig

Sýndarveruleikasýningin á Sauðárkróki, 1238 – Baráttan um Ísland, hefur bæst í hóp samstarfsaðila körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Til að innsigla það var meistaraflokki karla og stjórn KKD boðið í hópefliskvöld í Gránu sl. sunnudag og á komandi vikum mun meistaraflokkur kvenna koma í samskonar dagskrá.
Meira

Karólína í Hvammshlíð með nýtt dagatal - Að þessu sinni með dráttarvél

Í fyrrahaust gerðist það ótrúlega að ljósmyndadagatalið Karólínu í Hvammshlíð gerði henni kleift að kaupa dráttarvél. Svo leið veturinn og sumarið og margir hvöttu Karólínu að búa til aðra útgáfu. Hún ákvað að láta slag standa, ekki síst til að sýna hvernig Zetorinn 7245, árgangur 1990, stendur sig í hversdagsverkum uppi í fjöllunum.
Meira

Bekkur í brekkunni

Eins og glöggir vegfarendur hafa vafalaust rekið augun í hefur verið komið fyrir bekk í brekkunni hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar er sagt frá því að fyrirspurn hafi borist til sveitarfélagsins varðandi það hvort ekki mætti setja niður bekk á þennan stað og fylgdi fyrirspurninni að einstaklingar sem nýta sér þjónustu dagdvalar aldraðra fari iðulega þessa leið og gott væri að geta hvílt sig á leiðinni upp brekkuna þar sem hægt væri að njóta útsýnisins.
Meira

Látum tækifærin ekki fara framhjá okkur

Þann 8. september sl. birti Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar grein á feykir.is þar sem farið var yfir stöðu mála er varðar framkvæmdir við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki, húsnæði sem nú hýsir glæsilega sýningu 1238.
Meira

Íbúar á Vatnsnesi hyggja á aðgerðir

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra sl. mánudag kynnti Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir sem búsett er á Sauðadalsá á Vatnsnesi, aðgerðir sem íbúar þar hyggjast standa fyrir í þeim tilgangi að berjast fyrir vegabótum á Vatnsnesvegi.
Meira

Vantar leiðir til að fullvinna afurðir heima í héraði

Á stórfundi íbúa á Norðurlandi vestra sem haldinn var í Miðgarði í síðustu viku í tengslum við vinnu við gerð nýrrar sóknaráætlunar var lögð mikil áhersla á að finna þurfi leiðir til að fulllnýta afurðir heima í héraði. Þetta var síðasti fundurinn sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, boða til fyrir gerð nýrrar sóknaráætlunar sem unnið hefur verið að frá því í vor. Var fundurinn vel sóttur og þar komu fram margar góðar hugmyndir um framtíðarsýn landshlutans. Fjallað var um fundinn og rætt við Unni Valborgu Hilmarsdóttur, framkvæmdastjóra SSNV í frétt á vef RÚV .
Meira

Ráðstefna Listaháskóla Íslands í Textílsetrinu á Blönduósi

Katrín María Káradóttir, fagstjóri námsbrautar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands og Steinunn Gunnsteinsdóttir sölufulltrúi Atlantic Leather á Sauðárkróki, standa í samstarfi við alþjóðlega samstarfsaðila, fyrir ráðstefnu og vinnusmiðju um nýtingu sjávarleðurs og nýsköpun í fatahönnun. Ráðstefnan er hluti af alþjóðlegu samstarfsverkefni sem nefnist FishSkin og hlaut stóran styrk frá Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins.
Meira