Fréttir

Vel sóttur íbúafundur á Blönduósi

Í gær var haldinn íbúafundur á Blönduósi vegna fyrirhugaðrar móttöku flóttafólks í sveitarfélaginu. Liðlega 100 manns sóttu fundinn sem haldinn var í Félagsheimilinu á Blönduósi, að því er Húni.is greinir frá.
Meira

Sýning í Textíllistamiðstöðinni

Í dag kl. 15:30 verður opið hús í Textíllistamiðstöðinni á annarri hæð Kvennaskólans á Blönduósi þar sem haldin verður sýning á verkum þeirra listamanna sem þar hafa dvalið að undanförnu.
Meira

Ótímabærar ákvarðanir um Blöndulínu 3

Í grein frá fulltrúum meirihluta framsóknar- og sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd, sem birtist á vef Feykis 22. febrúar, er ástæða þess að Blöndulína 3 er nú sett á aðalskipulag Skagafjarðar sögð að frestur um ákvörðun línunnar hafi runnið út árið 2016. Staðreyndin er sú að Blöndulína 3 er ekki á framkvæmdaáætlun Landsnets til næstu þriggja ára samkvæmt kerfisáætlun og umhverfismat línunnar liggur ekki fyrir. Að setja Blöndulínu 3 á aðalskipulag er því algjörlega ótímabær ákvörðun. Meirihluti sveitarstjórnar er tilbúinn að binda sig við aðeins 3 km í jörðu og restina í möstur, þegar ljóst er að framkvæmdin kemur ekki til með að eiga sér stað á næstunni. Tækninni fleygir fram og getur gjörbreytt forsendum jarðstrengjalagna í millitíðinni.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir eftir verkefnastjóra vegna móttöku flóttafólks.

Húnaþing vestra auglýsir eftir verkefnastjóra til að hafa umsjón með móttöku flóttafólks í Húnaþingi vestra og þjónustu við það. Starfið sem um ræðir verður 25% - 50% til að byrja með, 100% hluta tímans og 50% síðari hlutann og er tímabundið til 1-1 ½ árs. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Meira

Sóldís söng fyrir fullum sal á konudagstónleikum

Allt frá stofnun Kvennakórsins Sóldísar hefur verið efnt til tónleika, þeir fyrstu árið 2011, konudaginn sem jafnframt er fyrsti dagur góu. Ekki var brugðið útaf þeirri venju í ár og voru þeir haldnir sem fyrr í Menningarhúsinu Miðgarði sl. sunnudag.
Meira

Verndum Tungudal!

Undanfarin ár hef ég nokkrum sinnum lagt leið mína á Tungudal í Fljótum. Með í för hafa ýmist verið ferðamenn, skólakrakkar eða góðir vinir. Lengi hafði ég vitað af þessari lítt þekktu perlu áður en ég lagði leið mína þangað fyrst og varð ekki fyrir vonbrigðum. Dalurinn er ægifagur og þar er ýmislegt sem hrífur þá sem hann heimsækja. Í þessum ferðum hef ég sagt samferðafólki mínu frá Guðrúnu frá Lundi og ýmsu öðru sem tengist svæðinu og sögu þess. Frásögnin er gjarnan á þessa leið: „Í þessu umhverfi var Guðrún Baldvina Árnadóttir fædd á Lundi í Stíflu í Fljótum 3. júní árið 1887. Um það leyti sem bækur hennar fóru að koma út var þeirri sveit að stórum hluta sökkt undir vatn, vegna virkjanaframkvæmda, sem seint yrðu leyfðar í dag.“
Meira

Laufey Kristín Skúladóttir ráðin til Byggðastofnunar

Laufey Kristín Skúladóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar. Starfið var auglýst í byrjun janúar og rann umsóknarfrestur út þann 28. janúar. 21 umsókn barst um starfið, átta konur og þrettán karlar, en einn aðili dró umsókn sína til baka. Frá þessu er greint á vef Byggðastofnunar.
Meira

Ráðist í aðgerðir til að endurheimta traust og bæta tjón

Á samstarfsfundi ofangreindra aðila föstudaginn 22. febrúar voru ræddar aðgerðir til að bregðast við því óöryggi og tjóni sem hefur skapast vegna ólögmætrar sölu bílaleigubíla með falsaðri kílómetrastöðu, ásamt að ræða leiðir til að endurheimta traust almennings og vinna að úrbótum til framtíðar. Fram kom að Bílgreinasambandið ætlar á næstunni að opna fyrir aðgang á vefsíðu sinni (bgs.is) að ökutækjaskrá fyrir þá sem vilja kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis, ásamt því að sjá skoðunarferil bílsins og fleira. Upplýsingar um umráðamenn eru alla jafna ekki sýnilegar almenningi.
Meira

Blautt og hvasst í dag

Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs fyrir Suðurland, Strandir og Norðurland vestra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Suðvestanstormur eða -rok er nú á Norðurlandi vestra, 15-23 m/s allra austast og vindhviður 30 til 40 m/s. Á heimasíðu Veðurstofunnar eru ferðalangar hvattir til að fara varlega.
Meira

Ísak Óli tvöfaldur Íslandsmeistari á MÍ innanhúss

MÍ í frjálsíþróttum innanhúss fór fram um helgina í Frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fremsta frjálsíþróttafólk landsins keppti þar um Íslandsmeistaratitlana og skráðir keppendur alls 169 frá 14 félögum og samböndum. Frá UMSS voru sex keppendur.
Meira