Fréttir

Lið ÍR tók völdin í síðari hálfleik

Lið Tindastóls og ÍR mættust í 1. deild kvenna síðastliðinn laugardag í Síkinu. Þetta var í þriðja skiptið sem liðin mættust í vetur og höfðu þau unnið sitt hvorn leikinn. Heimastúlkur fóru vel af stað í leiknum og leiddu með tólf stigum í hálfleik en gestirnir úr Breiðholtinu komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleiks og náðu með góðum leik að snúa taflinu við og unnu sætan sigur. Lokatölur 65-74.
Meira

Skíðagöngunámskeið í Fljótum í mars og mót um páskana

Helgina 23.-24. mars ætlar Ferðafélag Fljóta að standa fyrir skíðagöngunámskeiði í Fljótum. Kennari á námskeiðinu verður Sævar Birgisson sem á að baki langan feril sem landsliðsmaður í skíðagöngu. Innifalið í námskeiðsgjaldi sem er 15.000 krónur er kennsla, fyrirlestrar og hádegisverður á laugardegi.
Meira

Tóti Eymunds og Helga Una Björnsdóttir í landsliðshóp LH

Landssamband hestamannafélaga (LH) kynnti á blaðamannafundi í Bláa Lóninu í gær landsliðshóp LH í hestaíþróttum sem er fyrsta skrefið í breyttum áherslum LH í afreksmálum. Á Facebook-síðu sambandsins segir að hingað til hafi landslið Íslands á HM verið valið út frá svokölluðum lykli og úrtökumóti en nú verður breyting
Meira

Ferðamenn á fartinni um helgina

Mikill erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra um helgina í verkefnum tengdum umferð en á Facebooksíðu embættisins kemur frama að mikil umferð hafi verið um umdæmið og færð líkt og á sumardegi.
Meira

Ratsjáin fer vel af stað

Eins og greint var frá á Feyki.is í síðustu viku var Ratsjáin, nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, sett af stað þann 12. febrúar sl. með þátttöku sex fyrirtækja á Norðurlandi vestra. Verkefnið gengur þannig fyrir sig að hvert og eitt fyrirtæki er tekið fyrir í einu þar sem þau bjóða öðrum þátttakendum í verkefninu heim og fara þá þátttakendur nákvæmlega í gegnum rekstur þess fyrirtækis.
Meira

50 ára afmæli Krabbameinsfélags Austur-Húnvetninga

Í tilefni af 50 ára afmæli Krabbameinsfélags Austur-Húnvetninga, býður félagið til afmælisveislu í Félagsheimilinu á Blönduósi nk. sunnudag 3. mars kl. 15:00.
Meira

Skordýr í poppmaís

Á heimasíðu Matvælastofnunar kemur fram að skordýr hafa fundist í poppmaís frá Coop. Um er að ræða 500g einingu sem merkt er með best fyrir dagsetningunni 22.10.2019. Samkaup er að innkalla vöruna úr verslunum og frá neytendum.
Meira

Ó, leyf mér þig að leiða - Konudagstónleikar Kvennakórsins Sóldísar í dag

Líkt og undanfarin ár heldur Kvennakórinn Sóldís tónleika á konudeginum, fyrsta degi góu, sem er í dag 24. febrúar. Dagskráin fer fram í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð í Skagafirði og hefst kl. 15:00. Yfirskrift tónleikanna er Ó, leyf mér þig að leiða. Söngstóri er Helga Rós Indriðadóttir, undirleik annast Rögnvaldur Valbergsson en einsöngvarar eru þær Ólöf Ólafsdóttir og Íris Olga Lúðvíksdóttir.
Meira

Las Sólon Íslandus einu sinni á ári

Það var Guðrún Hanna Halldórsdóttir, fyrrum skólastjóri og síðar deildarstjóri við Sólgarðaskóla í Fljótum, sem svaraði spurningum Bók-haldsins í 42. tbl. Feykis árið 2017. Guðrún, sem er komin á fríaldurinn að eigin sögn, er Siglfirðingur að upplagi en hefur lengst af búið á Helgustöðum í Fljótum. Hún er nú flutt til Ólafsfjarðar ásamt bónda sínum Þorsteini Jónssyni. Í bókahillunum hjá Guðrúnu eru nokkur hundruð bækur og aðspurð um hvers konar bækur séu í mestum metum segist hún vera bókaormur og lesa alls kyns bókmenntir og hún hafi dálæri á mörgum höfundum af mismunandi ástæðum.
Meira

Stór fiskur í lítilli tjörn eða lítill fiskur í stórri tjörn? - Áskorandi Ragnheiður Hlín Símonardóttir, brottfluttur Skagfirðingur

Ég vil byrja á að þakka gömlu vinkonu minni, Elísabetu Kjartansdóttur fyrir að hafa trú á mér með pennann - það var fallegt af henni. Nú eru orðin rúmlega 12 ár síðan ég fluttist burt úr Skagafirði að Kálfafelli í Skaftárhreppi, ásamt manni mínum og þremur börnum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og börnunum fjölgað um tvö.
Meira