Fréttir

Ferðamenn ánægðir með söfn á Norðurlandi

Ferðamenn sem fara á söfn á Norðurlandi eru ánægðir með heimsóknir þangað, innlendir sem erlendir ferðamenn. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann að beiðni Markaðsstofu Norðurlands, en niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu á Hótel Kea fyrir helgi. 97% svarenda í könnun RMF sögðust annað hvort vera ánægðir eða mjög ánægðir með heimsóknir á söfnin og 90% sögðust ætla mæla með því við fjölskyldu og vini að þeir gerðu slíkt hið sama.
Meira

Jólabasar í Skagabúð

Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð verður með sinn árlega Jólabasar í Skagabúð sunnudaginn 1. desember nk. en þar verður ýmislegt til sölu, s.s. jólakort og pappír, gott úrval af heimaunninni vöru og handverki. Basarinn stendur yfir milli klukkan 14 og 17.
Meira

Fjöldi mætti í Héraðsdóm Norðurlands vestra í morgun til að sýna Sveini Margeirssyni stuðning

Fjöldi fólks sýndi Sveini Margerssyni stuðning með nærveru sinni í sal Héraðsdóms Norðurlands vestra í morgun er mál Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra gegn honum var tekið fyrir. Þar var á ferðinni hið umdeilda örsláturhúsmál þar sem sex lömbum var lógað í tilraunaskini á bænum Birkihlíð í Skagafirði og selt á bændamarkaði á Hofsósi 30. september 2018 að frumkvæði Sveins sem þá var starfandi forstjóri Matís.
Meira

Myndin Messa í Ábæjarkirkju þótti best

Félag ferðaþjónustunnar stóð í ár fyrir ljósmyndasamkeppninni Skagafjörður með þínum augum. Hægt var að senda myndir í keppnina frá 15. júní til 30. september en tilgangur keppninar var meðal annars að fá sýn þátttakenda á Skagafjörð og að leita eftir skemmtilegu myndefni sem nýst gæti sem kynningarefni fyrir Skagafjörð.
Meira

Íbúafundur í Húnavatnshreppi

Vilt þú taka þátt í að skapa framtíð samfélagsins? er yfirskrift fundar sem sveitarstjórn Húnavatnshrepps boðar til í Húnavallaskóla nk. fimmtudag, 28. nóvember, klukkan 20:00. Á fundinum verður farið yfir áherslur sveitarstjórnar í fjárhagsáætlun ársins 2020 og sameiningarmálin verða meðal fjölmargra umfjöllunarefna.
Meira

SSNV auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árin 2020 og 2021 Áhersluverkefni eru hluti af sóknaráætlun landshlutans og eru skv. samningi um sóknaráætlanir: „ verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.“
Meira

Annar sjúkrabíla Brunavarna Skagafjarðar farinn að „flagga rauðu“

Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um kaup á 25 nýjum sjúkrabílum liggur fyrir í kjölfar útboðs Ríkiskaupa og er endurnýjun sjúkrabílaflota landsins þar með hafin í samræmi við samkomulag Sjúkratrygginga Íslands og Rauða krossins á Íslandi frá 11. júlí síðastliðnum. Reiknað er með að fyrstu bílarnir verði afhentir fullbúnir til notkunar í september á næsta ári.
Meira

Ljósmyndasýning á bókasafninu á Blönduósi

Á morgun, miðvikudaginn 27. nóvember, verður haldin ljósmyndasýning á Héraðsbókasafninu á Blönduósi. Sýndar verða valdar myndir frá 19. og 20. öld.úr bæjarlífinu á Blönduósi og nágrenni. Sýningin hefst klukkan 16:30 og stendur til 17:30.
Meira

Golfklúbbur Sauðárkróks verður Golfklúbbur Skagafjarðar

Aðalfundur GSS 2019 var haldinn í golfskálanum á Hlíðarenda a Sauðárkróki í gær, mánudaginn 25. nóvember. Stjórnin gaf kost á áframhaldandi setur og verður því óbreytt næsta árið en í henni sitja Kristján Bjarni Halldórsson, formaður, Halldór Halldórsson, varaformaður, Kristján Eggert Jónasson, gjaldkeri, Dagbjört Rós Hermundsdóttir, ritari, Guðmundur Ágúst Guðmundsson, formaður vallarnefndar, Andri Þór Árnason, formaður mótanefndar og Helga Jónína Guðmundsdóttir, formaður unglinganefndar. Vallarstjóri er Guðmundur Þór Árnason.
Meira

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga 2019

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga var haldin föstudaginn 22. nóvember í Ljósheimum. Þar voru veitt verðlaun fyrir kynbótahross ættuð úr Skagafirði sem hlutu hæstu kynbótadóma sem einstaklingar á árinu 2019, hrossaræktarbú og kynbótaknapa í Skagafirði sem náð höfðu framúrskarandi árangri á árinu. Alls voru 116 hross með skagfirskan uppruna fulldæmd í kynbótadómi á árinu og af þeim fóru 79 einstaklingar eða 68% í 8 eða hærra í aðaleinkunn. Það var því hörð samkeppnin um efstu sætin og eftirfarandi hross voru verðlaunuð sem einstaklingar. Það eru eingöngu félagar í HSS sem geta hlotið verðlaun sem ræktendur.
Meira