Fréttir

Opið hús í Nes Listamiðstöð

Á morgun, sunnudaginn 24. febrúar, verður opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd milli klukkan 14 og 16. Það gefst gestum færi á að njóta glæsilegra listaverka, myndlistar, kvikmynda, bókmennta og tónlistar sem listamenn, víða að úr heiminum, hafa unnið meðan þeir hafa dvalið í listamiðstöðinni.
Meira

Kjúklingasalat, piparsósa og túnfisksalat án samviskubits

„Vinsælustu réttirnir á okkar heimili eru mjög einfaldir og ódýrir, það er sennilega það besta við þá. Fyrsta uppskriftin er piparsósa, sem er alltaf gott að eiga til staðar. Þetta er sennilega uppáhaldssósan okkar heima vegna þess hve auðvelt er að búa hana til og hversu góð hún er. Svo ætlum við að gefa ykkur uppskrift af mjög hollu túnfisksalati sem er búið að sigra heimilið, öllum finnst þetta gott og það er virkilega einfalt að búa til. Okkur finnst best að bera túnfisksalatið fram með hrökkexi eða bara venjulegu Ritz kexi. Þetta salat er líka mjög fínt í túnfisksamloku.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Djúpidalur í Blönduhlíð

Djúpidalur í Blönduhlíð hefir án efa heitið Djúpárdalur til forna. „Þórir dúfunef nam land á milli Glóðafeykisár og Djúpár,“ segir í Landnámu (Landnáma, bls. 143). Dalurinn hefir svo verið kendur við ána og kallaður Djúpárdalur. Af dalnum hefir bærinn dregið nafn. En snemma hefir Djúpadalsnafnið myndast; þannig t.d. í Sigurðarregistri 1525 (dipl. Ísl. IX. b., bls. 301).
Meira

Brunavarnir Skagafjarðar með nýjan og fullkominn tækjabíl

Á dögunum fengu Brunavarnir Skagafjarðar afhenta nýja slökkvibifreið og var því fagnað með opnu húsi á slökkvistöðinni á Sæmundargötu á Sauðárkróki fyrr í dag. Var fólki boðið að skoða nýja slökkvibílinn ásamt því að kynna sér starfsemi og búnað slökkviliðsins. Að sjálfsögðu var hellt upp á í tilefni dagsins og myndarleg rjómaterta á boðstólum.
Meira

Ný heimasíða Skagastrandar

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur endurnýjað og uppfært heimasíðu sína, www.skagastrond.is. Á síðunni segir að vefurinn hafi verið uppfærður miðað við þá þróun sem orðið hafi í allri samskiptatækni og sé orðinn snjalltækjavænn. Á vefnum er m.a. að finna ýmsar almennar upplýsingar um sveitarfélagið ásamt upplýsingum um stjórnsýslu, þjónustu og stofnanir þess. Vefurinn var unnin í samstarfi starfsfólks sveitarfélagsins og fyrirtækisins Stefnu sem sá um vefhönnun og tæknilegar útfærslur.
Meira

Úthlutun 630 milljóna króna til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landvísu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kunngert hvernig 630 milljónum króna af fjárlögum ársins verði ráðstafað til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Fénu verður varið til að fjölga stöðugildum sálfræðinga í heilsugæslu annars vegar og til að efla og byggja upp geðheilsuteymi um allt land.
Meira

Styrkveitingar úr Menningarsjóði Sparisjóðs Húnaþings vestra

Nýlega var úthlutað úr Menningarsjóði Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu en auglýst var eftir umsóknum um menningarstyrki úr sjóðnum í janúar sl. Alls bárust 25 umsóknir upp á samanlagt 28 milljónir króna og ákvað stjórnin að veita styrki að upphæð 10.700.000 kr. til 16 aðila. Hæsti styrkurinn, sem nemur 3,3 milljónum króna, kom í hlut Félagsheimilisins á Hvammstanga vegna endurnýjunar og uppfærslu ljósabúnaðar og hljóðkerfis fyrir húsið.
Meira

Flutningskerfi raforku til Skagafjarðar og um Skagafjörð

Fyrir liggja sjö tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Af þeim tillögum er lega Blöndulínu 3 um Sveitarfélagið Skagafjörð umfangsmest, en einnig eru þar mikilvægar tillögur t.d. um lagningu á jarðstreng frá spennivirkinu í Varmahlíð til Sauðárkróks ásamt breytingum á staðsetningu núverandi spennuvirkis. Einnig mætti nefna tillögur um að fella út af skipulagi urðunnarsvæðið við Brimnes og stækkun á iðnaðarlóð í Varmahlíð. Hér að neðan verður þó eingöngu fjallað um tillögur vegna legu Blöndulínu 3 um Skagafjörð og reynt að skýra sem best allar hliðar þess máls.
Meira

Þrjú spennandi námskeið hjá Farskólanum

Á næstunni ætla stéttarfélögin Aldan, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Sameyki (SFR), Samstaða og Kjölur að bjóða félagsmönnum sínum upp á þrjú skemmtileg og fræðandi námskeið sem haldin verða á þremur stöðum á Norðurlandi vestra; Hvammstanga, Blönduósi og Sauðárkróki. Námskeiðin eru öllum opin en ókeypis fyrir félagsmenn þesssara félaga.
Meira

Sögu- og pizzukvöld á Sólgörðum í Fljótum

Sögu- og pizzukvöld verður haldið á Sólgörðum í Fljótum annað kvöld, föstudaginn 22. febrúar. Þetta er þriðja sögukvöldið sem haldið er á Sólgörðum í vetur. Að þessu sinni ætlar Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir, kennari og frásögukona á Hofsósi, að segja magnaðar draugasögur úr Fljótum en eitthvað mun vera um magnaða drauga á þeim slóðum, s.s. Þorgeirsbola og Barðsgátt. Sagnastundin hefst kl. 19:30.
Meira