feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.09.2019
kl. 15.50
Göngur og réttir eru nú framundan, tími þar sem mikið er um að vera og í nógu að snúast í sveitum landsins. Fyrstu réttirnar á Norðurlandi vestra eru afstaðnar því segja má að bændur í Blöndudal hafi tekið forskot á sæluna með því að rétta í Rugludalsrétt sl. laugardag og einnig var réttað í Hvammsrétt og í Beinakeldurétt á sunnudag. Um næstu helgi verður svo smalað víða um sveitir og réttað á fjölmörgum stöðum á svæðinu, bæði þá og um næstu helgi á eftir.
Meira