Fréttir

Freyja Rut og Helgi Sæmundur ráðin að 1238

Stefnt er að því að sýningin 1238 – Baráttan um Ísland opni í næsta mánuði og er undirbúningur nú í fullum gangi fyrir opnun sýningarinnar. Sagt var frá því á Facebooksíðu 1238 rétt í þessu að gengið hafi verið frá ráðningu tveggja vakststjóra við sýninguna, þeirra Freyju Rutar Emilsdóttur og Helga Sæmundar Guðmundssonar.
Meira

Fatasöfnun vegna komu flóttamanna frá Sýrlandi

Húnavatnssýsludeild Rauða krossins leitar nú til almennings eftir fatnaði og húsgögnum vegna móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fatnað vanti á fullorðna í ýmsum stærðum og einnig barnafatnað; skólatöskur, íþróttatöskur, íþróttafatnað og skófatnað fyrir eftirtalinn aldur. Stelpur 8, 10, 12 og 17 ára og strákar 2, 3, 7, 10, 11, 12. 13 og 14 ára. Fötin þurfa að vera heil og hrein.
Meira

Ný verk hækka kostnað við Aðalgötu 21

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar í síðustu viku voru lögð fram drög að viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun 2019 sem gerir ráð fyrir því að fjárfesting eignasjóðs hækki um 97,5 mkr. vegna framkvæmda við Aðalgötu 21. Fulltrúi Byggðalistans telur um mikla framúrkeyrslu að ræða en búast má við um 30 m.kr. umframkostnaði.
Meira

Kiwanisklúbburinn Drangey færði íbúum á hjúkrunar- og dvalardeildum HSN spjaldtölvur

Félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey í Skagafirði ákváðu að láta íbúa á hjúkrunar- og dvalardeildum HSN á Sauðárkróki njóta góðgerðaverkefnis febrúarmánaðar 2019 en þann 13. mars sl. afhenti klúbburinn HSN fjórar spjaldtölvur með fylgihlutum til nota fyrir íbúa deildanna.
Meira

Samið við Vinnuvélar Símonar vegna hitaveitu og strenglögn

Í lok síðasta mánaðar voru opnuð tilboð í vinnuhluta verksins „Hofsós - Neðri Ás vinnuútboð 2019, hitaveita og strenglögn,“ hjá Sveitarstjórn Skagafjarðar. Tvö tilboð bárust í verkið; frá Steypustöð Skagafjarðar og Vinnuvélum Símonar. Gert er ráð fyrir um 47 tengingum í þessum áfanga og er vatnsþörfin í kringum 3,8 l/sek. og er viðbót við veitukerfið frá Hrolleifsdal.
Meira

Átaksverkefni Sveitarfélagsins Skagastrandar

Á morgun, fimmtudaginn 11. apríl, býður Sveitarfélagið Skagaströnd til tveggja funda um atvinnumál í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Áttir ehf. Fundirnir verða haldnir í félagsheimilinu Fellsborg, sá fyrri klukkan 18-19, og er hann ætlaður starfandi fyrirtækjum og frumkvöðlum. Seinni fundurinn er ætlaður öllum íbúum sveitarfélagsins og fer hann fram klukkan 19-22. Fólk er hvatt til að mæta og kynna sér átaksverkefnið.
Meira

Hluti Borðeyrar skilgreint sem verndarsvæði í byggð

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögu sveitarstjórnar Húnaþings vestra um að hluti Borðeyrar verði verndarsvæði í byggð í samræmi við lög um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 en bréf þess efnis var lagt fram á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra á mánudag.
Meira

Tónadans býður til vorhátíðar

Vorhátíð Tónadans fer fram í dag miðvikudaginn 10. apríl kl. 17 í Miðgarði. Fram koma nemendur Tónadans á vorönn en það erum um 70 nemendur. Í tilkynningu frá Tónadansi segir að á dagskránni sé meðal annars jassballett, kórsöngur, strengjaleikur og bjölluspil. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.
Meira

Snjólaug María íþróttamaður USAH

Ársþing Ungmannasambands Austur-Húnvetninga var haldið að Húnavöllum sl. sunnudag, 7. apríl, og var það 102. þing sambandsins. Vel var mætt til fundar en allir þingfulltrúar sem rétt áttu til setu á þinginu, 35 talsins, voru mættir, og gengu þingstörf vel fyrir sig.
Meira

220 kíló fuku á þremur mánuðum

Lífsstílsáskorun Þreksports hófst 7. janúar sl. og stóð yfir í tólf vikur þar sem fólki gafst kostur á að stíga sín fyrstu skref í átt að bættum lífsstíl. Síðasti dagur áskorunarinnar var svo föstudaginn 29. mars, nákvæmlega þremur mánuðum seinna sem endaði á smá lokahófi áskorunar og árshátíð Þreksports.
Meira