Fréttir

Styrkir vegna viðburða og verkefna í boði hjá Húnavatnshreppi

Húnavatnshreppur hefur ákveðið að gefa félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri til að sækja um styrki vegna viðburða eða verkefna sem samræmast hlutverki sveitarfélagsins eða eru í samræmi við stefnu þess og áherslur vegna fjárhagsársins 2019.
Meira

Vilt þú giska á fjölda Vatnsdalshóla?

Langar þig að taka þátt í skemmtilegum leik og giska á hversu margir Vatnsdalshólarnir eru? Ef svo er ættir þú að kíkja á Facebooksíðu EFLU og setja þitt svar. Verðlaun verða veitt fyrir rétt svar eða sem næst réttu svari og fær heppinn giskari Bose, quiet comfort 35 II, þráðlaus heyrnartól.
Meira

Verslunarmannafélags Skagafjarðar veitir milljón í styrki

Í tilefni af 60 ára afmæli Verslunarmannafélags Skagafjarðar sem var 9. júní sl. ákvað félagið að úthluta styrkjum að upphæð 1.000.000,-. Fyrir valinu varð að veita fjórum samtökum í firðinum styrk að upphæð 250.000,- hverju þeirra.
Meira

Segja ástand Vatnsnesvegar jaðri við barnaverndarmál

Fundur íbúa við þjóðveg 711, Vatnsnes og Vesturhóp í Húnaþingi vestra, var haldinn 10. október 2018 að Hótel Hvítserk í Vesturhópi. Tildrög fundarins var afleitt ástand á vegi 711 og mættu íbúar frá flestum bæjum við veginn og þess má geta að margt var af ungu fólki sem býr á svæðinu. Miklar umræður urðu á fundinum og eru helstu niðurstöður þessar:
Meira

Hedband sendu frá sér lagið One Night í haust

Króksaranum Ingu Birnu Friðjónsdóttur er margt til lista lagt en nýlega svaraði hún Tón-lystinni í Feyki. Þar kom fram að fyrr í haust gaf hún út nýtt lag, One Night, ásamt félögu sinni, Karitas Hörpu Davíðsdóttur, en þær söngkonur skipa saman dúóið Hedband.
Meira

Vöðvasullur í sauðfé

Vöðvasullur hefur greinst í fé frá nokkrum bæjum við heilbrigðiseftirlit á sláturhúsum. Þessi sullur er ekki hættulegur fólki en veldur tjóni vegna skemmda á kjöti. Um er að ræða blöðrur í vöðvum sem innihalda lirfustig bandorms sem lifir í hundum. Brýnt er fyrir hundaeigendum að láta ormahreinsa hunda sína.
Meira

Sláturbasar til styrktar starfi Krabbameinsfélagins

Sláturbasar Krabbameinsfélags Hvammstangalæknishéraðs verður haldinn á morgun, þann 13. október. Basarinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga og hefst hann klukkan 13:00.
Meira

Selur dagatöl til að fjármagna dráttarvélakaup

Það er alþekkt að sauðfjárbændur þurfa að hafa allar klær úti til að reka bú sín og fjármagna tækjakaup. Einn slíkur hefur útbúið skemmtilegt dagatal sem er í senn fallegt, skemmtilegt og fróðlegt og afraksturinn fer upp í dráttarvélarkaup.
Meira

Að rúlla Frökkum upp...

Fjögurra rúllu fella Skagfirðingsins Rúnars Más á Kylian Mbappe var uppáhalds móment Herra Hundfúls í vináttuleiknum gegn Frökkum. Þrátt fyrir mikil læti í kjölfarið við bekk franska landsliðsins þá var þó gott að sjá að þeir félagar virtust sáttir í leikslok nokkrum mínútum síðar. Áfram Ísland!
Meira

Markmenn í vondum málum - Myndband

Þennan föstudag hefjum við með því að óska íslenska landsliðinu til hamingju með góðan leik í gær gegn Frakklandi sem endaði 2-2 eftir að Ísland var tveimur mörkum yfir þegar 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Skagfirðingarnir þrír í liðinu, Hólmar Örn, Kári Árna og Rúnar Már stóðu sig með stakri prýði og verða líklegir á mánudaginn gegn Sviss.
Meira