Fréttir

Seinkun á dýpkunarframkvæmdum

Dýpkunarskipið Galilei hóf að dæla sandi af sjávarbotni við höfnina á Sauðárkróki þann 21. sl. þar sem dýpka átti snúningssvæði stórra skipa er leggjast að bryggju. Búist var við að vekið tæki fimm daga en en nú hefur það verið að störfum í tíu þar sem tafir urðu á verkinu.
Meira

Vatnsdalsá og Skarðsá metnar sem hagkvæmustu virkjunarkostirnir

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um niðurstöðu skýrslu um virkjunarkosti á Norðurlandi vestra sem verkfræðistofan Mannvit vann fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV). Á vef SSNV segir að tæplega 60 manns hafi sótt kynningarfund á vegum samtakanna sem haldinn var á Blönduósi í gær en þar kynnti höfundur skýrslunnar, Bjarki Þórarinsson frá Mannviti efni hennar.
Meira

Borað eftir köldu vatni á Nöfum

Á næstu dögum mun Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hefja borun á könnunarholu fyrir kalt vatn á Nafabrúnum ofan við Lindargötu. Holan er staðsett á landi í eigu Sveitarfélagsins og er staðsetning holunnar ákveðinn í samráði við sérfræðinga hjá ÍSOR, Íslenskum Orkurannsóknum.
Meira

Óskar Smári til Stjörnunnar

Óskar Smári Haraldsson, einn yfirþjálfara knattspyrnudeildar Tindastóls hjá yngri flokkum, skrifaði undir eins árs samning við Stjörnuna á dögunum og tekur við stöðu aðalþjálfara 2. og 3. flokks kvenna 1. október næstkomandi.
Meira

Guðjón Baldur og Inga Jóna unnu í Borgarnesi

Skagfirðingamótið í golfi fór fram í Borgarnesi um síðustu helgi. Hátt í 80 kylfingar, jafnt sunnan sem norðan heiðar, mættu til leiks í blíðskaparveðri. Um punktakeppni er að ræða og flesta punkta í karlaflokki fékk Guðjón Baldur Gunnarsson (Gunna bakara og Sólrúnar Steindórs), eða 39 stykki, og fremst í kvennaflokki varð Fljótakonan Inga Jóna Stefánsdóttir með 34 punkta. Guðjón fór glæsilegan Hamarsvöllinn einnig á fæstum höggum, 73, eða tveimur yfir pari vallarins.
Meira

Örlítið um starfsemi Söguseturs - Kristinn Hugason skrifar

Nú hallar sumri, þótt enn sé vonandi að vænta einhverra blíðudaga. Því er ráð að bregða að nýju niður penna og birta pistil hér í Feyki. Í síðasta pistli mínum fyrir sumarhlé sem birtist í Feyki 27. júní sl. fjallaði ég um sýningu Söguseturs íslenska hestsins; Íslenski hesturinn á fullveldisöld, sem áformað var að yrði uppi á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík sem stóð fyrir dyrum dagana 1. til 8. júlí. Gekk það allt eftir og var sýningin uppi allan mótstímann en opnuð formlega fimmtudaginn 5. júlí í tengslum við setningu mótsins, rétt eins og sýningin; Uppruni kostanna, var opnuð formlega á landsmótinu á Hólum 2016 í tengslum við setningu þess móts.
Meira

„Erfitt að vera eini útlendingurinn í liðinu“

Murielle Tiernan hefur heldur betur verið happafengur fyrir meistaraflokk kvenna hjá Tindastóli en í gegnum tíðina hefur oftar en ekki reynst erfitt að finna alvöru markaskorara fyrir liðið. Murielle er 23 ára gömul, frá Ashburn í Virginiu-ríki í Bandaríkjunum en Ashburn er í útjaðri höfuðborgarinnar, Washington.
Meira

Malbikunarframkvæmdir á Blönduósi

Á næstu dögum stendur til að hefja malbikunarframkvæmdir á Blönduósi og er undirbúningur fyrir þær á lokastigi. Nauðsynlegt er að loka fyrir umferð um nokkur svæði sem tilbúin eru til malbikunar að því er segir á vef Blönduósbæjar þar sem beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að skapa. Tilkynnt verður um lokanir á einstaka götum þegar nær dregur. Yfirlagnir á götum eru háðar veðri og verður að vera þurrt þá daga sem malbikun fer fram. Gert er ráð fyrir að verktíminn standi fram til 20. september nk.
Meira

SSNV og Farskólinn semja um stuðning samtakanna við námskeið fyrir bændur

Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra hyggst standa fyrir námskeiðshaldi fyrir bændur á komandi vetri. Námskeiðin munu miða að því að veita bændum fræðslu um þróun, fullvinnslu og markaðssetningu afurða í takt við hugmyndafræðina bak við Beint frá býli. Verkefnið er áhersluverkefni sóknaráætlunar Norðurlands vestra frá árinu 2017 og munu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) verða bakhjarl námskeiðanna. Greint er frá þessu á vef SSNV.
Meira

Óvenjulegt skýjafar í kvöldblíðunni í gær

Það hefur um margt verið óvenjulegt þetta sumar sem okkur hér fyrir norðan hefur verið skaffað. Veðrið hefur verið allra handa og þannig hefur glansmynda-miðnætursólum í lognstillum verið skammtað í óvenju litlu magni. Í gærkvöldi, upp úr fréttum, voru þó margir sem tóku eftir óvenjulega mögnuðu skýjafari í kvöldsólinni eins og sjá má á myndbirtingum á samfélagsmiðlum.
Meira