Fréttir

MND félagið heldur fræðslu- og félagsfund á Sauðárkróki

„Fundurinn er opinn öllum, hvort sem um er að ræða fagfólk, þeim sem eru með MND sjúkdóminn, fjölskyldum þeirra og öllum áhugasömum,“ segir Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins á Íslandi en félagið efnir til fræðslu- og félagsfundar í Húsi frítímans við Sæmundargötu 7b á Sauðárkróki fimmtudaginn 6. september. Dagskráin hefst á hádegi með hádegisverði í mötuneyti Árskóla síðan verður blönduð fræðsla í Húsi frítímans.
Meira

Styrkir úr Húnasjóði afhentir

Byggðarráð Húnaþings vestra fjallaði um umsóknir um styrki úr Húnasjóði á fundi sínum þann 31. júlí sl. Að þessu sinni bárust sjö umsóknir um styrk en fimm þeirra uppfylltu skilyrði til úthlutunar.
Meira

Antje mætt til að flytja hey til Noregs

Í gær hófst vinna við að skipa út heyi í flutningaskipið MV Antje sem liggur nú við Sauðárkrókshöfn. Heyið fer til Noregs en þar varð uppskerubrestur í sumar vegna þurrka eins og kunnugt er. Í þessari ferð er áætlað að flytja um 5000 heyrúllur og 15 gáma eða um 1000 stórbagga.
Meira

Flengdir í fýluferð til Fjarðabyggðar

Tindastólsmenn héldu austur á Reyðarfjörð um helgina þar sem þeir mættu liði Leiknis frá Fáskrúðsfirði. Leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni og var um gríðarlega mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið í fallbaráttu 2. deildar. Ljóst var fyrir leikinn að sökum fjölda leikbanna og meiðsla mátti ekki mikið út af bregða hjá okkar mönnum. Því miður fór allt á versta veg og uppskeran flenging í boði Fáskrúðsfirðinga. Lokatölur 8-0.
Meira

Líklegt að eldislax hafi veiðst í Vatnsdalsá

Líkur eru taldar á að eldislax hafi veiðst í Hnausastreng í Vatnsdalsá sl. föstudag. Greint er frá þessu á mbl.is á laugardag og rætt við Björn K. Rúnarsson, leigutaka og staðarhaldara í Vatnsdalsá.
Meira

Sundlaugin í Varmahlíð lokar tímabundið

Frá og með deginum í dag, 3. september, verður sundlaugin í Varmahlíð lokuð tímabundið þar sem komið er að vinnu við lokafrágang rennibrautar og sundlaugar.
Meira

Svekkjandi silfurjafntefli á Króknum

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls lék sinn síðasta leik þetta tímabilið í 2. deild Íslandsmótsins í fótbolta en um hreinan úrslitaleik var að ræða gegn Augnabliki. Ekkert nema sigur dugði Stólunum meðan jafntefli nægði stelpunum í Augnabliki til að krækja í deildarbikarinn sem þær og gerðu. 1-1 og bikarinn suður.
Meira

Göngur og réttir framundan

Nú eru göngur og réttir á næsta leiti, annasamur tími til sveita en jafnframt tími mannamóta og gleði. Því fylgir væntanlega eftirvænting hjá flestum bændum að sjá fé sitt koma af fjalli og hvernig það er haldið eftir dvöl í sumarhögunum.
Meira

Ofnbakaður þorskur með pistasíum og ís í ætri skál

„Aðalrétturinn er í boði Eldhússagna (eldhussogur.com) og er þetta einn besti fiskréttur sem við höfum bragðað. Ekki skemmir heldur fyrir að auðvelt er að slá um fyrir sér og setja matinn á disk og bera fram þannig að líti út eins og meistarakokkar hafi framreitt hann,“ sögðu matgæðingar 32. tbl. Feykis 2016, þau María Eymundsdóttir og Pálmi Jónsson á Sauðárkróki.
Meira

Það sem ömmur gera…… - Áskorendapenninn Birgitta H. Halldórsdóttir Syðri – Löngumýri

Jón Gíslason á Stóra Búrfelli, vinur minn og skólabróðir úr Húnavallaskóla, skoraði á mig að skrifa þennan pistil og því er ég sest niður og brýt heilann um hvað mig langi að tjá mig um að þessu sinni.
Meira