Fréttir

Matvælabraut við FNV

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mætir þörfum atvinnulífsins í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Sóknaráætlun landshluta sem hafa gert með sér samning um stuðning SSNV við þróun nýrrar matvælabrautar við skólann. Verkefnið er áhersluverkefni sóknaráætlunar fyrir árið 2018.
Meira

Andanefju rekur á land við ytri Ingveldarstaði

Náttúrustofa NV var kölluð á vettvang hvalreka við Ytri Ingveldarstaði, Skagafirði að beiðni Hafrannsóknastofnunar, þar sem andanefju hafði rekið að landi. Reyndist um að ræða 9,06 m karldýr.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða innan tíðar

Ferðamálastofa vill vekja athygli á því að brátt verður opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og hvetur hún þá sem hyggja á umsókn til sjóðsins að byrja að undirbúa sig sem fyrst.
Meira

Viðurkenningar veittar fyrir snyrtilegt umhverfi

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra voru veittar í 20. sinn þann 16. ágúst síðastliðinn en þær eru veittar árlega þeim aðilum sem þykja til fyrirmyndar við fegrun lóða sinna. Sveitarstjórn skipar nefnd sem heldur utan um valið ásamt Ínu Björk Ársælsdóttur, umhverfisstjóra. Nefndina skipa Erla B. Kristinsdóttir, Birgir Þór Þorbjörnsson og Sólveig Hulda Benjamínsdóttir. Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra.
Meira

Reynistaðarbræðrum reistur minnisvarði

Það var vel mætt á Reynistað er minnisvarði um Reynistaðarbræður var vígður sl. sunnudag. Eins og margir kannast við segir sagan að þeir bræður Bjarni 19 ára og Einar 11 ára, auk þriggja annarra, hafi orðið úti á Kili snemma vetrar 1780 eftir fjárkaupaferð á Suðurland.
Meira

Afskipti veiðieftirlitsmanns af gæsaveiðimönnum í Húnaþingi vestra

Sl. föstudagskvöld, þurfti veiðieftirlitsmaður Húnaþings vestra að hafa afskipti af veiðimönnum sem voru við gæsaveiðar í löndum sveitarfélagsins á Víðidalstunguheiði án leyfis. Veiðimennirnir sem voru tveir báru fyrir sig að þeir hefðu talið sig í almenningi og formaður SKOTVÍS hefði tjáð þeim að svo væri.
Meira

Jakar reyna afl sitt

Aflraunakeppnin Norðurlands Jakinn fór fram á Norðurlandi dagana 23.-25. ágúst. Keppnin er með sama sniði og Vestfjarðavíkingurinn og er keppt á nokkrum stöðum, víðs vegar um Norðurland, í einni grein á hverjum stað.
Meira

Smávirkjanir á Norðurlandi vestra - Lyftistöng fyrir bændur og atvinnulífið?

Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hefur látið vinna frumúttekt á mögulegum smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Úttektin nær til yfir 80 staða í landshlutanum. Verkefnið var áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshluta árið 2017 og verður fram haldið á árunum 2018 og 2019. Kynning á verkefninu verður í fundarsal Verkalýðsfélagsins Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi, fimmtudaginn 30. ágúst, kl. 14:00-16:00.
Meira

Björgunarsveitafólk frá Blöndu og Húnum á hálendisvaktinni

Undanfarin ár hefur Slysavarnarfélagið Landsbjörg rekið svokallaða Hálendisvakt á sumrin og felst verkefnið í því að halda úti gæslu og aðstoð á hálendinu. Auk Landsbjargar standa Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður að vaktinni. Í sumar var vakt allan sólarhringinn í Landmannalaugum, Nýjadal á Sprengisandi, Drekagili norðan Vatnajökuls og einnig var viðbragðsvakt í Skaftafelli.
Meira

Siggi Donna kemur í stað Gauja

Guðjón Örn Jóhannsson hefur ákveðið að segja skilið við þjálfun meistaraflokks karla og hefur nú þegar hætt störfum. Guðjón var samningslaus við félagið og hefur því engar kvaðir gegn því. Það skal tekið fram að þetta er gert í samkomulagi milli Guðjóns og stjórnar og er alfarið hans ákvörðun. Bjarki Már Árnason mun áfram sinna þjálfun mfl. kk. honum til aðstoðar verður reynsluboltinn Sigurður Halldórsson – Siggi Donna.
Meira