Fréttir

Grill og aðalfundur Flugu í dag

Stjórn Flugu hf. hefur boðað til aðalfundar í dag í anddyri Reiðhallarinnar Svaðastaða kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og eru hluthafar og aðrir sem áhuga hafa á málefnum Reiðhallarinnar hvattir til að mæta. Einnig er boðið í grill klukkan sex.
Meira

Miðfjarðará á toppnum á Norðurlandi vestra

Birtur hefur verið listi yfir 75 aflahæstu árnar á vef Landsambands veiðifélaga eins og staðan var þann 11. júlí.
Meira

Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Náttúrubarnahátíð á Ströndum var haldin í fyrsta skipti síðasta sumar og nú ætlum við að endurtaka leikinn og halda þessa afar óvenjulegu útihátíð helgina 13.-15. júlí. Á hátíðinni fá allir gestir, bæði börn og fullorðnir, kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn. Það er Náttúrubarnaskólinn sem stendur fyrir hátíðinni en hann hefur verið starfræktur fjögur sumur, síðan 2015. Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum yfir sumartímann fyrir náttúrubörn á öllum aldri þar sem þau læra um náttúruna með því að sjá, snerta og upplifa.
Meira

Reiðtúr í Fljótunum í uppáhaldi

Tveir útsendarar frá New York Times ferðuðust um Ísland nú fyrr í sumar og nýlega mátti lesa frásögn þeirra af ferðalaginu í netútgáfu blaðsins. Þau Jada Yuan og Lucas Peterson voru ákaflega sátt við upplifunina og segjast skilja vel nafnið á íslenska flugfélaginu Wow Air því hvað eftir annað stóðu þau sig að því að hrópa upp yfir sig -Vá!- á ferð sinni um landið.
Meira

Á flæðiskeri staddur í Blöndu

Félagar í Björgunarfélaginu Blöndu á Blönduósi fengu útkall um klukkan 20:00 á þriðjudagskvöldið en þá var bíll fastur á Vesturheiðarvegi (F734), 5 km frá Kjalvegi. Á Facebooksíðu Björgunarfélagsins Blöndu segir að þar hafi verið, einn á ferð, ferðalangur á Toyota lc og sat bíllinn fastur uppi á á steini í miðju Blönduvaði.
Meira

Íbúðarhúsnæði í byggingu í fyrsta sinn í rúm tíu ár

Á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar, sem fram fór í gær, var byggingarleyfi samþykkt af hálfu nefndarinnar fyrir einbýlishúsi og bílskúr við Sunnubraut 9 á Blönduósi.
Meira

Húsvíkingar stálu öllum stigunum í uppbótartíma

Lið Tindastóls skutlaðist til Húsavíkur í gær og spilaði þar við heimamenn í Völsungi. Eftir hörkuleik þar sem Stólarnir voru mun sterkari aðilinn voru það hinsvegar heimamenn sem potuðu inn eina marki leiksins í uppbótartíma og svekkjandi tap því staðreynd.
Meira

Landsmótið hafið á Sauðárkróki

Landsmótið á Sauðárkróki hófst í morgun með þriggja tinda göngu en þar er eiga þátttakendur að ganga á þrjá fjallstoppa, Mælifell, Tindastól og Molduxa, innan tólf klukkustunda. Klukkan 10 hefst svo pútt fyrir alla á Hlíðarendavelli en þar er ekki krafist skráningar og allir geta tekið þátt. Morgundagurinn verður svo þéttskipaður dagskrá frá morgni til kvölds.
Meira

Borðeyringar þurfa að sjóða neysluvatn

Íbúar og aðrir þeir sem ætla að fá sér vatnssopa á Borðeyri hafa þurft að sjóða allt neysluvatn síðan í byrjun júnímánaðar. Ástæða þess er sú að í leysingum í vor blandaðist yfirborðsvatn saman við neysluvatn og saurgerlar, eða e.coli- og kólígerlar, mælast í vatninu. Frá þessu var greint í fréttum RÚV í gær.
Meira

Bændamarkaður á Hofsósi á laugardaginn

Bændamarkaður á Hofsósi verður næst haldinn á laugardaginn kemur, þann 14. júlí, klukkan 13-16. Markaðurinn er haldinn í gamla pakkhúsinu og þar munu bændur og aðrir frumframleiðendur og handverksfólk í Skagafirði bjóða vöru sína til sölu. Meðal varnings sem í boði verður má nefna, fisk og kjöt, egg og blóm, grænmeti og kryddjurtir og ýmislegt fleira.
Meira