Fréttir

Veginum um Holtavörðuheiði lokað í tvo tíma í dag

Holta­vörðuheiði verður lokuð í dag í um tvær klukku­stundir milli klukkan 13.30 og 15.30 meðan unnið verður að því að koma vöru­flutn­inga­bíl aft­ur á veg­inn. Samkvæmt frétt á mbl.is fór bíllinn út af veg­in­um í gærkvöld við Miklagil, norðanmegin í heiðinni, og valt. Eng­in slys urðu á fólki.
Meira

Lítil notkun endurskinsmerkja

Nýlega stóð VÍS fyrir könnun á endurskinsmerkjanotkun hjá tveimur ólíkum hópum, annars vegar nemendum unglingadeildar í grunnskóla og hins vegar starfsmönnum á vinnustað. Niðurstaða þeirrar könnunar sýndi að aðeins um 20% nota endurskinsmerki eða tveir af hverjum tíu. Frá þessu er greint á vef VÍS.
Meira

Kynningarfundur um breytingartillögu á Aðalskipulagi

Haldinn verður opinn kynningarfundur um breytingartillögu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, ásamt umhverfisskýrslu, miðvikudaginn 23. janúar kl. 20:00 í Menningarhúsinu Miðgarði. Helstu atriði má nefna val á legu Blöndulínu 3 og virkjanakostir í Skagafirði en um þau hafa menn ólíkar skoðanir.
Meira

Háskólinn á Hólum hlýtur þrjá styrki úr Rannsóknasjóði

Rannsóknasjóður úthlutaði nýlega styrkjum til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2019. Að þessu sinni bárust 359 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og var 61 verkefni styrkt eða um 17%. Verkefni á vegum Háskólans á Hólum hlutu þrjá styrki sem nema samtals rúmum 93 milljónum króna.
Meira

Protis ehf styrkir Krabbameinsfélag Íslands

Sl. föstudag afhenti Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Protis á Sauðárkróki, Krabbameinsfélagi Íslands veglegan styrk sem safnaðist af sölu Protis Kollagen í október á síðasta ári í átakinu Bleika slaufan.
Meira

Vel mætt í útgáfuhóf til heiðurs Kristmundar á Sjávarborg

Í tilefni af 100 ára afmæli Kristmundar Bjarnasonar, rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg, var sl. laugardag haldin samkoma í Safnahúsinu á Sauðárkróki sem einnig var útgáfuhóf vegna bókarinnar Í barnsminni sem Kristmundur ritaði á árunum 2005-2006. Yfir 100 manns mættu og fylltu sal bókasafnsins.
Meira

Sjávarútvegurinn vel í stakk búinn að stunda nýsköpun

Nú er afskurðurinn verðmæti, segir á Facebooksíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Samspil fræðasamfélagsins og sjávarútvegs, hefur leitt af sér fjölmargar nýjungar og í myndbandi sem birtist í morgun á síðunni segir dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóra Protís, frá spennandi hlutum í þeirri grein.
Meira

Frábær endurkoma Stólastúlkna gegn liði Njarðvíkur

Það var heldur betur boðið upp á dramatík í Síkinu þegar Tindastóll og Njarðvík mættust nú á laugardaginn í 1. deild kvenna. Lið Njarðvíkur hafði náð sextán stiga forystu fyrir hlé og allt leit út fyrir að gestirnir tækju stigin tvö með sér heim án verulegra vandræða. Eitthvað fínerí hefur Arnoldas boðið Stólastúlkum upp á í hálfleik því þær komu tvíefldar til leiks í þeim seinni með Tess Williams í hrikalegu stuði og komu leiknum í framlengingu. Eftir líflega og æsispennandi framlengingu fagnaði lið Tindastóls frábærum sigri. Lokatölur 97-93.
Meira

Reiknað með 50 manna hópi flóttafólks til Blönduóss og Hvammstanga

Sveitarstjórnir Blönduóss og Húnaþings vestra fengu í desember í hendur erindi frá velferðarráðuneytinu þar sem þess er farið á leit að sveitarfélögin taki á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á þessu ári. Hópurinn sem hér um ræðir er fjölskyldufólk sem telur um 50 manns og er reiknað með að hann deilist jafnt á sveitarfélögin tvö. Auk þess er fyrirhugað að 25 einstaklingar fái samastað á suðvesturhorni landsins að því er segir í í Fréttablaðinu um helgina en þar var rætt við Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóra á Blönduósi.
Meira

Ráðningar hjá Skagafjarðarhöfnum

Ráðið hefur verið í auglýstar stöður hafnarstjóra og yfirhafnarvarðar hjá Skagafjarðarhöfnum. Dagur Þór Baldvinsson hefur verið ráðinn í starf hafnarstjóra frá 1. janúar sl. en áður gegndi hann stöðu yfirhafnarvarðar. Pálmi Jónsson var ráðinn í hans stað sem yfirhafnarvörður og mun hefja störf innan tíðar, segir á vef Svf. Skagafjarðar.
Meira