Fréttir

Pistill um ekki neitt - Áskorendapenninn Dagný Marín Sigmarsdóttir, Skagaströnd

Þegar Marín frænka hringir og virðist hafa þá ofurtrú að það sé upplagt að þú setjist við skriftir og taki áskorun hennar um að skrifa pistil í Feyki, hvað getur maður sagt. Allavega tók ég þeirri áskorun og hélt að þetta yrði nú ekkert vandamál. En fljótlega varð ég alveg mát, um hvað átti ég eiginlega að skrifa. Eitthvað jákvætt og skemmtilegt og alls ekki pólitík, lagði dóttir mín til.
Meira

Málþing um seli og samfélag

Laugardaginn 13. apríl stendur Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra fyrir opnu málþingi um margslungið samband manna og sela við Húnaflóa í fortíð, samtíð og framtíð. Á málþinginu koma saman fræðimenn af ýmsum sviðum sem eiga það sameiginlegt að stunda rannsóknir á Norðurlandi vestra. Þeir munu deila rannsóknum sínum og niðurstöðum og kanna möguleikann á frekara samstarfi í framtíðinni.
Meira

Brotlending í Síkinu

Tindastóll hafði tækifæri til að sópa Þórsurum frá Þorlákshöfn út úr úrslitakeppni Dominos deildarinnar í gær er þriðji leikur liðanna fór fram í átta liða úrslitunum. Þórsarar voru á öðru máli og vann sannfærandi sigur 67-87.
Meira

Opið hús í Kakalaskála

Næstu þrjá laugardaga, 30. mars, 6. og 13. apríl verður opið hús í Kakalaskála í Skagafirði þar sem áhugasömum er boðið að fylgjast með 14 alþjóðlegum listamönnum að störfum við að túlka sögu Þórðar kakala fyrir sýningu sem stendur til að opna í Kakalaskála í sumar.
Meira

Björn Hansen heiðraður á aðalfundi Tindastóls

Aðalfundur UMF Tindastóls var haldinn í gær í fundarsal sveitarfélagsins í Húsi frítímans. Dagskrá fundarins var samkvæmt lögum félagsins og var ágætlega mætt. Sitjandi stjórn gaf öll kost á sér til áframhaldandi starfa sem var samþykkt.
Meira

Fjórir hektarar lands hafa myndast á Eyrinni á 27 árum

Fyrr í vikunni lauk Norðurtak við að leggja grjótgarð út frá fjörunni neðan athafnasvæðis hafnarinnar á Sauðárkróki með það að markmiði að vinna frekara land. Frá árinu 1978 hafa myndast um 5,8 hektarar, eða 58 þúsund fermetrar, af landi á hafnarsvæðinu sem Gönguskarðsáin og norðanáttin skila að landi með hjálp sandfangara og grjótgarða.
Meira

Fornminjasjóður úthlutar styrkjum

Fornminjasjóður hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2019. Alls bárust 69 umsóknir til sjóðsins og hlutu 23 af þeim styrk að þessu sinni. Heildarfjárhæð úthlutunar nam 41.980.000 króna en sótt var samtals um styrki að upphæð tæpar 160 milljónir króna.
Meira

Gangbrautarvörðurinn á Hvammstanga fær alvöru stöðvunarmerki

Starfsmenn Tengils komu færandi hendi í Grunnskóla Húnaþings vestra í síðustu viku og gáfu skólanum stöðvunarmerki fyrir gangbrautarvörðinn. Höfðu þeir tekið eftir því að einhverjir ökumenn virtu gangbrautarvörð að vettugi þegar nemendur nálguðust gangbrautina.
Meira

„AC/DC hefur hingað til ekki klikkað til að koma öllum í gírinn“ / ÁSBJÖRN WAAGE

Nú á dögunum fór fram árleg Söngkeppni NFNV og þar stóð uppi sem sigurvegari Ásbjörn Edgar Waage. Hann er fæddur árið 1999 og alinn upp á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann stundur nú nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Það þótti við hæft að fá kappann til að svara Tón-lystinni í Feyki.
Meira

Tólf manns bjargað af Holtavörðuheiði

Björgunarsveitin Húnar fékk útkall undir hádegið í dag vegna fólks sem var í hrakningum á Holtavörðuheiði. Á Facebooksíðu Húna segir að farið hafi verið á tveimur bílum frá Húnum og einnig hafi félagar úr Björgunarsveitinni Heiðar komið á móti neðan úr Borgarfirði. Vel gekk að aðstoða fólkið og koma því af heiðinni en þarna var um að ræða tólf manns á fjórum bílum. Vindhraði á heiðinni nálgaðist 40 m/sek í hviðum um það leyti sem björgunarsveitarmenn komu til baka þaðan og er heiðin lokuð og ekkert ferðaveður þar þó eitthvað sé það farið að ganga niður.
Meira