Fréttir

KS greiðir viðbótargreiðslu á lambakjötsinnlegg

Kaupfélag Skagfirðinga sendi á dögunum frá sér tilkynningu til sauðfjárbænda þar sem kemur fram að ákveðið hafi verið að greiða viðbótargreiðslu á lambakjötsinnlegg síðasta hausts.
Meira

Team Leiknir og Íbishóll/Sunnuhvoll unnu sér sæti í Meistaradeild KS

Úrtaka Meistaradeildar KS 2019 í hestaíþróttum fór fram sl. miðvikudagskvöld þar sem fimm lið börðust um þau tvo sæti sem voru laus í keppni vetrarins. Tveir úr hverju liði öttu kappi í hvorri greininni, fimmgangi og fjórgangi. Fór svo að liðin Team Leiknir og Íbishóll/Sunnuhvoll stóðu hæst í lokin og bætast við þau lið sem þegar áttu sæti í KS deildinni.
Meira

Góð þátttaka í Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra var haldin í gær. Óvenju góð þátttaka var í keppninni og atriðin hvert öðru betra.
Meira

Margir kynna starfsemi sína á Mannamóti

Mannamót, árleg kaupstefna sem sett er upp af markaðsstofum landshlutanna, í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia, er haldin í dag í Kórnum í Kópavogi. Kaupstefnan er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og jafnframt tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni.
Meira

Nemendur Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn Cry-Baby

Í dag og á morgun halda eldri bekkir Varmahlíðarskóla árshátíð sína. Eins og undanfarin ár verður mikið um dýrðir og hafa krakkarnir, ásamt kennurum sínum, ráðist í uppsetningu á söngleiknum Cry-Baby sem sýndur verður í Miðgarði í dag, fimmtudaginn 17. janúar, klukkan 17:00 og annað kvöld klukkan 20:00. Eftir sýninguna í dag verður boðið upp á veislukaffi í Varmahlíðarskóla en annað kvöld verður, að sýningu lokinni, haldið unglingaball fyrir 7.-10. bekk þar sem meðlimir úr Hljómsveit kvöldsins sjá um stuðið.
Meira

Keilir eignast Flugskóla Íslands og mun efla starfsstöð sína á Sauðárkróki

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands, einum elsta starfandi flugskóla landsins. Samanlagður fjöldi nemenda í bóklegu og verklegu námi í flugskólunum er á fimmta hundrað.
Meira

María skíðaði vel í Austurríki

María Finnbogadóttir, skíðakona í Tindastól, náði 6. sætinu í svigi í Turnau í Austurríki, sunnudaginn 13. janúar sl. Alls voru 33 þátttakendur í mótinu og hlaut María 49.40 FIS stig fyrir árangurinn, sem er hennar besti árangur á ferlinum.
Meira

Tækifæri í ferðaþjónustu

Ferðaþjónustuaðilar frá öllu landinu fjölmenna nú í lok janúar til höfuðborgarinnar í sjötta skiptið til þess að taka þátt í ferðasýningunni Mannamóti. Mikill kraftur einkennir ferðaþjónustuna eins og áður og eru fyrirtæki frá landshlutunum 270 talsins en þeim fylgir hópur hátt í 400 einstaklinga sem munu taka á móti gestum sínum frá höfuðborgarsvæðinu og kynna fyrir þeim þjónustu, spennandi áfangastaði og ýmsar nýjungar.
Meira

Hjalti og Sölvi í Föstudagsþættinum

Sjónvarpsstöðin N4 fjallaði, í síðasta Föstudagsþætti, um nýútkomna bók Kristmundar Bjarnasonar frá Sjávarborg, Í barnsminni. Þar fékk María Pálsdóttir, þáttarstjórnandi, þá Hjalta Pálsson og Sölva Sveinsson frá Sögufélagi Skagfirðinga, sem einmitt gefur bókina út, í settið og átti við þá skemmtilegt spjall
Meira

Hvenær er nóg nóg?

Eins og einhverjir þá friðar Herra Hundfúll sína rykföllnu samvisku með því að láta smá-aur renna í góð málefni að eigin vali. Fyrir nokkrum árum sprengdi Hundfúll sinn persónulega góðmennskuskala með því að velja að gefa lágmarksupphæð mánaðarlega til UNICEF - Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Honum leið vel með sjálfan sig eftir þennan óvænta góðmennskugjörning...
Meira