Listamiðstöðvar vettvangur háskólanáms á Norðurlandi vestra
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
20.07.2018
kl. 09.00
Nemendur Virginia Tech háskólans í Bandaríkjunum og Concordia háskóla í Montréal í Kanada, hafa nú í júnímánuði dvalið í listamiðstöðvunum á Blönduósi og á Skagaströnd. Þrettán nemendur eru í hvorum hóp. Kathleen Vaughan, aðstoðarprófessor við Concordia, dvelur með nemendum sínum á Blönduósi og á Skagaströnd dvelja Lesley Duffield og Rachel Lin Weaver, aðstoðarprófessorar við Virginia Tech. Blaðamaður Feykis settist niður með Kathleen og Rachel umsjónarmönnum verkefnanna og ræddi við þær um upphafið, hugsjónina og framtíð verkefnisins.
Meira