feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
22.01.2019
kl. 08.32
Eitt af markmiðum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að hvetja til nýsköpunar og efla framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknarverkefnum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Ratsjáin er eitt þeirra verkefna og er ætlað stjórnendum ferðaþjónustufyrirtækja til að efla þekkingu og hæfni þeirra á sviði fyrirtækjareksturs. Því er ætlað að ná til þeirra fyrirtækja sem eru að gera góða hluti í dag en vilja efla sig enn meira í ýmsum rekstrarþáttum.
Meira