Fréttir

Það vantaði miklu meira Malt í Stólana

Bikarævintýri Tindastóls er á enda í bili eftir að Stjarnan kom, sá og sigraði ríkjandi Maltbikarmeistara af miklu öryggi í Síkinu í gærkvöldi. Stjarnan náði frumkvæðinu strax í byrjun leiks og þrátt fyrir ágætan sprett í öðrum leikhluta náðu Stólarnir aldrei að jafna leikinn. Vægt til orða tekið þá komu Tindastólsmenn marflatir til leiks í þriðja leikhluta og gestirnir gengu á lagið og stungu Stólana af. Lokatölur leiksins 68-81.
Meira

Skoða heilsdagsskóla í Varmahlíð

Þann 18. september sl. barst formanni fræðslunefndar Svf Skagafjarðar og fræðslustjóra ábending frá foreldri um vöntun á vistun eftir skóla í Varmahlíð. Síðan hefur málið verið í skoðun innan fræðsluþjónustunnar, starfsmenn hafa aflað gagna, miðlað upplýsingum og skoðað ýmsar sviðsmyndir.
Meira

Stólarnir vilja í Höllina - Búist við hörku rimmu í Geysisbikarnum í kvöld

Í kvöld fer fram risaslagur í Geysisbikarnum er lið Stjörnunnar mætir ríkjandi bikarmeisturum í Síkinu á Sauðárkróki. Gestirnir, sem hafa verið á ágætum spretti í síðustu leikjum, ætla sér stóra hluti enda spáð toppsæti í deildinni í upphafi leiktíðar. „Ef við fáum troðfullt hús aukast líkurnar á því að við förum í Höllina til muna.“
Meira

Meistaradeild KS í hestaíþróttum - Hrímnir

Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS í hestaíþróttum 2019 er sigurlið sl. fjögurra ára, lið Hrímnis. Liðsstjóri þessa sigursæla liðs er sem fyrr Þórarinn Eymundsson, tamningamaður og reiðkennari á Hólum.
Meira

Kvennalið Tindastóls hefur samið við Jackie Altschuld

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Jackie Altschuld um að leika með meistaraflokki kvenna næsta tímabil. Jackie er fædd 1995, fjölhæfur leikmaður sem getur spilað vörn, miðju og sókn.
Meira

Ratsjáin á Norðurlandi vestra

Eitt af markmiðum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að hvetja til nýsköpunar og efla framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknarverkefnum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Ratsjáin er eitt þeirra verkefna og er ætlað stjórnendum ferðaþjónustufyrirtækja til að efla þekkingu og hæfni þeirra á sviði fyrirtækjareksturs. Því er ætlað að ná til þeirra fyrirtækja sem eru að gera góða hluti í dag en vilja efla sig enn meira í ýmsum rekstrarþáttum.
Meira

Leitað að efni í Húnavökuritið

Ritnefnd Húnavökuritsins er nú farin á stúfana í leit að efni í næsta Húnavökurit sem að venju mun koma út á vormánuðum. Efni í ritið þarf að berast til ritnefndar sem fyrst eða eigi síðar en 20. febrúar. Nú er um að gera að dusta rykið af skemmtilegum minningum, sögum, fróðleik eða kveðskap og senda til ritnefndar.
Meira

Vilja að allur fiskur verði boðinn til sölu í uppboðskerfi fiskmarkaðanna sem seldur er á milli ótengdra aðila

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda áttu í síðustu viku fund með fulltrúum Fiskmarkaðs Suðurnesja, Fiskmarkaðs Íslands, Fiskmarkaðs Vestfjarða, Fiskmarkaðs Norðurlands og Reiknistofu Fiskmarkaða. Málefni fiskmarkaða landsins voru rædd og mikilvægi þeirra fyrir aukna verðmætasköpun í sjávarútvegi.
Meira

Vilja styðja betur við barnshafandi konur af landsbyggðinni

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir,heilbrigðisráðherra, kynntu á ríkisstjórnarfundi á föstudag áform um skoða í sameiningu breytingar sem ætlað er að styðja betur við barnshafandi konur á landsbyggðinni og fjölskyldur þeirra.
Meira

Markaðssetning áfangastaða og hlutverk sjálfsímyndar staða

Fyrirlestur og vinnufundur um markaðssetningu áfangastaða og hlutverk sjálfsímyndar staða verður haldinn af Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði nk. fimmtudag 24. janúar á Hótel Varmahlíð. Fyrirlesari er Elísabet Ögn Jóhannsdóttir frá Rannsóknarmiðstöð ferðamála.
Meira