Fréttir

Rúta endaði utan vegar við Víðihlíð

Um kl.22.00 í kvöld, barst tilkynning til lögreglunnar á Norðurlandi vestra, þess efnis að hópbifreið á suðurleið, hefði lent utan vegar skammt sunnan við Víðihlíð í Víðidal. Í bifreiðinni voru 31 með ökumanni, farþegar voru allir ungmenni á aldrinum 16-19 ára. Bifreiðin var á hjólunum allan tímann og enginn meiddist við óhappið.
Meira

Nautakjöt beint frá bónda

„Mín gamla, góða vinkona Bidda (Elísabet Kjartansdóttir) skoraði á mig að vera matgæðingur í hinu ljómandi fína tímariti Feyki. Ég gat ekki fyrir nokkurn mun skorast undan því og þakka henni kærlega fyrir að hafa haft þetta álit á mér og minni matseld. Það er alltaf skemmtilegt að þreifa sig áfram í eldhúsinu, þó frágangurinn sé ekki skemmtilegur að sama skapi.
Meira

Ræsing Húnaþinga og Skagafjarðar

Nýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir tveimur verkefnum þar sem efnt er til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir fyrir Norðurland vestra. Annað verkefnið nefnist Ræsing Húnaþinga og er framkvæmt í samvinnu við sveitarfélög í Húnaþingum og hitt Ræsing Skagafjarðar og er í samvinnu við Sveitarfélagið Skagafjörð og Kaupfélag Skagfirðinga.
Meira

Akureyringarnir höfðu betur í baráttunni um Norðurland

Það var hörkuleikur í 1. deild kvenna í körfunni í dag þegar lið Tindastóls tók á móti baráttuglöðum Þórsurum í Síkinu. Akureyringarnir höfðu unnið fyrri leik liðanna á Akureyri fyrr í vetur í spennuleik og ekki var leikurinn í dag minna spennandi og endaði með því að fara í framlengingu. Þar reyndist tankurinn tómur hjá Tindastóli og lið Þórs, með Sylvíu Rún Hálfdanardóttur í banastuði, sigraði næsta örugglega. Lokatölur 80-89 eftir að staðan var 78-78 að loknum venjulegum leiktíma.
Meira

Bókabúð Amazon á netinu eins og nammibúð

Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi á Molastöðum í Fljótum svaraði spurningum í Bók-haldinu, bókaþætti Feykis, í nóvember 2017. Halldór segist hafa gaman af að glugga í bækur sér til yndis, en ekki síður fróðleiks, þegar frístundir gefast frá bústörfum og barnauppeldi sem er ærinn starfi þar sem þau hjónin eiga átta börn. Halldór hefur lengi haft sérstakan áhuga á að lesa um seinni heimsstyrjöldina, allt síðan hann las fyrstu bókina eftir Sven Hassel. Núorðið les hann aðallega bækur í spjaldtölvum og bókabúð Amazon á netinu er í miklu uppáhaldi hjá honum.
Meira

Stuðningsgreiðslur til sauðfjárbænda

Bráðabirgðaársáætlanir búnaðarstofu Matvælastofnunar um heildarframlög til sauðfjárbænda voru birtar á Bændatorginu þann 16. janúar. Áætlunin birtir áætlaða heildarupphæð stuðningsgreiðslna á árinu 2019 og mánaðargreiðlsu í hverjum styrkjaflokki. Tvöföld greiðsla í janúar byggir á bráðabirgðaársáætlun miðað við framleiðslutölur fyrra árs á þeim tíma sem áætlunin er gerð.
Meira

Virkilega þakklát og stolt

Eins og Feykir hefur greint frá var Perla Ruth Albertsdóttir, handknattleikskona frá Eyjanesi í Hrútafirði, leikmaður Selfoss og íslenska kvennalandsliðsins, valin íþróttamaður USVH árið 2018. Einnig var Perla valin íþróttakona Sveitarfélagsins Árborgar. Glæsilegur árangur hjá Perlu, ekki síst þar sem þetta er í annað sinn sem hún hlýtur þessa sæmd hjá sömu aðilum.
Meira

Brúsastaðir í öðru sæti yfir afurðahæstu kúabúin

Brúsastaðir í Vatnsdal er í öðru sæti yfir afurðahæstu kúabú landsins árið 2018 samkvæmt fyrstu niðurstöðum skýrsluhalds mjólkurframleiðslunnar sem Ráðgjafarþjónusta landbúnaðarins birti á vef sínum í gær. Tölurnar eru birtar með þeim fyrirvara að enn hafa ekki allar skýrslur borist og því hugsanlegt að breytingar geti orðið.
Meira

Féll niður um vök á vélsleða

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit á Sauðárkróki var kölluð út sl. þriðjudag til að aðstoða vélsleðamann sem hafði fallið niður um vök á Áshildarholtsvatni. Fljótlega kom þó afturköllun þar sem maðurinn komst á þurrt af sjálfsdáðum.
Meira

Stólarnir daufir í dálkinn

Tindastólsmenn héldu í víking suður í Hafnarfjörð í gær og léku þar við lið Hauka sem hefur átt á brattann að sækja í vetur. Ekki hljóp beinlínis á snærið hjá okkar mönnum sem komu tómhentir heim í Skagafjörð eftir frammistöðu þar sem töluvert skorti upp á gleði og baráttu auk þess sem skyttur Stólanna voru langt frá því að fylla sinn kvóta. Eftir að hafa leitt í hálfleik, 38-41, þá gekk sóknarleikur Tindastóls illa í síðari hálfleik og Hafnfirðingar sem sigruðu að lokum 73-66.
Meira