Fréttir

Kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra

Á fundi stjórnar SSNV, sem fram fór þann 10. júlí sl., lagði Unnur Valborg framkvæmdarstjóri fram lista yfir nýkjörna aðalmenn í sveitarstjórnum á starfsvæði SSNV. Samkvæmt honum er konur nú 47% sveitarstjórnarfulltrúa samanborið við 38% á nýliðnu kjörtímabili.
Meira

Listasmiðja á Húnavöku

Í tilefni af Húnavöku mun Þekkingarsetrið á Blönduósi bjóða upp á listasmiðju - þrykknámskeið í Kvennaskólanum, föstudaginn 20. júlí frá kl. 16:00 - 18:00.
Meira

Listaflóð á vígaslóð – Sýningu Ásbjargar frá Kúskerpi framhaldið næstu helgi

Sýning á handverki Ásbjargar frá Kúskerpi, sem sett var upp um síðustu helgi í Kakalaskála á Kringlumýri í Skagafirði í tilefni menningarhátíðarinnar Listaflóð á vígaslóð, verður framhaldið um næstu helgi.
Meira

Perlað af Krafti á Landsmótinu

Einn af viðburðum Landsmótsins á Sauðárkróki síðustu helgi var Perlað af Krafti þar sem keppst var við að ná Íslandsmeti í perlun armbanda. Um 250 manns lögðu leið sína í Árskóla og perluðu af kapp
Meira

Hátíðarfundur Alþingis í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins

Alþingi kemur saman til funda í dag, þriðjudaginn 17. júlí, og á morgun, miðvikudag, í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Í dag hefst þingfundur kl. 13.30. Á morgun verður hátíðarfundur Alþingis að Lögbergi á Þingvöllum og hefst sá fundur kl. 14.
Meira

Margir tóku þátt í íþróttum í fyrsta sinn á Landsmótinu

„Landsmótið á Sauðárkróki var sannkölluð íþróttaveisla. Við tókum stóra ákvörðun um að breyta Landsmótinu sem hafði verið haldið í meira en 100 ár í nánast óbreyttu formi. Það var frábært að sjá og heyra viðbrögð fólks við breytingunni. Það er alveg ljóst að framtíðin er fólgin í því að vinna frekar með þessar breytingar,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
Meira

Skagfirðingar með fern gullverðlaun

Meistaramót Íslands fór fram á Sauðárkróki samhliða Landsmóti UMFÍ um helgina. Þar barðist okkar fremsta frjálsíþróttafólk um Íslandsmeistaratitilinn. Skagfirðingarnir unnu til fernra gullverðlauna og tveggja silfurverðlauna á mótinu. Þá varð liðið í 4. sæti af 14 keppnisliðum á mótinu í heildarstigakeppninni.
Meira

Færri umferðaróhöpp en fleiri hraðakstursbrot

Mikil fjölgun hefur orðið á hraðakstursbrotum í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra það sem ef er ári. Þannig voru útgefnar kærur það sem af er þessu ári orðnar 3.689 talsins sl. fimmtudag samanborið við 1.417 á sama tíma í fyrra og 602 árið 2016. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu á föstudag þar sem rætt er við Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Meira

SSNV aðili að alþjóðlegu samstarfsverkefni

Á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, segir frá því að samtökin taka þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem hlaut á dögunum styrk úr sjóði Norðurslóðaverkefna. Er því ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun.
Meira

Grettissaga Einars Kárasonar í Félagsheimilinu á Blönduósi

Rithöfundurinn og sagnamaðurinn Einar Kárason mun stíga á stokk í Félagsheimilinu á Blönduósi á morgun, þann 17. júlí kl. 20, og flytja Grettissögu.
Meira