feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
21.07.2018
kl. 10.11
„Okkur finnst gaman í eldhúsinu, Addi eldar mest allt þegar hann er heima en Guðrún bakar. Skemmtilegt er að skoða nýjar uppskriftir og útfæra svo eins og okkur finnst best. Á sumrin er mikið grillað og maturinn oft í einfaldari kantinum. Við ætlum ekki að vera með uppskrift að eftirrétti þar sem á sumrin er það yfirleitt búðarkeyptur íspinni sem verður fyrir valinu. Aðalrétturinn sem við ætlum að bjóða upp á er upphaflega byggður á misskilningi okkar hjóna, ég taldi mig vera að hafa til salat i kjúklingasalat og að Addi væri að grilla kjúkling í það, hann var hins vegar að grilla pylsur. Þannig varð til pylsusalat,“ sagði Guðrún Elsa Helgadóttir, kennari við Höfðaskóla á Skagaströnd en hún og maður hennar, Arnar Ólafur Viggósson, háseti á Arnari HU1 voru matgæðingar vikunnar í 28. tbl. ársins 2016.
Meira