Fréttir

Reytingur á fyrsta REKO afhendingu á Norðurlandi

Fyrsta REKO afhendingin á Norðurlandi fór fram í gær á Blönduósi. Skemmtileg stund í hinni frábæru Húnabúð / Bæjarblómið, segir á Facebooksíðu REKO en þar fór afhendingin fram milli klukkan 13 og 14. Seinna um daginn fór önnur afhending fram á Sauðárkróki og í dag verður afhending hjá Jötunvélum á Akureyri milli kl: 12-13.
Meira

Aðstoðuðu ferðamenn á Kili

Björgunarsveitarmenn úr Björgunarfélaginu Blöndu voru kallaðir út fyrir skömmu þess erindis að koma erlendum ferðamönnum til aðstoðar en þeir höfðu fest bíl sinn á Kjalvegi, í grennd við Hveravelli. Ferðamennirnir voru á leið suður Kjöl á litlum Hyundai fólksbíl og ætluðu að skoða Gullfoss og Geysi. Fá þessu var sagt á mbl.is í gær.
Meira

Hér er Skagfirðingur

Trjágreinarnar með gulnuðu laufi sem umvefja jólablað Feykis 2018 eru greinar gulvíðis (Salix phylicifolia) sem á rætur að rekja í Fögruhlíð í Austurdal í Skagafirði. Það sem er eftirtektarvert og raunar merkilegt við þennan víðir er að hann ólíkt flestum öðrum lauftrjám, heldur sölnuðu laufinu langt fram á vetur. Þetta má greinilega sjá á myndinni sem tekin er í Kópavogi 16. desember 2018.
Meira

Ekki í anda MeToo að gægjast á glugga

Það er ekki upp á drengina hans Leppalúða logið með dónaskap og hyskni. Í nótt kom enn einn durturinn til byggða og glennti glyrnurnar inn um glugga landsmanna. Sá heitir Gluggagægir og herma heimildir að inni á löggustöð liggi kæra á hendur honum frá heiðviðri frú fyrir þennan ósóma, enda ekki í anda MeToo. En þar sem kominn er föstudagur látum við flakka eitt jólalag með Vandræðaskáldunum frá Akureyri en sungið er um rauð jól, annars konar rauð en flestir þekkja.
Meira

Nýr olíutankur við verslunina á Ketilási

Undanfarið hefur verið unnið að því að koma fyrir nýjum olíutanki frá ÓB við verslun KS á Ketilási í Fljótum. Væntanlega verður það til mikilla hagsbóta fyrir Fljótamenn en engin olíuafgreiðsla hefur verið starfrækt þar síðan í upphafi þessa árs þegar N1 hætti olíu- og bensínsölu á staðnum.
Meira

16 þristar verðlaunaðir með 16 Risa Þristum

Það var smá húllumhæ í Síkinu í gær þar sem leikmenn Tindastóls voru á lokaæfingu fyrir jólafrí og lokaleik fyrri umferðar Dominos-deildarinnar sem fram fer í Keflavík í kvöld. Í tilefni af Íslandsmeti Brynjars Þórs Björnssonar í þristahittni á dögunum tók stjórn körfuknattleiksdeildar sig til og færði kappanum ágæta gjöf; treyjuna sem hann spilaði í í leiknum og 16 Risa Þrista.
Meira

Eyðum ekki jólunum á klósettinu

Þessa dagana er mikið um að vera í eldhúsum landsins enda jólaundirbúningur í fullum gangi og margar tegundir af matvælum sem koma þar við sögu. Matvælastofnun vill benda fólki á að mikilvægt er að hugað sé vel að hrein­læti, réttri meðhöndl­un og kæl­ingu mat­væla í eld­hús­inu svo koma megi í veg fyr­ir að heimilisfólk og gestir þess fái mat­ar­borna sjúk­dóm­a sem valdið geta miklum óþægindum.
Meira

Otur frá Sauðárkróki fallinn

Stóðhesturinn Otur frá Sauðárkróki hefur nú kvatt þetta jarðlíf 36 vetra gamall. Seinni hluta ævinnar dvaldi hann í Þýskalandi við gott atlæti en þangað fór hann árið 2000. Otur var úr ræktun Sveins Guðmundssonar, undan Hrafnkötlu og Hervari frá Sauðárkróki og samkvæmt WorldFeng er Otur GbR skráður eigandi.
Meira

Vel mætt á jólabókakvöld Gleðibankans á Skagaströnd

Jólabókakvöld Gleðibankans á Skagaströnd var haldið í Bjarmanesi í síðustu viku. Fjölmenni sótti viðburðinn og átti saman notalega kvöldstund. Heimamenn lásu úr nýútkomnum bókum, Útkalli, Sagnaseiði, Kaupthinking, Geðveikt með köflum, Rassafari á steini og fleirum. Tónlistarflutning annaðist Ingeborg Knøsen. Frá þessu er sagt á húni.is.
Meira

Flottir krakkar á jólamóti Tindastóls í júdó

Iðkendur Júdódeildar Tindastóls kepptu á jólamóti sem fram fór í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Góð mæting var á mótið sem markar lok starfs júdódeildarinnar á árinu. Alls mættu 26 keppendur til leiks, 17 stelpur og 9 strákar. Rúmlega þriðjungur keppenda æfir austan Vatna, en æfingar fram á Hofsósi einu sinni viku undir handleiðslu Jakobs Smára Pálmasonar, bónda í Garðakoti.
Meira