Fréttir

Staða skólastjóra á Skagaströnd laus til umsóknar

Staða skólastjóra við Höfðaskóla á Skagaströnd hefur verið auglýst laus til umsóknar. Í auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu um helgina segir að leitað sér að metnaðarfullum einstaklingi sem búi yfir þekkingu, hæfni og áhuga til að veita faglega forystu í skólastarfi. Mikið og gott starf hafi verið unnið í skólanum síðustu ár og þurfi nýr skólastjóri að hafa áhuga á því að halda þeirri vinnu áfram og þróa enn frekar. Skólinn notar spjaldtölvur í námi og kennslu með markvissum hætti og hafa kennarar sótt fjölmörg námskeið um notkun þessara tækja í skólastarfi.
Meira

Raforkuöryggi, samtal og samráð - Blöndulína 3, tenging á milli Blöndu og Akureyrar

Undanfarið hafa birst greinar um tengingu sem fyrirhuguð er milli Blöndu og Akureyrar, Blöndulínu 3, línu sem ætlað er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi og er mikilvægur hlekkur í framtíðarflutningskerfinu. Fram hefur komið að Blöndulína 3 sé ekki á þriggja ára framkvæmdaáætlun Landsnets og er það rétt en mikilvægt er að átta sig á að Kerfisáætlun Landsnets skiptist í tvennt, þ.e. þriggja ára framkvæmdaáætlun og tíu ára áætlun. Blöndulína 3 er því í Kerfisáætluninni þó hún sé ekki áætluð til framkvæmda innan þriggja ára. Gert er ráð fyrir að línan komi í beinu framhaldi af framkvæmdum við Hólasandslínu 3 sem farið verður í eftir að Kröflulína 3 verður að veruleika á næstu misserum. Kerfisáætlun er endurskoðuð árlega.
Meira

Naglaeyðari í Hellinum

Hann var hreint út sagt ótrúlegur leikur ÍR og Tindastóls sem fram fór í Hertz-hellinum í Breiðholtinu í gærkvöldi. Stólarnir höfðu náð 13 stiga forystu í þriðja leikhluta en heimamenn voru snöggir að jafna og áttu síðan sigurinn vísan en þremur stigum yfir klúðruðu þeir fjórum vítaskotum í röð þegar 7-8 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma og Stólarnir jöfnuðu með ævintýraþristi Alawoya. Í framlengingunni voru Tindastólsmenn sterkari og fögnuðu sætum sigri um leið og þeir skrúfuðu tappann á leiðinda taphrinu. Lokatölur 85-90.
Meira

Keilir með námskynningu á Sauðárkróki

Í kvöld verður Keilir með opinn kynningarfund um námsframboð skólans en lögð verður áhersla á létt spjall þar sem hver og einn getur fengið upplýsingar um ýmsar leiðir í staðnámi og fjarnámi. Fundurinn hefst kl. 20:00 í Farskólanum á Sauðárkróki.
Meira

Karlar ræða krabbamein í karlaklefanum

Karlaklefinn er fræðsluverkefni á vegum Krabbameinsfélags Íslands þar sem karlmenn ræða heilsu, forvarnir, veikindi og fræðast um reynslu annarra. M.a. er rætt um dæmigerð einkenni en eins og margir vita eru krabbamein mörg og mismunandi. Þá segja karlar frá veikindum sínum og upplifunum af meðferðum. Einn þeirra er Ingimar Jónsson, bóndi á Flugumýri í Skagafirði, en hann var greindur með mergæxli og átti það á hættu að beinbrotna við minnstu hreyfingu.
Meira

Vinnuhestar - Kristinn Hugason skrifar

Í fyrstu grein minni hér í Feyki þetta árið skrifaði ég um landpósta og pósthesta. Segja má að rökrétt framhald þess sé að fjalla um vinnuhesta en í sjálfu sér voru pósthestarnir vinnuhestar; þeir voru flestir notaðir sem áburðarhestar undir póstkoffortunum en póstarnir voru ríðandi. Nema þá í þeim tilfellum sem þeir fóru ókleif fjöll hestum eða aðrar slíkar vegleysur að þeir yrðu að fara fótgangandi eða þá að þeir færu sjóveg.
Meira

Menn sáu rautt í Lengjubikarnum

Það var skemmtileg nýbreytni að mæta á fótboltaleik á Sauðárkróksvöll í byrjun mars en sú var raunin í dag. Það voru lið Tindastóls og Reynis Sandgerði sem leiddu saman gæðinga sína í Lengjubikarnum og lengi vel leit út fyrir að lið Tindastóls færi með öruggan sigur af hólmi. Það reyndist hins vegar seigt í Sandgerðinum og jöfnuðu þeir leikinn, 3–3, með afar umdeildu marki þegar skammt var eftir. Sáu þá margir Tindastólsmanna rautt en aðeins einn fékk að líta rauða spjaldið hjá dómaranum.
Meira

Stólastúlkur með flottan sigurleik í Njarðvík

Kvennalið Tindastól átti einn sinn besta leik í vetur þegar liðið sótti Njarðvík heim í gærkvöldi í næst síðasta leik sínum í 1. deild kvenna. Stólastúlkur náðu forystunni snemma leiks og héldu haus allan leikinn þrátt fyrir að heimastúlkur jöfnuðu leikinn nokkrum sinnum. Lokatölur í Njarðvík voru 63-69 fyrir Tindastól.
Meira

Rækjur á salati, nautabuff og eplakaka frá mömmu

Matgæðingar vikunnar í 9. tbl. Feykis 2017 voru þau Bryndís Bjarnadóttir og Ágúst Jónsson á Ytra-Skörðugili. Þau buðu upp á rækjuforrétt með sterkri sósu, sinepskryddað nautabuff í aðalrétt og að lokum ljúffenga eplaköku í eftirrétt. „Ég er heimilisfræðikennari í Varmahlíðarskóla og hef áhuga á matseld en húsbóndinn sér um að grilla. Forrétturinn er mjög góður á hlaðborð og eplakakan er uppskrift frá móður minni og var mjög oft á sunnudögum á mínu æskuheimili. Hún er líka vinsæl á okkar heimili,“ segir Bryndís.
Meira

Fyrsti samningur um NPA undirritaður hjá Svf. Skagafirði

Gunnar Heiðar Bjarnason var á dögunum fyrsti einstaklingurinn til að skrifa undir samning hjá Fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) eftir að reglugerðin var lögfest 1. október 2018, með samþykkt nýrra laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.
Meira