Fréttir

Líf í lundi - Gaman á Gunnfríðarstöðum

Laugardaginn, 23. júní klukkan 14:00, verður spennandi dagskrá hjá Skógræktarfélagi Austur - Húnvetninga í útivistarskóginum á Gunnfríðarstöðum.
Meira

Margir keyrðu of hratt um helgina

Síðastliðna helgi voru 134 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en sá sem hraðast ók mældist á 166km hraða. Einnig voru fimm ökumenn kærðir fyrir önnur umferðarlagabrot og þ.á.m einn fyrir að valda mikilli hættu í umferðinni með glæfralegum framúrakstri og einn ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna.
Meira

Útséð með hvaða hestar fara á Landsmót hestamanna fyrir Skagfirðing

Úrtaka fyrir Landsmót og félagsmót Skagfirðings fór fram um helgina á félagssvæði Skagfirðings á Sauðárkróki. Margir góðir hestar og knapar sýndu hvað í þeim bjó og uppskáru vel eftir þjálfun vetrarins. Eftirtaldir hestar hafa unnið sér þátttökurétt á Landsmót hestamanna sem fram fer í Reykjavík dagana 1. - 8. júlí.
Meira

10 ára afmælishátíð Ness Listamiðstöðvar

Nes Listamiðstöð býður öllum að koma á Skagaströnd og fagna 10 ára afmæli listamiðstöðvarinnar um næstu helgi, 23. og 24. júní. Á hátíðinni verður sýning fjölmargra listamanna sem dvalið hafa í Nesi, bæði innsetningar og gjörningur, ásamt nýjum verkum þeirra listamanna sem dvelja nú í Nes listamiðstöð. Alls er um að ræða 80 listaverk, ljósmyndir, málverk, teikningar og margt fleira. Flest listaverkin verða einnig til sölu.
Meira

Markmenn eiga misjafna daga

Heimsbyggðin fylgdist agndofa með þegar Hannes Þór Halldórsson varði víti frá sjálfum Lionel Messi og átti stórgóðan leik með íslenska landsliðinu gegn Argentínu. Það var unun að horfa á tilþrifin hjá honum í leiknum og vonandi heldur hann áfram að standa sig vel á stóra sviðinu. En markmenn geta átt ansi slæma daga og það er líka skemmtilegt að sjá smá klúður.
Meira

Ný lyfta tekin í notkun í Reiðhöllinni

Undanfarin ár, allt frá árinu 2000, hefur Iðja - dagþjónusta staðið fyrir reiðþjálfun fatlaðs fólks sem farið hefur fram í Reiðhöllinni á Sauðárkróki. Frá upphafi hefur Ingimar Pálsson lagt til hross til þjálfunarinnar og undanfarin ár hefur dóttir hans, Inga Dóra, einnig komið að þjálfuninni sem reiðkennari.
Meira

Gleðilegan 17. júní

Íslenski þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert en það var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar. Fæðingardags hans var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en fyrst var haldinn almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911. Þá var Háskóli Íslands settur í fyrsta sinn. Eftir það héldu íþróttasamtök upp á daginn. Árið 1944 var 17. júní valinn stofndagur lýðveldisins. Síðan hefur hann verið opinber þjóðhátíðardagur og almennur frídagur.
Meira

Spekingar spjalla í Moskvu

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum Frónbúa að Ísland og Argentína áttust við á HM í knattspyrnu í Moskvu í dag, en um var að ræða allra fyrsta leik Íslands í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Úrslitin, 1-1, komu skemmtilega á óvart þó margir hafi reyndar verið furðu bjartsýnir fyrir þessa viðureign við eina bestu knattspyrnuþjóð heims sem alið hefur ófáa yfirburðamenn í gegnum árin. Feykir tók smá rúnt um Facebook-lendur að loknum leik og rakst þá á þessa ágætu mynd af þremur snillingnum samankomnum í Moskvu.
Meira

Lásu 2500 bækur

Frá 1. mars til 15. maí síðastliðinn stóð yfir lestrarátak á vegum IÐNÚ útgáfu í samstarfi við skólasöfnin í grunnskólum landsins. Viðtökurnar við lestrarátakinu voru afar góðar og skólar um allt land tóku þátt. Með það að markmiði að allir nemendur gætu verið með í lestrarátakinu, óháð því hvar þau væru stödd í lestri, var ákveðið að hafa þema átaksins þrískipt. Þátttakendur gátu valið um að lesa, lita og skapa þar sem leysa þurfti mismunandi verkefni fyrir hvern hluta.
Meira

Skrifað undir samstarfssamning í Skagafirði

Skrifað var undir samstarfssamning milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um meirihlutasamstarf um stjórnun Sveitarfélagsins Skagafjarðar kjörtímabilið 2018-2022 í gær í Safnahúsi Skagfirðinga. Svo skemmtilega vill til að undirskriftin bar upp á sama dag og Sveitarfélagið Skagafjörður fagnar 20 ára afmæli. Í sáttmála flokkanna eru margar góðar tillögur sem snýr að breyttum vinnubrögðum sem og að unnið verði áfram að góðum málefnum ekki síst í skólamálum.
Meira