Fréttir

Tækifærin á landsbyggðinni - Áskorendapistill Sveinbjörg Pétursdóttir Hvammstanga

Fólksflótti af landsbyggðinni er eitthvað sem við heyrum reglulega í umræðunni. Þá virðist þetta einnig vera skilgreint sem vandamálið að halda unga fólkinu í heimabyggð. Umræðan er gjarnan á þá leið að við þurfum að halda unga fólkinu á svæðinu, halda því hérna í framhaldsskóla, háskóla og þar fram eftir götunum til að auka líkur á því að þau vilji búa á svæðinu þegar fullorðinslífið er tekið við.
Meira

Flottur árangur í lestrarátaki

Krakkarnir í Grunnskóla Húnaþings vestra tóku þátt í lestrarátaki í janúar. Markmiðið var að lesa upphátt heima í að minnsta kosti tíu mínútur á dag. Allir nemendur bekkjarins tóku virkan þátt í átakinu og lásu margir mun meira. Samanlagt vörðu nemendur 6. bekkjar 5103 mínútum í lestur á þeim rúmu þremur vikum sem átakið stóð yfir.
Meira

Verjum sérstöðu landsins

Nú hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birt drög að frumvarpi til að bregðast við niðurstöðu EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir á fersku kjöti til landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimildum til innflutnings á hráu ófrosnu kjöti og ógerilsneiddum eggjum. Frumvarpið hefur hvorki verið lagt fyrir ríkisstjórn eða stjórnarflokka. Það er enn í vinnslu hjá ráðuneyti en opnað hefur verið á samráð um frumvarpið í gegnum samráðsgátt stjórnvalda.
Meira

Tillaga að verndarsvæði í byggð á Hofsósi

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 12. desember síðastliðinn að leggja fram tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan þéttbýlisins á Hofsósi. Svæðið sem um ræðir eru bæjarkjarnarnir Plássið og Sandurinn sem afmarkast af Brekkunni að norðan, af brekkubrún Bakkans að austan og sjó og hafnargarði að sunnan og vestan, samtals um 3 ha að stærð.
Meira

Brains for Europe :: Erasmus+ styrkur til Blönduskóla

Blönduskóli fékk styrk til þess að taka þátt í Erasmus+ verkefni sem heitir „Brains for Europe. Með Erasmus+ gefst menntastofnunum og aðilum sem sinna menntun á öllum skólastigum tækifæri til að auka alþjóðavæðingu í skólastarfi, miðla eigin reynslu og sækja þekkingu til annarra Evrópulanda. Markmið verkefnisins Brains for Europe er að kynna nám í taugavísindum í grunnskólum og með því að kenna börnum á aldrinum 12 og 16 ára hvernig heilinn virkar og hvernig þau geta nýtt sér þessa visku til þess að bæta sig í námi.
Meira

Fjórir Skagfirðingar í U21-landsliðshópi LH

Landssamband hestamannafélaga (LH) kynnti U21 landsliðshóp LH í gær og er það annað skrefið sem LH tekur í breyttum áherslum í afreksmálum en nýlega var kynntur landsliðshópur LH í flokki fullorðinna. Fjögur skagfirsk ungmenni prýða sextán manna hópinn sem samanstendur af afreksknöpum í fremstu röð í hestaíþróttum hérlendis, 16-21 árs.
Meira

Fyrirhugað að auka urðun í Stekkjarvík

Byggðasamlagið Norðurá bs undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar aukningar á árlegu magni til urðunar á urðunarstaðnum í Stekkjarvík í landi Sölvabakka, utan við Blönduós. Norðurá leigir landið í Stekkjarvík af landeigendum Sölvabakka og gildir leigusamningurinn til ársins 2038. Urðað hefur verið á svæðinu síðan 2011.
Meira

Öryggisþjónusta í uppnámi

Eitt hinna mikilvægustu samfélagsverkefna er heilbrigðisþjónusta en hún hefur þróast á ýmsa vegu á Íslandi á undanförnum áratugum. Einstaka þættir hennar hafa sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónarmiða og þar má nefna sjúkraflutninga í landinu. Félagar í Rauða Krossinum hófu sjúkraflutninga í sjálfboðaliðavinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn.
Meira

Karl og Theodór sigursælir

Meistaramót öldunga í frjálsíþróttum innan húss var haldið í Laugardalshöllinni helgina 16.-17. febrúar. Keppendur á mótinu nú voru 65. Tveir keppendur kepptu undir merkjum UMSS, feðgarnir Karl Lúðvíksson og Theodór Karlsson og gerðu það gott, unnu til sjö gullverðlauna, einna silfurverðlauna og einna bronsverðlauna.
Meira

Vel heppnað námskeið í viðburðastjórnun

Námskeið í viðburðastjórnun sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra stóðu fyrir og haldið var á Blönduósi sl. mánudag var prýðilega sótt, að því er segir á vef samtakanna. Námskeiðið var ætlað öllum þeim sem eru að skipuleggja og halda utan um stóra og smáa viðburði og langar til þess að sækja sér viðbót í verkfærakistuna sína.
Meira