Fréttir

Opið hús og jólakaffi í Nes Listamiðstöð í dag

Nes Listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús og jólakaffi í dag, fimmtudaginn 20. desember, klukkan 16-18. Þá bjóða listamennirnir 14 sem ætla að dvelja á Skagaströnd um jólin öllum að koma við til að heilsa upp á þá og drekka með þeim jólakaffi.
Meira

Brunar á heimilum flestir í desember

Tölfræði tjóna hjá VÍS sýnir að flestir brunar á heimilum eiga sér stað í desember og þar fast á eftir fylgir janúar. Algengustu brunar á þessum tíma eru vegna kerta og eldavéla og eru nú þegar farnar að koma inn tilkynningar um bruna vegna kertaskreytinga. Á heimasíðu VÍS segir að mikilvægt sé að fylgjast vel með kertum sem hafa verið tendruð og muna að slökkva á þeim.
Meira

Ætlaði að gerast grænkeri og lifa á bjúgaldinum

Sagt er að Bjúgnakrækir sé fimur við að klifra og sat hann gjarnan upp í rjáfri eldhúsa hér áður fyrr og graðkaði í sig bjúgu. Í dag er hann vansæll því fá eru bjúgun í eldhúsum Íslendinga en einu sinni hugðist hann gerast grænkeri og snúa sér alfarið að bjúgaldinum. Það stóð samt ekki lengi því hann náði að hnupla góðri kippu af úrvalsbjúgum úr reykhúsi í Blönduhlíðinni og nokkru síðar í Blöndudalnum. Þá tók hann gleði sína á ný og söng hástöfum Tvíhöfða jólalag.
Meira

31 verkefni hlaut styrk úr Menningarsjóði KS

Í gær fór fram úthlutun styrkja hjá Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga í sal Kjarnans á Sauðárkróki. Alls fengu 31 verkefni styrk en þau eru af ýmsum toga og mörg hver tilkomin vegna þeirra styrkja sem veittir eru til menningarmála í héraði. Bikar, og styrkur, til minningar um Stefán Guðmundsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur, var einnig veittur og kom í hlut Ragnars Ágústssonar, ungs og efnilegs körfuboltamanns.
Meira

Stólarnir mæta Stjörnunni í Geysisbikarnum

Í gær var dregið í átta liða úrslit Geysisbikarsins í körfubolta. Ríkjandi bikarmeistarar, lið Tindastóls, dróst á móti Stjörnunni og fengu Stólarnir heimaleik. Ekki er búið að raða leikjum á ákveðna daga en ljóst að leikið verður annað hvort 20. eða 21. janúar í Síkinu.
Meira

Rabb-a-babb 171: Evelyn Ýr

Nafn: Evelyn Ýr. Fjölskylduhagir: Gift Sveini Kunningja á Lýtingsstöðum, við eigum saman eðaleintakið hann Júlíus Guðna. Starf / nám: Ferðaþjónustubóndi og bóndakona, húsmóðir með mastersgráðu í menningarfræði, leiðsögumaður og stundakennari í ferðamálum í Háskólanum á Hólum Hvernig slakarðu á? Með því að syngja, fara í reiðtúr eða taka myndir. Svo er gott að setjast niður með glas af rauðvíni, kveikja á kertum og lesa. Hver er elsta minningin sem þú átt? Komin á hestbak á dráttarhesti hjá afa. Ég var örugglega ekki eldri en tveggja ára.
Meira

Hvernig á að flokka um jólin?

Flokka ehf. hefur sett leiðbeiningar inn á heimasíðu sína um flokkun á ýmsum úrgangi sem til fellur yfir hátíðirnar og getur vafist fyrir fólki hvernig skal flokka.
Meira

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi

Í kvöld halda nemendur Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi sína árlegu Jólavöku. Verður hún haldin í Félagasheimilinu Höfðaborg og hefst kl. 20:30.
Meira

Landsvirkjun gerir rafmagnssamning við dótturfélag Etix Everywhere Borealis fyrir gagnaver á Blönduósi

Landsvirkjun og gagnaversfyrirtækið Etix Everywhere Iceland ehf., dótturfélag Etix Everywhere Borealis, hafa undirritað rafmagnssamning um afhendingu 25 MW til nýs gagnavers á Blönduósi. Gagnaverið hefur hafið rekstur og standa þegar yfir framkvæmdir við stækkun þess en gagnaverið verður fyrsti stórnotandi rafmagns sem tengist beint við tengivirki Landsnets við Laxárvatn í Blönduósbæ.
Meira

Sveitarstjóraskipti á Skagaströnd

Sveitarstjóraskipti urðu á Skagaströnd í gær þegar Alexandra Jóhannesdóttir tók við starfi sveitarstjóra af Magnúsi B. Jónssyni sem gegnt hefur starfinu óslitið i rúm 28 ár eða frá því í júní 1990. Á sveitarstjórnarfundi í gær var Magnúsi þakkað samstarfið og vel unnin störf í þágu samfélagsins á Skagaströnd og jafnframt var Alexandra boðin velkomin til starfa.
Meira