Fréttir

Hurðaskellir vændur um dónaskap

Eins og allir vita eru jólasveinar býsna kúnstugir og óútreiknanlegir á allan hátt. Þeir þykjast geta blekkt okkur mannfólkið með því að klæðast rauðum fötum og brosa blítt. En gætið ykkar því í nótt kom leiðindadóni sem skellir hurðum, og er í hæsta máta klúr þegar maður vill fá sér kríu. En í tilefni af því að rétt um vika er í það að jólin verða hringd inn syngur Birgitta Haukdal - Eitt lítið jólalag.
Meira

Nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra senda út jólakveðjur

Síðastliðinn föstudag var þemadagur í Grunnskóla Húnaþings vestra. Nemendur skólans eru komnir í jólaskap og hluta af deginum vörðu þeir til að útbúa kveðjur til íbúa Hvammstanga, skrifuðu og skreyttu spjöld með jólakveðju sem þeir síðan hengdu á hurðarhúna á Hvammstanga. Einnig fóru nemendur úr dreifbýlinu heim með kveðjur.
Meira

Fimm umferðaróhöpp um helgina Norðurlandi vestra

Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra urðu fimm umferðaróhöpp um helgina. Aðallega er um bílveltur að ræða ásamt einni aftanákeyrslu. Á Facebooksíðu Lögreglunnar á NV kemur fram að sem betur fer urðu ekki alvarleg slys á fólki.
Meira

Óskað eftir móttöku sýrlensks flóttafólks í Húnaþingi vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra tók fyrir, á fundi sínum þann 13. desember sl., erindi frá velferðarráðuneytinu um móttöku flóttamanna þar sem þess er farið á leit við Húnaþing vestra að taka á móti sýrlensku flóttafólki, um 25 einstaklingum, á árinu 2019. Móttakan felst meðal annars í aðstoð við að finna húsnæði til leigu og veita fólkinu nauðsynlega þjónustu og aðstoð í eitt ár frá komu þess til landsins. Gerður yrði samningur milli Húnaþings vestra og velferðaráðuneytisins/félagsmálaráðuneytisins þar að lútandi um fjárframlög til verkefnisins.
Meira

Landsmótið verður aftur í júlí 2020

Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að Landsmótið verði haldið á nýjan leik í júlí árið 2020. Það felur í sér að í upphafi árs 2019 verður skipuð nefnd sem mun hefja undirbúning Landsmótsins sem er á meðal umfangsmestu viðburða Ungmennafélags Íslands. Á heimasíðu UMFÍ segir að mikil ánægja hafi verið með mótið sem haldið var á Sauðárkróki í sumar. Á meðal þess sem nefndin mun gera er að leita til sambandsaðila UMFÍ eftir því hvar Landsmótið verður haldið.
Meira

Nei, nei, ekki um jólin

Það verður nú að segjast eins og er að hrollur fer um mann þegar hugsað er til þeirrarsiðar fyrr á öldum að láta hunda og ketti sleikja matarílátin til að hreinsa þau. Nei, nei, alla vega ekki um jólin. Það er akkúrat nafnið á laginu sem Björgvin Halldórsson syngur ásamt flottum jólagestum hans á síðasta ári og hægt er að nálgast hér fyrir neðan.
Meira

Skín og skúrir í bikarveislu í Síkinu

Það var sannkölluð bikarveisla í Síkinu í dag með tilheyrandi vöfflugleði og sjóðheitu hamborgarapartíi. Þrír leikir fóru fram; fyrst varð 10. flokkur drengja að láta í minni pokann gegn sprækum KR-ingum, meistaraflokkur kvenna átti ekki séns í úrvalsdeildarlið Blika en meistaraflokkur karla náði í sigur gegn liði Fjölnis sem þvældist fyrir toppliði Tindastóls lengi leiks.
Meira

„Munaði minnstu að ég yrði atvinnumaður í knattspyrnu“ - Liðið mitt :: Sigurður Guðjón Jónsson Liverpool

Sigurður Guðjón Jónsson er Skagfirðingur sem býr í Kópavogi og starfar sem verkfræðingur hjá Mannviti. Hans uppáhaldslið er Liverpool og spáir hann liðinu sæti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Siggi, sem er sonur Sibbu Guðjóns og Nonna frá Reynistað, svarar spurningum í Liðinu mínu í Feyki að þessu sinni.
Meira

Pottaskefill er ekki ánægður með uppþvottavélarnar

Pottaskefill var á ferðinni í rökkrinu í nótt og einhverjir segjast hafa séð hann sníglast í garðinum hjá sér. Þar hafi hann hreinsað heitu pottana svo vel að spegla mátti sig í þeim. Það er ekkert skrítið að þessir pottar verði fyrir valinu því flestir matarpottar landsins eru í uppþvottavélinni á þessum tíma. En það koma vonandi jól eins og Baggalútur söng hér um árið.
Meira

SVONA ERU JÓLIN….

Sigurlaug Vordís og Sigfús Benediktsson á Sauðárkróki voru matgæðingar vikunnar í Feyki fyrir réttum tveimur árum síðan. Þau gáfu lesendum Feykis innsýn í dásamlegar jólahefðir með uppskriftum af hreindýrapaté, sem er „agalega góður foréttur,“ „öndinni góðu“ í aðalrétt og myntuís í eftirrétt.
Meira