Fréttir

Húnaþing vestra auglýsir eftir verkefnastjóra vegna móttöku flóttafólks.

Húnaþing vestra auglýsir eftir verkefnastjóra til að hafa umsjón með móttöku flóttafólks í Húnaþingi vestra og þjónustu við það. Starfið sem um ræðir verður 25% - 50% til að byrja með, 100% hluta tímans og 50% síðari hlutann og er tímabundið til 1-1 ½ árs. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Meira

Sóldís söng fyrir fullum sal á konudagstónleikum

Allt frá stofnun Kvennakórsins Sóldísar hefur verið efnt til tónleika, þeir fyrstu árið 2011, konudaginn sem jafnframt er fyrsti dagur góu. Ekki var brugðið útaf þeirri venju í ár og voru þeir haldnir sem fyrr í Menningarhúsinu Miðgarði sl. sunnudag.
Meira

Verndum Tungudal!

Undanfarin ár hef ég nokkrum sinnum lagt leið mína á Tungudal í Fljótum. Með í för hafa ýmist verið ferðamenn, skólakrakkar eða góðir vinir. Lengi hafði ég vitað af þessari lítt þekktu perlu áður en ég lagði leið mína þangað fyrst og varð ekki fyrir vonbrigðum. Dalurinn er ægifagur og þar er ýmislegt sem hrífur þá sem hann heimsækja. Í þessum ferðum hef ég sagt samferðafólki mínu frá Guðrúnu frá Lundi og ýmsu öðru sem tengist svæðinu og sögu þess. Frásögnin er gjarnan á þessa leið: „Í þessu umhverfi var Guðrún Baldvina Árnadóttir fædd á Lundi í Stíflu í Fljótum 3. júní árið 1887. Um það leyti sem bækur hennar fóru að koma út var þeirri sveit að stórum hluta sökkt undir vatn, vegna virkjanaframkvæmda, sem seint yrðu leyfðar í dag.“
Meira

Laufey Kristín Skúladóttir ráðin til Byggðastofnunar

Laufey Kristín Skúladóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar. Starfið var auglýst í byrjun janúar og rann umsóknarfrestur út þann 28. janúar. 21 umsókn barst um starfið, átta konur og þrettán karlar, en einn aðili dró umsókn sína til baka. Frá þessu er greint á vef Byggðastofnunar.
Meira

Ráðist í aðgerðir til að endurheimta traust og bæta tjón

Á samstarfsfundi ofangreindra aðila föstudaginn 22. febrúar voru ræddar aðgerðir til að bregðast við því óöryggi og tjóni sem hefur skapast vegna ólögmætrar sölu bílaleigubíla með falsaðri kílómetrastöðu, ásamt að ræða leiðir til að endurheimta traust almennings og vinna að úrbótum til framtíðar. Fram kom að Bílgreinasambandið ætlar á næstunni að opna fyrir aðgang á vefsíðu sinni (bgs.is) að ökutækjaskrá fyrir þá sem vilja kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis, ásamt því að sjá skoðunarferil bílsins og fleira. Upplýsingar um umráðamenn eru alla jafna ekki sýnilegar almenningi.
Meira

Blautt og hvasst í dag

Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs fyrir Suðurland, Strandir og Norðurland vestra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Suðvestanstormur eða -rok er nú á Norðurlandi vestra, 15-23 m/s allra austast og vindhviður 30 til 40 m/s. Á heimasíðu Veðurstofunnar eru ferðalangar hvattir til að fara varlega.
Meira

Ísak Óli tvöfaldur Íslandsmeistari á MÍ innanhúss

MÍ í frjálsíþróttum innanhúss fór fram um helgina í Frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fremsta frjálsíþróttafólk landsins keppti þar um Íslandsmeistaratitlana og skráðir keppendur alls 169 frá 14 félögum og samböndum. Frá UMSS voru sex keppendur.
Meira

Lið ÍR tók völdin í síðari hálfleik

Lið Tindastóls og ÍR mættust í 1. deild kvenna síðastliðinn laugardag í Síkinu. Þetta var í þriðja skiptið sem liðin mættust í vetur og höfðu þau unnið sitt hvorn leikinn. Heimastúlkur fóru vel af stað í leiknum og leiddu með tólf stigum í hálfleik en gestirnir úr Breiðholtinu komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleiks og náðu með góðum leik að snúa taflinu við og unnu sætan sigur. Lokatölur 65-74.
Meira

Skíðagöngunámskeið í Fljótum í mars og mót um páskana

Helgina 23.-24. mars ætlar Ferðafélag Fljóta að standa fyrir skíðagöngunámskeiði í Fljótum. Kennari á námskeiðinu verður Sævar Birgisson sem á að baki langan feril sem landsliðsmaður í skíðagöngu. Innifalið í námskeiðsgjaldi sem er 15.000 krónur er kennsla, fyrirlestrar og hádegisverður á laugardegi.
Meira

Tóti Eymunds og Helga Una Björnsdóttir í landsliðshóp LH

Landssamband hestamannafélaga (LH) kynnti á blaðamannafundi í Bláa Lóninu í gær landsliðshóp LH í hestaíþróttum sem er fyrsta skrefið í breyttum áherslum LH í afreksmálum. Á Facebook-síðu sambandsins segir að hingað til hafi landslið Íslands á HM verið valið út frá svokölluðum lykli og úrtökumóti en nú verður breyting
Meira