Fréttir

Væri til í að gera aðra tilraun til að komast á tónleika með McCartney / RÖGGI VALBERGS

Það er Rögnvaldur S. Valbergsson organisti í Sauðárkrókskirkju sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni. Röggi er fæddur 1956 og hefur víða komið við í tónlistinni í gegnum tíðina. Um hvert hljóðfærið hans sé segir Röggi: „Það er nú það, ætli ég þykist ekki helst vera orgelleikari , uppáhaldshljóðfæri er náttúrlega Hammond orgelið.“ Spurður um hver helstu afrek hans á tónlistarsviðinu séu segir hann af alþekktu lítillæti: „A, ja nú veit ég ekki, búinn að músisera víða og með mörgum. Kannski best að vera ekkert að gera upp á milli.“
Meira

Jafntefli á Blönduósvelli

Fyrsti heimaleikur meistaraflokks Kormáks/Hvatar gegn Létti endaði með jafntefli, 2–2. Frábær mæting var á völlinn þrátt fyrir mígandi rigningu. Mikil stemmning var á vellinum og leiddu börn í 8. flokki Hvatar leikmenn inn á völlinn.
Meira

Brautskráning nemenda frá Háskólanum á Hólum

Háskólinn á Hólum brautskráði nemendur sl. föstudag, 8. júní, við hátíðlega athöfn sem fram fór í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Athöfnin var með hefðbundnu sniði, flutt voru ávörp og tónlistaratriði sem voru í höndum þeirra Dönu Ýrar Antonsdóttur og Daníels Andra Eggertssonar.
Meira

Þróun framlaga til menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála

Heildarframlög til málefnasviðs menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála jukust um 1,5 milljarða króna að raunvirði milli áranna 2017 og 2018, eða um 12%. Ríkisfjármálaáætlun 2019-2023 gerir ráð fyrir að útgjaldasvigrúm málefnasviðsins muni halda í því horfi út tímabilið.
Meira

Berglind ráðin til Byggðasafnsins

Berglind Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga frá 1. júlí 2018 en tveir sóttu um starfið. Frá þessu er greint á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjörður í dag.
Meira

Mótmæla skertri þjónustu Arion banka á Blönduósi

Í ályktun frá sveitarstjórn Blönduósbæjar er skertri þjónustu Arion banka á Blönduósi mótmælt harðlega en bankinn stytti opnunartíma útibúsins á dögunum.
Meira

Þjóðhátíðarkaffi í Skagabúð

Kvenfélagið Hekla heldur sitt sívinsæla og margrómaða kaffihlaðborð í Skagabúð á þjóðhátíðardaginn 17. júni kl. 14:00-17:00.
Meira

Hreinsunardagar í Húnaþingi vestra

Þessa dagana standa yfir hreinsunardagar í Húnaþingi vestra og verða starfsmenn sveitarfélagsins á ferðinni dagana 13.-15. júní, frá miðvikudegi til föstudags, og hirða upp garðaúrgang sem íbúar setja út fyrir lóðamörk á Hvammstanga og Laugarbakka. Þess er óskað að garðaúrgangurinn verði í pokum og trjágreinar settar saman úti við lóðamörk.
Meira

A- og N- listi í meirihluta í Húnavatnshreppi og Einar Kristján áfram sveitarstjóri

A-listi og N- listi hafa komust að samkomulagi um málefnasamning um myndun meirihluta í Húnavatnshreppi fyrir komandi kjörtímabil. Samningurinn var undirritaður fyrir fyrsta fund nýrrar sveitarstjórnar, þann 10. júní 2018. Jón Gíslason, oddviti A-lista, verður oddviti sveitarstjórnar og Ragnhildur Haraldsdóttir, oddviti N-lista, verður varaoddviti. Listarnir sammæltust um að endurráða Einar Kristján Jónsson sem sveitarstjóra Húnavatnshrepps.
Meira

Stólastúlkur sigruðu Gróttu/KR

Stelpurnar í 2. flokki Tindastóls tóku á móti Gróttu/KR í dag í Íslandsmótinu í knattspyrnu en þær leika í B-riðli. Veðrið var ákjósanlegt til tuðrusparks, stillt og nokkur regnúði. Þegar yfir lauk hafði María Dögg Jóhannesdóttir skorað tvö mörk og tryggt Stólum 2-0 sigur
Meira