Fréttir

Blóðug lækning? - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga :: Inga Katrín D. Magnúsdóttir

Hefur þú velt því fyrir þér hvernig fólk brást við þegar veikindi og slys bar að höndum fyrr á öldum? Læknisfræði hefur fleygt fram síðustu áratugi og nú finnst okkur sjálfsagt að hafa aðgang að lækni í nágrenninu þegar eitthvað bjátar á, en fram á síðari hluta 19. aldar voru aðeins sjö læknisembætti á Íslandi, auk landlæknis.[1]
Meira

Jólin koma með þér

Jólin koma með þér er fyrsta lagið sem þau Sigga Beinteins og Páll Óskar flytja saman. Lagið er eftir Ásgeir Val Einarsson en hann samdi einnig textann ásamt Páli Óskari. Um upptökustjórn sá Skagfirðingurinn Óskar Páll Sveinsson en lagið var gefið út á smáskífu 24. nóvember 2011 af Sigríði Beinteinsdóttur. Vídeóið hér að neðan er frá jólatónleikum Siggu Beinteins, Á hátíðlegum nótum árið 2012.
Meira

Hefur farið á einn leik á Old - Trafford Liðið mitt :: Sunna Björk Atladóttir

Sunna Björk Atladóttir, leikmaður Tindastóls til fjölda ára og lögmaður hjá Pacta lögmönnum á Sauðárkróki, heldur með Manchester United í Enska boltanum. Hún segir að sex ára gömul hafi pabbi hennar farið með hana á fótboltaæfingu án þess að hún hefði nokkuð um það að segja. „Jólin, það sama ár, fengum við systkinin jólagjöf frá enska jólasveininum sem innihélt Manchester United treyju nr. 7, Beckham, handa mér en bróðir minn fékk treyju nr. 20, Solskjær. Þá var ekki aftur snúið,“ segir Sunna sem svarar hér spurningum í Liðinu mínu á Feyki og kemur þar með leiknum af stað á ný.
Meira

Snæfinnur snjókarl

Árið 1975 kom út jólaplata með stórsöngvurunum Guðmundi Jónssyni og Guðrúnu Á. Símonardóttur sem sungu jólalög úr ýmsum áttum. Öll eru lögin á plötunni erlend en við texta m.a. Ólafs Gauks og Jóhönnu G. Erlingsdóttur. Hér heyrum við flutning Guðmundar á Snæfinni snjókarli en lagið var samið af þeim Walter „Jack“ Rollins og Steve Nelson og fyrst flutt af Gene Autry og Cass County Boys árið 1950.
Meira

Grafin ýsa, sætkartöflukjúlli og ísterta

Það eru þau Elín Árdís Björnsdóttir og Unnar Bjarki Egilsson á Sauðárkróki sem gáfu lesendum uppskriftir í 47. tbl. ársins 2016. Í forrétt var grafin ýsa og í aðalrétt sætkartöflukjúlli með feta og furuhnetum. „Einnig nota ég mikið sömu uppskrift en skipti út kjúklingnum fyrir þorsk eða þorskhnakka, það kemur líka vel út,“ sagði Elín Árdís. Í eftirrétt buðu þau svo upp á glænýja uppskrift af ístertu með salthnetumarengsbotni sem birtist í Nóa Síríus kökubæklingnum þetta ár.
Meira

Háskólinn, Já eða Nei? - Áskorandinn Árný Dögg Kristjánsdóttir Austur-Húnavatnssýslu

Hvenær er rétti tíminn til þess að hefja háskólanám? Seinustu vikur hefur háskólinn verið mjög ofarlega í huga mér, og hvort það hafi verið góð hugmynd að hefja háskólanámið á þeim tíma sem að ég gerði. Var ég tilbúin í það að takast á við þá vinnu og það álag sem fylgir háskólanum? Til að byrja með var ég það og hafði fullan metnað og fulla einbeitingu til þess að vinna í þessu.
Meira

Hvað er það við jólin?

Hér er alveg glænýtt lag frá Geirmundi Valtýssyni sem heitir Hvað er það við jólin? Textann gerði Guðrún Sighvatsdóttir en flytjandi er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir. Útsetning, hljóðfæraleikur, upptökur og hljóðblöndun var í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar í Stúdíó Benmen Sauðárkróki.
Meira

Rekstrartruflanir á heita vatninu í Lýdó

Unnið verður fram eftir degi að hreinsun á hitaveituholu og niðursetningu nýrrar dælu við Hverhóla í Skagafirði og mega notendur hitaveitu í Lýtingsstaðarhreppi búast við truflunum á heitavatnsrennsli á meðan framkvæmdum stendur. Á heimasíðu Skagafjarðaveitna kemur fram að síðastliðna helgi hófst borun hitaveituholu í landi Hverhóla í Lýtingsstaðahreppi hinum forna en tilgangur holunnar er að auka rekstraröryggi hitaveitunnar.
Meira

Bændamarkaður á Hofsósi á morgun

Á morgun laugardag verður haldinn jólamarkaður í gamla Pakkhúsinu á Hofsósi sem standa mun á milli kl 13-16. Lofað er góðri jólastemningu og glæsilegum varningi í alla staði. Í jólablaði Feykis var viðtal við Sigrúnu Indriðadóttur þar sem hún sagði frá markaðnum sem kominn er til að vera.
Meira

Jól í Latabæ - Gefðu mér gott í skóinn

Já hver man ekki eftir Latabæ? Jól í Latabæ er hljómdiskur sem kom út árið 2001 þar sem íbúar Latabæjar syngja og leika ásamt gestum. Stjórn upptöku var í höndum Magnúsar Scheving og Mána Svavarssonar. Hér heyrum við lagið Gefðu mér gott í skóinn þó svo að nokkrir dagar séu í það að fyrsti jóasveinninn komi formlega til byggða.
Meira