Fréttir

Skráning hafin í SumarTím

Sveitarfélagið Skagafjörður greinir frá því á heimasíðu sinni að nú er búið að opna fyrir skráningu í SumarTím 2018 en þar er boðið upp á margvíslega afþreyingu fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Meðal margra annarra námskeið sem í boði eru má nefna ýmis íþrótta- og leikjanámskeið, reiðnámskeið, siglingar, myndlist og matreiðslu. Námskeiðin hefjast mánudaginn 11. júní og standa til 10. ágúst en á föstudögum verður „Föstudagsfjör“. SumarTím verður með aðstöðu í Árskóla.
Meira

Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Blöndu

Veiði hófst í Blöndu í morgun. Feykir hafði samband við Höskuld B. Erlingsson sem er við ána. Höskuldur hafði þetta að segja um fyrstu klukkutímanna í Blöndu.
Meira

Hitastigsmælingar á lönduðum afla

Undanfarið hefur Matvælastofnun sinnt eftirliti með hitastigsmælingum á lönduðum afla. Á tímabilinu frá maí til ágúst 2017 voru teknar hitastigsmælingar á lönduðum afla. Alls voru þetta 140 mælingar sem teknar voru víðs vegar um landið. Um 90% bátanna voru á strandveiðum og tæp 88% mælinga voru af strandveiðibátum.
Meira

Byggðarráð Húnaþings vestra mótmælir uppsögnum við útibú Landsbankans

Byggðarráð Húnaþings vestra fundaði sl. miðvikudag um uppsagnir í útibúi Landsbankans á Hvammstanga. Ráðið mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnenda bankans að fækka stöðugildum í útibúi bankans um helming úr fimm í tvö og hálft, með því að segja upp einu og hálfu stöðugildi auk þess að ráða ekki í 100% stöðugildi sem losnaði um síðustu mánaðamót. Hefur starfsmönnum við útibúið fækkað úr tíu frá árinu 2013.
Meira

Nes listamiðstöð fagnar tíu ára afmæli

Nes listamiðstöð verður tíu ára nú í júní. Til að fagna þeim áfanga hefur Nes boðið fyrrum listamönnum sem dvalið hafa í listamiðstöðinni aftur á Skagaströnd. Listamennirnir eru tíu talsins og munu þeir m.a. bjóða upp á ókeypis vinnustofur, setja upp sýningar og uppsetningu á veggmynd á húsnæði Ness.
Meira

Kári hafði betur í Akraneshöllinni

Tindastólsmenn héldu vestur á Akranes í gær og spiluðu við sprækt lið Kára í 2. deildinni í knattspyrnu í fótboltahöll Skagamanna. Stólunum hefur gengið illa það sem af er sumri og átti enn eftir að næla í stig en lið Kára hafði unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað í fyrstu umferð. Því miður varð engin breyting á gengi Stólanna því Káramenn unnu leikinn 5-2 þrátt fyrir að hafa verið undir, 0-1, í hálfleik.
Meira

Lee Ann Maginnis hefur verið ráðin blaðamaður hjá Feyki

Lee Ann er fædd árið 1985 og er búsett á Blönduósi ásamt sjö ára syni sínum. Hún lauk BS gráðu í viðskiptalögfræði árið 2012, ML gráðu í lögfræði árið 2014 og diplómu í samningatækni og sáttamiðlun árið 2018 frá Háskólanum á Bifröst.
Meira

Kaldi átti besta bjórinn

Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal, var haldin í áttunda skiptið sl. laugardag. Að þessu sinni voru 14 brugghús sem tóku þátt og hafa þau aldrei verið fleiri. Brugghúsin koma sum langar leiðir til að taka þátt í þessari helstu bjórhátíð landsins. Til dæmis, Beljandi frá Breiðdalsvík, Brother‘s Brewery í Vestmannaeyjum og Austri frá Egilsstöðum. Á næsta ári er svo von á að brugghús frá Ísafirði og Húsavík bætist í hópinn.
Meira

Útskrift úr leikskólanum Ársölum

Stór hópur barna útskrifaðist frá leikskólanum Ársölum miðvikudaginn 30. maí, 42 börn, 20 stúlkur og 22 drengir. Hátíðin hófst á því að útskriftarhópurinn flutti nokkur lög undir stjórn Önnu Jónu leikskólastjóra af mikilli innlifun.
Meira

Lögreglan á Norðurlandi vestra fær nýja bifreið

Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk á dögunum nýja lögreglubifreið og er hún afar kærkomin viðbót við bílaflota embættisins. Bif­reiðin, sem er af gerðinni Volvo V90 Cross Country, skartar nýju út­liti sem svip­ar til merk­inga lög­reglu­bif­reiða víða í Evr­ópu og eiga að auka ör­yggi lög­reglu­manna til muna, að því er segir á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira