Fréttir

Stekkjastaur kom í nótt -

Í tilefni af komu fyrsta jólasveinsins fáum við Borgardætur til að syngja fyrir okkur um jólasveininn okkar. Það eru þær Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir sem skipa sönghópinn Borgardætur en jólaplatan þeirra kom út árið 2000.
Meira

Barnalífeyrir greiddur með börnum yngri en 18 ára

Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, um breytingar á lögum um almannatryggingar og snýr að barnalífeyri, var samþykkt með 55 samhljóða atkvæðum í dag. Frumvarpið felur í sér þær breytingar að Tryggingastofnun ríkisins getur ákveðið sérstakt framlag vegna útgjalda við skírn barns, fermingu, gleraugnakaup, tannréttingar, vegna sjúkdóms, greftrunar eða af öðru sérstöku tilefni.
Meira

Tónlistarskólarnir á jólaróli

Í dag klukkan 17:00 heldur Tónadans jólahátíð sína í Miðgarði. Þar koma fram krúttakór, barnakór, bjöllukór, strengja- og jassballettnemendur sem stundað hafa nám hjá Tónadansi á haustönninni.
Meira

Super Break og Titan Airways lentu á Akureyri í gær

Í gær lentu fyrstu ferðamenn vetrarins á Akureyrarflugvelli, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break. Flugferðirnar verða alls 29 í vetur og í hverri ferð verða sæti fyrir 200 manns. Þessi innspýting er því afar kærkomin fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi, eins og sást síðasta vetur. Eins og áður hefur komið fram sér Titan Airways núna um flugið og lendingin á Akureyrarvelli í gær var þeirra fyrsta. Til verksins var notuð ein af stærri vélum félagsins, Airbus A321, og gekk lendingin vel.
Meira

Tveir skellir Stólastúlkna fyrir sunnan

Kvennalið Tindastóls skottaðist suður um helgina og spilaði tvo leiki í 1. deild kvenna gegn tveimur bestu liðum deildarinnar. Stelpurnar urðu að sætta sig við tvo ósigra, fyrst gegn liði Grindavíkur 94-66 og síðan gegn Fjölni í Grafarvoginum en sá leikur endaði 99-80.
Meira

Kæru Tindastóls vegna leiks við Þór Akureyri hafnað

Tindastóll kærði á dögunum framkvæmd leiks liðsins gegn liði Þórs Akureyri en Þór vann þann naglbít í 1. deild kvenna. Framkvæmd leiksins þótti ekki til eftirbreytni og í kærunni fór lið Tindastóls fram á að verða dæmdur sigur í leiknum og til vara að leikurinn yrði spilaður á ný. Þórsarar kröfðust þess á móti að kröfum Stólanna yrði hafnað og varð það niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KKÍ.
Meira

Jólastund – Stuðkompaníið

Stuðkompaníið var hljómsveit frá Akureyri og starfaði um ríflega tveggja og hálfs árs skeið (1986-88), hún kom fyrst fram vorið 1986 og starfaði fram á haust 1988 við nokkrar vinsældir en sveitin sigraði Músíktilraunir Tónabæjar vorið 1987, segir á Glatkistunni. Um jólin 1987 hafði sveitin sent frá sér lagið Jólastund á samnefndri safnplötu en það lag hefur einnig komið út á safnplötunum Rokk og jól og Pottþétt jól. Jólastund hefur fyrir löngu síðan orðið ómissandi þáttur í jólahaldi Íslendinga.
Meira

Íbúðir í nýbyggingum á Hvammstanga og Blönduósi til sölu

Íbúðir í fyrirhuguðum nýbyggingum við Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi og Höfðabraut 28 á Hvammstanga hafa verið auglýstar til sölu en til stendur að byggja þar fimm hæða fjölbýlishús með 20 íbúðum í hvoru. ASK arkitektar annast hönnun húsanna og byggingaraðili er Uppbygging ehf., Loftorka sér um forsteyptar einingar og innréttingar eru frá Voké-lll.
Meira

Hvað er að gerast hérna!?! – Stórsýning í boði Brilla

Blikar buðu Brilla og félögum í Tindastóli upp í dans í Smáranum í gærkvöldi í frekar sérstökum körfuboltaleik. Samkvæmt Pétri Ingvarssyni þjálfara Breiðabliks ætlar hann að láta lið sitt spila svæðisvörn í vetur og það gerðu þeir svo sannarlega. Hún var reyndar ekki góð og gaf Tindastólsmönnum opin færi nánast allan leikinn. Þetta virtist Brynjari Þór Björnssyni þykja hin besta skemmtun því hann tók sig til og setti splunkunýtt Íslandsmet í 3ja stiga skotum – setti niður 16 þrista og virtist njóta sín nokkuð vel. Lokatölur voru 82-117 fyrir Tindastól sem situr sem fyrr á toppi Dominos-deildarinnar með jafn mörg stig og Njarðvík.
Meira

Byggðarráð Blönduósbæjar ræðir um móttöku flóttafólks

Byggðaráð Blönduósbæjar tók fyrir, á fundi sínum í síðustu viku, erindi frá velferðarráðuneytinu varðandi móttöku á flóttafólki. Í erindinu er Blönduósbæ boðið að taka á móti sýrlenskum flóttamönnum og ennfremur tíundaður sá kostnaður sem ríkissjóður greiðir fyrir fyrsta árið eftir komu flóttafólks til landsins.
Meira