Skráning hafin í SumarTím
feykir.is
Skagafjörður
05.06.2018
kl. 11.54
Sveitarfélagið Skagafjörður greinir frá því á heimasíðu sinni að nú er búið að opna fyrir skráningu í SumarTím 2018 en þar er boðið upp á margvíslega afþreyingu fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Meðal margra annarra námskeið sem í boði eru má nefna ýmis íþrótta- og leikjanámskeið, reiðnámskeið, siglingar, myndlist og matreiðslu. Námskeiðin hefjast mánudaginn 11. júní og standa til 10. ágúst en á föstudögum verður „Föstudagsfjör“. SumarTím verður með aðstöðu í Árskóla.
Meira