Nýr áfangi við endurheimt Brimnesskóga
feykir.is
Skagafjörður
25.01.2019
kl. 08.35
Lagt var fram erindi á síðasta fundi umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar frá Steini Kárasyni, framkvæmdastjóra Brimnesskóga. Í erindinu óskar félagið eftir viðræðum við umhverfis- og samgöngunefnd um nýjan áfanga og útvíkkun á verkefni um endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði. Umhverfis- og samgöngunefnd tók vel í erindið og fól sviðstjóra og formanni að afla frekari upplýsinga um verkefnið.
Meira
