Fréttir

Þráðurinn frá Þveráreyrum 1954 ofinn áfram

Í síðustu grein minni hér í Feyki rakti ég ögn sögufræg dómstörf á landsmótinu á Þveráreyrum 1954. Þá varð sá einstaki atburður að meirihluti dómnefndar bar formanninn – hrossaræktarráðunautinn - ofurliði, Gunnar Bjarnason þáverandi hrossaræktarráðunautur segir á einum stað í starfssögu sinni, að: „Norðlendingarnir, undir forystu Jóns bónda á Hofi, höfðu ákveðið að láta til skarar skríða á þessu landsmóti og láta dæma hornfirzku hestana, ættirnar út af Blakk (129), Skugga (201), Nökkva (260) og Svip (385) út úr reiðhestarækt á Íslandi fyrir fullt og allt.“.
Meira

Héldu tombólu til styrktar skólabókasafninu

Sumir halda að krakkar nú til dags hafi engan áhuga á bóklestri. Það er þó ekki alls kostar rétt og sumir eru meira að segja svo framtakssamir að grípa til sinna ráða ef þeim finnst úrvalið á skólabókasafninu ekki vera nógu gott. Blaðamaður Feykis hitti þessa kátu krakka í góða veðrinu framan við kaupfélagið á Hofsósi í gær þar sem þeir héldu tombólu til styrktar skólabókasafninu á Hofsósi.
Meira

Sundlaugin á Hofsósi lokuð

Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð í dag og á morgun vegna skemmda sem urðu þar í rafmagnsleysinu í gær. Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístundamála hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, gat lítið tjáð sig um umfang skemmdanna þegar Feykir hafði samband við hann en þær verða kannaðar nánar í dag.
Meira

Nýtt skipurit á fjölskyldusviði sveitarfélagsins Skagafjarðar

Þann 2. maí barst mér tölvupóstur þar sem tilkynnt var um nýtt skipurit fyrir fjölskyldusvið sveitarfélagsins Skagafjarðar, breytingar sem tóku gildi 1. maí. Tilgangur breytinganna er sagður vera að samþætta þjónustu sem veitt er á fjölskyldusviði. Staða sviðsstjóra og fræðslustjóra sem áður var eitt stöðugildi er gerð að tveimur og búin er til staða verkefnastjóra sem á að sinna ýmsum verkefnum.
Meira

Hrikalega gott í saumaklúbbinn - eða bara í Eurovisionpartýið

„Það er fátt betra en gott salat eða pestó á kexið eða snittubrauðið og gaman að geta boðið upp á þess háttar gúmmelaði, auk hins hefðbundna camembert osts og vínberja. Ekki skemmir fyrir hafa smá rautt eða hvítt með, eftir smekk, og að sjálfsögðu að kveikja á kertaljósum. Hér eru nokkrar hrikalega góðar uppskriftir sem hafa verið á boðstólnum hjá mínum saumaklúbbi en það ber að varast að það er með eindæmum erfitt að hætta borða eftir að byrjað er," segir í matgæðingaþætti Feykis í 20. tbl. ársins 2016. Þar birtust nokkrar uppskriftir sem henta vel í saumaklúbbinn og örugglega ekki síður í Eurovisionpartýið sem vafalaust verður haldið víða í kvöld.
Meira

Að rækta garðinn sinn - Áskorendapenni Guðmundur Stefán Sigurðarson Sauðárkróki

Berglind konan mín skoraði á mig að taka við áskorendapenna Feykis í blaðinu fyrir nokkru. Ég tók þeirri áskorun eins og hverju öðru hundsbiti, án þess að hafa hugmynd um hvað ég ætti að segja sem erindi gæti átt við lesendur blaðsins. Ég gæti þá alltaf talað um einhver verkefni mín sem minjavörður Norðurlands vestra ef ekki félli annað til, t.d. sagt frá ástandi strandlengjunnar í Skagafirði og Húnavatnssýslum og þeirri hættu sem steðjar að strandminjum sökum sjávarrofs. Þar er af nógu að taka enda ástandið verulegt áhyggjuefni á stórum svæðum.
Meira

Álft olli rafmagnsleysi í Skagafirði

Rafmagn fór af hluta Skagafjarðar upp úr hádegi í dag er álft flaug á 66kV streng Landsnets neðan Geirmundarstaða í Sæmundarhlíð. Óvíst er með tjón af völdum útleysingar en samkvæmt heimildum Feykis hefur slíkt rafmagnsleysi m.a. slæm áhrif á starfsemi Steinullarverksmiðjunnar.
Meira

Vormót Molduxa á morgun

Vormót Molduxa í körfubolta fer fram í Síkinu á morgun 12. maí og hefst klukkan 11 árdegis að staðartíma. Mótið hefur unnið sér fasta sess í körfuboltaheimi eldri iðkenda og það eina sem haldið er á Íslandi þessi misserin. Leikið er í tveimur riðlum +35 og +40 ára.
Meira

Óhlutbundin kosning í Skagabyggð og Akrahreppi

Engir framboðslistar bárust til kjörstjórna í tveimur sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, Skagabyggð og Akrahreppi, fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor og því verða óhlutbundnar kosningar í sveitarfélögunum eins og verið hefur. Það þýðir að allir kjörgengir íbúar sveitarfélaganna eru í kjöri nema þeir hafi sérstaklega skorast undan því eða séu löglega undanþegnir skyldu til að taka kjöri.
Meira

Atvinnulífssýning – Dregið í happdrætti Símans

Það voru fjölmargir sem kíktu í Símabásinn á Atvinnulífssýningunni sem haldin var á Sauðárkróki um síðustu helgi. Við viljum þakka öllum sem lögðu leið sína til okkar ásamt því að þakka skipuleggjendum og öðrum þátttakendum fyrir vel heppnaða sýningu. Í básnum okkar var happdrætti í gangi sem fjölmargir tóku þátt í. Dregið var mánudaginn 7. maí og óskum við vinningshöfum til hamingju.
Meira