Fréttir

Vinaliðaverkefnið fékk hvatningarverðlaun dags gegn einelti 2018

Í gær, á degi gegn einelti, veitti Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Vinaliðaverkefninu hvatningarverðlaun dags gegn einelti 2018. Guðjón Örn Jóhannsson verkefnastjóri verkefnisins og Selma Barðdal Reynisdóttir tóku við verðlaununum við athöfn sem haldin var í Öldutúnsskóla, Hafnarfirði.
Meira

Gagnagrunnur um um menningartengda þjónustu á Norðurlandi

SSNV og Eyþing hafa í sameiningu tekið í notkun yfirgripsmikinn gagnagrunn um um menningartengda þjónustu á Norðurlandi. Verkefnið hefur hlotið nafnið Menningarbrunnur en það hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra sem áhersluverkefni árið 2015.
Meira

Skákfélag Sauðárkróks á Íslandsmót Skákfélaga

Nú um helgina fer fram fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga, í Rimaskóla í Grafarvogi. Skákfélag Sauðárkróks sendir lið til keppni í þriðju deild og er fyrsta umferðin í kvöld kl 20.00.
Meira

Stórhættuleg hola á Flæðum

Lesandi hafði samband við Feyki og vildi benda á stórhættulegan hlut, sem viðkomandi þótti ástæða til að laga. Um er að ræða stærðar holu og við gangstéttina, steinsnar frá klukkunni við sundlaugina á Sauðárkróki.
Meira

Karaktersigur í háspennuleik gegn endurfæddum Grindvíkingum

Það var háspenna í Síkinu í kvöld þegar Tindastóll og Grindavík mættust í sjöttu umferð Dominos-deildarinnar. Grindvíkingar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru hreinlega mjög flottir en Tindastólsmenn mættu til leiks með grjótharða vörn í síðari hálfleik þar sem Viðar klíndi sig á Lewis Clinch Jr. Síðustu mínútur voru síðan æsispennandi þar sem nokkrir dómar duttu með gestunum. Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur sagði eftir leik að þetta væri þriðji eða fjórði leikurinn í röð sem hans menn tapa í Síkinu á síðustu sókn leiksins og var að vonum svekktur. Lokatölur 71-70 fyrir Tindastól.
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar 2018

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn í Miðgarði í Skagafirði næstkomandi miðvikudag, 14. nóvember, klukkan 13:30-16:00. Það er samráðsvettvangur SSNV og ferðamálafélaganna í Húnaþingi vestra, A-Hún. og Skagafirði sem standa að Haustdeginum en þar verða flutt þrjú áhugaverð erindi sem snerta ferðaþjónustu.
Meira

Fjölnir og Breiðablik mæta í Síkið í Geysis-bikarnum

Fyrsta umferðin í Geysis-bikarnum í körfuknattleik kláraðist sl. mánudagskvöld en þá hafði meistaraflokkur karla hjá Tindastóli tryggt sig í 16 liða úrslit með sigri á Reyni Sandgerði. Dregið var í 16 liða úrslit hjá bæði körlum og konum nú í vikunni og fá strákarnir 1. deildar lið Fjölnis í heimsókn en stelpurnar Dominos-deildar lið Breiðabliks.
Meira

Samkeppni um viðskiptahugmyndir í Húnaþingum

Verkefninu Ræsing Húnaþinga hefur nú verið hleypt af stokkunum með því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samvinnu við sveitarfélögin í Húnaþingum, efna til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í Húnaþingum og er einstaklingum, hópum og fyrirtækjum boðið að sækja um þátttöku í verkefninu.
Meira

Æfingar standa yfir á Snædrottningunni

Í september sameinuðust Leikfélag Hvammstanga og Leikdeild umf. Grettis í eitt félag, Leikflokk Húnaþings vestra, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Meira

Þremur sagt upp í Arion banka á Sauðárkróki

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar, ásamt sveitarstjóra, átti fund með stjórnendum Arion banka fyrir helgi þar sem rædd voru málefni bankans sem snúa að uppsögnum starfsfólks í útibúi þess á Sauðárkróki og áætlunum um lokun hraðbanka á Hofsósi. Eins og fram hefur komið í fréttum var ákveðið að hætta við lokun bankans en uppsagnir starfsfólks stendur.
Meira