Fréttir

Stóraukinn stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf barna og unglinga

Eftir æsispennandi tímabil vetrarins í körfuboltanum dylst engum hversu mikil og góð áhrif íþróttir hafa á samfélagið í heild sinni og þá sérstaklega á börnin okkar. Öflugt tónlistarlíf setur sannarlega líka svip sinn á fjörðinn. Við erum svo heppin að hér í sveitarfélaginu er margt í boði fyrir börn og ungmenni og margir tilbúnir að leggja mikið á sig svo börnin okkar njóti þessarar fjölbreytni.
Meira

Ð-listinn, Við öll, býður fram á Skagaströnd

Nýr framboðslisti, Ð-listinn, Við öll, í Sveitarfélaginu Skagaströnd er kominn fram en listinn á nú tvo af fimm sveitarstjórnarmönnum í sveitarfélaginu. Oddviti listans er Guðmundur Egill Erlendsson, Kristín Björk Leifsdóttir og Listinn er þannig skipaður:
Meira

XL – Byggðalistinn í Skagafirði

Nýtt framboð, Byggðalistinn, mun bjóða fram til komandi sveitarstjórnarkosninga í Skagafirði og er með listabókstafinn L. Ólafur Bjarni Haraldsson í Brautarholti leiðir listann en Jóhanna Ey Harðardóttir á Sauðárkróki, Sveinn Úlfarsson á Ingveldarstöðum og Ragnheiður Halldórsdóttir í Brimnesi koma þar á eftir. Jón Drangeyjarjarl Eiríksson skipar heiðurssætið.
Meira

Tap fyrir Gróttu í fyrsta leik

Nú eru fótboltamenn og -konur farin að eltast við boltann um víðan völl. Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli lék sinn fyrsta leik í 2. deildinni þetta sumarið í gær og var leikið við lið Gróttu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi fyrir framan 80 áhorfendur. Ekki fóru strákarnir neina frægðarför suður að þessu sinni og máttu sætta sig við 5-2 tap en það var þó ekki fyrr en á lokametrunum sem Gróttumenn tryggðu sigurinn.
Meira

Atvinnulífssýningin á Sauðárkróki - Myndband

Mikið fjölmenni sótti atvinnulífssýninguna á Sauðárkróki í gær sem er sú stærsta hingað til en fjögur ár eru síðan sambærileg sýning var haldin á sama stað. Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi var áberandi ásamt gamalgrónum fyrirtækjum sýndu það sem þeir hafa upp á að bjóða eins og sést á meðfylgjandi myndbandi.
Meira

Menningarhús í Skagafirði

Laust fyrir síðustu aldamót kynnti ríkisstjórn Íslands áform um að styðja við byggingu menningarhúsa í fimm sveitarfélögum, og var Skagafjörður þar með talinn. Sums staðar voru byggð ný hús, eins og Hof á Akureyri, annars staðar voru eldri hús gerð upp eins og á Ísafirði.
Meira

Minningarsjóði Sigurlaugar frá Ási færðar tíu milljónir

Stjórnendur HSN á Sauðárkróki buðu á dögunum nánustu vinum og ættingjum Guðlaugar Arngrímsdóttur, stjórn Minningarsjóðs Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási og Jóni Helga Björnssyni, forstjóra HSN, til kaffisamsætis. Tilefnið var að minnast Guðlaugar Arngrímsdóttur, eða Gullu, sem fædd var 14. janúar 1929 í Litlu-Gröf Skagafirði og dáin þann 31.mars 2017 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki. Guðlaug arfleiddi HSN á Sauðárkróki að rúmum tíu milljónum króna.
Meira

Fjölbreytni og nýjungar á atvinnulífssýningu á Sauðárkróki

Mikið fjölmenni sótti atvinnulífssýninguna á Sauðárkróki í dag og gjörla mátti sjá að mikil fjölbreytni er í atvinnulífi og menningu í Skagafirði. Sérstaklega var gaman að sjá hve mikið var um nýsköpun og margir frumkvöðlar sýndu það sem þeir hafa að bjóða. Karlakórinn Heimir tók lagið við setningarathöfnina, flutt voru ávörp og undirritaðar viljayfirlýsingar um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki og nýsköpunar- og frumkvöðlasamkeppnina Ræsing Skagafjörður. Einnig voru á dagskránni sýning á glæsilegum íslenskum þjóðbúningum, nemendur úr Árskóla sýndu sýnishorn af fatnaði sem hannaður er og framleiddur í héraðinu og ungir tónlistarmenn fluttu tónlistaratriði.
Meira

Israel Martin tekur við U20 landsliði karla

Þjálfari Tindastóls í körfuknattleik, Israel Martin, hefur bætt við rós í hnappagatið en KKÍ hefur samið við hann um að taka við sem aðalþjálfari U20 landsliðs karla nú í sumar. Þetta gerist í kjölfar þess að Arnar Guðjónsson baðst lausnar sem þjálfari liðsins eftir að hann ákvað að taka við þjálfun Stjörnunnar í Dominos-deild karla. Israel Martin verður eftir sem áður þjálfari Tindastóls.
Meira

Feykir og Nýprent á Atvinnulífssýningunni

Það hefur mikið verið að gera í sýningarbás Feykis og Nýprents á Atvinnulífssýningunni á Sauðárkróki í dag. Gígja Glódís Gunnarsdóttir, 8 ára, spreytti sig í fréttamennskunni og skilaði inn þessum texta og myndum:
Meira