Fréttir

Reynismenn reyndust lítil fyrirstaða

Lið Tindastóls fór örugglega áfram í Geysisbikarnum í dag þegar þeir mættu liði Reynis í Sandgerði sem spilar í vetur í 2. deildinni. Eftir svekkelsi í Vesturbænum í gærkvöldi þá mættu Tindastólsmenn einbeittir til leiks með það að markmiði að sýna leiknum og andstæðingnum fulla virðingu með því leggja sig alla fram. Lokatölur voru 26-100 fyrir Tindastól.
Meira

Hellisbúanum aflýst

Vegna dræmrar miðasölu og óhagstæðrar veðurspár hefur verið ákveðið að aflýsa fjáröflunarkvöldi körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem átti að fara fram í kvöld. Í tilkynningu á Facebooksíðu deildarinnar er beðist afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en stefnt er á að halda Fjáröflunarkvöld eftir áramót.
Meira

Stóllinn að fara í dreifingu

Síðustu vikur hefur verið unnið að útgáfu kynningarblaðs fyrir Körfuknattleiksdeild Tindastóls og er nú verið að ljúka prentun og frágangi. Verður blaðinu, sem kallast Stóllinn, dreift í Skagafirði í næstu viku og jafnvel víðar. Um veglegt blað er að ræða þar sem m.a. má finna kynningar á leikmönnum karla- og kvennaliða félagsins.
Meira

Fullveldisfernur koma í búðir í dag

Nú í nóvemberbyrjun lítur dagsins ljós afrakstur samstarfs afmælisnefndar fullveldis Íslands og Mjólkursamsölunnar þegar sérstakar fullveldisfernur koma í búðir. Fernurnar prýða sex mismunandi textar og myndskreytingar um markverða atburði sem áttu sér stað á árinu 1918. Fróðleiksmolarnir um fullveldisárið verða á mjólkurfernunum út afmælisárið og eru bundnar miklar vonir við að landsmenn taki fernunum fagnandi og verði einhvers vísari um þetta merkisár í Íslandssögunni.
Meira

Matur úr ýmsum heimshornum í bland við þetta hefðbundna íslenska

„Við höfum nú nokkuð oft verið á ferðalagi hingað og þangað um heiminn tengt okkar vinnu. Á þessu flakki kynnist maður margvíslegri matargerð sem gaman er að blanda saman við okkar hefðbundnu, íslensku matargerð. Við ætlum að bjóða ykkur uppá hörpuskel með japönsku ívafi í forrétt, lambakjöt í aðalrétt og franska súkkulaðiköku á eftir,“ sögðu þau Gunnsteinn Björnsson og Sigríður Káradóttir, sem buðu lesendum Feykis upp á spennandi uppskriftir í 42. tbl. Feykis árið 2016.
Meira

Gott að búa í Húnaþingi vestra - Áskorandi Magnús Eðvaldsson Hvammstanga

Unnur fráfarandi oddviti Húnaþings skoraði á mig að skrifa eitthvað í Feyki og ég skorast ekki undan því frekar en öðru sem ég er beðinn um að gera. Ég er fæddur og uppalinn á Hvammstanga og flutti aftur heim fyrir 14 árum eftir námsdvöl á Suðurlandinu.
Meira

Lengi lifir í gömlum glæðum

Það var hart barist þegar KR og Tindastóll mættust í DHL-höllinni í kvöld. Stólarnir voru eina taplausa liðið í Dominos-deildinni en Íslandsmeistararnir komu ákveðnir til leiks og ætluðu augljóslega ekki að láta Stólana komast upp með einhverja sirkustakta í sínu húsi. Það reyndist Tindastólsmönnum þungt í skauti að Urald King og Viðar voru snöggir að koma sér í villuvandræði. Ekki hjálpaði til að hinn háaldraði Jón Arnór Stefánsson gaf árunum og slitnum löppum langt nef og hreinlega vann leikinn fyrir Vesturbæinga. Lokatölur voru 93-86 eftir spennandi lokamínútur.
Meira

Tilboð opnuð í jarðvinnslu vegna nýbyggingar Byggðastofnunar

Nú stendur yfir undirbúningur vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar Byggðastofnunar að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki. Byggingin mun verða 998 m² á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins. Verkefnið hefur verið unnið samkvæmt aðferðarfræði upplýsingalíkana mannvirkja (Building Information Modeling - BIM) og aðferðafræði vistvænnar hönnunar. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM. Verkinu skal vera að fullu lokið 30. september 2019.
Meira

Hætt við að loka hraðbankanum á Hofsósi

Hætt hefur verið við að loka hraðbankanum á Hofsósi eins og ráðgert hafði verið og hann kominn í gagnið á ný. Í svörum frá Arion banka segir að stöðugt sé verið að skoða hvar sé best að hafa hraðbanka og hvernig best er að haga þjónustunni. „Töluverður kostnaður fylgir rekstri hvers hraðbanka og á Hofsósi var notkunin það lítil að við töldum ekki forsendur fyrir því að hafa hraðbanka þar áfram,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi bankans.
Meira

Jón Eðvald lætur af störfum hjá Fisk Seafood

Jón E. Friðriksson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri FISK Seafood ehf. en Jón hefur starfað hjá fyrirtækinu í 22 ár og stýrt þar kröftugri uppbyggingu og daglegum rekstri af mikilli elju, eins og segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Stjórni Fisk Seafood þakkar Jóni farsælt og gott starf.
Meira