Fréttir

Átti alla diskana með Blink 182 / SIGFÚS ÓLAFUR

Sigfús Ólafur er maður nefndur og er Guðmundsson. Hann segist eiga mjög auðvelt með að læra á hljóðfæri, æfði lengi á trompet á yngri árum en hefur einnig lært á gítar og söng og það eru hans aðal hljóðfæri í dag. „Ég er einnig partýfær á píanó, bassa, trommur og þríhorn,“ segir Sigfús og glottir en aðspurður um helstu afrek sín á tónlistarsviðinu segir hann: „Ætli það sé ekki þegar að hljómsveit sem ég var í á yngri árum náði lagi inn á Svona er sumarið 2006. Einnig hef ég tekið þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna og svo náði ég í 35 manna úrslit í þriðju seríu af íslenska Idolinu.“ Ekki slæmt...
Meira

Tiltektardagur á Blönduósi á morgun

Á heimasíðu Blönduóssbæjar er boðað til tiltektardags á morgun, uppstigningardag, og eru bæjarbúar og fyrirtæki hvött til að yfirfara nánasta umhverfi sitt og gera bragarbót þar sem þess er þörf. Gámasvæði bæjarins verður opið af þessu tilefni milli klukkan 13 og 17.
Meira

Stofna hjólreiðaklúbb á Sauðárkróki

Hjólreiðafélagið Drangey heldur stofnfund í Húsi frítímans á Sauðárkróki á morgun, fimmtudaginn 10. maí kl. 20. Á fundinum verður félagið kynnt og einnig farið yfir starfsemi félagsins í sumar, sem verður fjölþætt og höfðar til allra hjólara.
Meira

Krabbameinsfélagi Skagafjarðar afhent áheit

Nemendur 7. og 8. bekkjar í Varmahlíðarskóla afhentu í gær Krabbameinsfélagi Skagafjarðar upphæð þá sem þeir söfnuðu með áheitahlaupi í síðustu viku. Ávísunin var engin smásmíði og upphæðin eftir því en krökkunum tókst með framtaki sínu að safna veglegri upphæð, 900 þúsund krónum, sem rann óskipt til Krabbameinsfélagsins.
Meira

Danero Thomas verður liðsmaður Tindastóls næsta tímabil

Körfuknattleiksdeild Tindastóls bætist góður liðsauki fyrir næsta tímabil en hinn magnaði Danero Thomas skrifaði undir árssamning við félagið í dag. Danero var lykilmaður í liði ÍR þegar liðin áttust við í undanúrslitum Domino‘s deildarinnar fyrr í vor. Samningurinn er til eins árs.
Meira

Ráðstefnan Hvar, hvert og hvernig? á Hólum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum boðar til ráðstefnu um ferðaþjónustu á Íslandi dagana 16. og 17. maí næstkomandi. Háskólinn á Hólum hefur staðið fyrir kennslu og rannsóknum á ferðaþjónustu í 21 ár en eins og flestum er kunnugt hefur ferðaþjónusta á Íslandi vaxið mjög hratt undanfarin ár.
Meira

Sameiginlegur framboðsfundur í Húnavatnshreppi

Boðað hefur verið til sameiginlegs framboðsfundar vegna komandi sveitarstjórnakosninga í Húnavatnshreppi. Verður fundurinn haldinn í Húnavallaskóla, Húnavöllum, í kvöld þriðjudaginn 8. maí og hefst kl. 20:30.
Meira

Skipt um áhafnarmeðlimi Þórs á Blönduósi

Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, hefur verið í fiskveiðieftirliti á Húnaflóa og Norðvesturlandi undanfarna daga en í gær kom skipið til hafnar á Blönduósi. Að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, var ástæðan fyrir veru skipsins í Blönduóshöfn sú að skipt var um tvo áhafnameðlimi.
Meira

Brunavarnir Skagafjarðar fá nýja bifreið

Í gær var undirritaður samningur í ráðhúsinu á Sauðárkróki um kaup á nýrri slökkvibifreið. Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í lok nóvember að ganga að tilboði Ólafs Gíslasonar hf. og Eldvarnamiðstöðvarinnar um kaup á nýrri slökkvibifreið. Mun nýja bifreiðin koma í stað 38 ára gamallar bifreiðar sem þjónað hefur sínu hlutverki vel fyrir Brunavarnir Skagafjarðar eins og segir á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Meira

Skrifað undir viljayfirlýsingu að Menningarhúsi á Sauðárkróki

Á Atvinnulífssýningunni sem haldin var á Sauðárkróki um helgina skrifuðu Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Svf. Skagafjarðar og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undir viljayfirlýsingu þess efnis að stjórnvöld leggi fjármuni í byggingu menningarhúss á Sauðárkróki sem ætlað er að rísi á Flæðunum í náinni framtíð.
Meira