Fréttir

Sumardísin tekur völdin á Hvammstanga á morgun

Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður að vanda mikið um dýrðir á Hvammstanga þar sem boðað er til hátíðahalda sem hefjast við félagsheimilið klukkan 14:00. Löng hefð er fyrir hátíð í tilefni sumarkomunnar á Hvammstanga og mun þetta vera í 62. skiptið sem hátíðarhöldin eru með sama sniði og nú er en til þeirra var í fyrsta skipti stofnað af þáverandi Fegrunarfélagi sem stóð fyrir gróðursetningu og byggði upp garðinn við sjúkrahúsið á Hvammstanga.
Meira

Firmakeppni Skagfirðings á sumardaginn fyrsta

Firmakeppni hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin á morgun, sumardaginn fyrsta, á félagssvæði við Tjarnarbæ. Fyrir utan það að geta fylgst með flottum gæðingum á brautinni verður myndarlegt kaffihlaðborð í Tjarnarbæ að lokinni keppni. Skráning á staðnum frá klukkan 12 – 12:45 og keppni hefst klukkan 13.
Meira

Simmi póstur fékk mynd af Farmall kubb í síðustu póstferðinni

Sögulega stund var í dag, þegar Simmi póstur, Sigmar Jóhannsson í Lindarbæ, kom í sína síðustu póstferð í Hóla. Við það tilefni var honum færð gjöf frá háskólanum, mynd af Farmall Cub traktor, en að sögn Guðmundar B. Eyþórssonar, fjármála- og starfsmannastjóra skólans, var Simmi alloft búinn að spyrjast fyrir um þá mynd, til að hafa í búvélasafninu sínu.
Meira

Rabb-a-babb 161: Gauja Hlín

Nafn: Guðríður Hlín Helgudóttir en alltaf kölluð Gauja. Búseta: Á besta stað á Hvammstanga. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði mér að verða rannsóknarlögreglumaður, arkitekt eða lýtalæknir og varð því augljóslega ferðamálafræðingur. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? „Ég sagði ykkur að þetta myndi reddast!”
Meira

Útskrifuðust frá Opinni smiðju - Beint frá býli

Farskólinn á Norðurlandi vestra útskrifaði sl. mánudag þátttakendur sem stundað hafa nám í Opin smiðja - Beint frá býli. Smiðjan var kennd í samstarfi Farskólans, SSNV - samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd.
Meira

Hjartastuðtæki í Sundlaugina í Varmahlíð

Lionsklúbbur Skagafjarðar afhenti í gær sundlauginni í Varmahlíð hjartastuðtæki sem ekki var til á staðnum. Tækin hafa margsannað gildi sitt og því fannst Lionsmönnum ótækt að ekki væri til tæki í sundlauginni. Sigurður Guðjónsson, formaður klúbbsins, sagðist ánægður með að klúbburinn gæti hjálpað til með þetta. Ekki var safnað sérstaklega fyrir tækinu þar sem klúbburinn hefur tekjustofna sem renna í svona málefni og byggist á vinnuframlagi klúbbfélaga. Tækið kostar um 250 þúsund.
Meira

Leikskólinn Birkilundur fær góða gjöf

Leikskólinn Birkilundur í Varmahlíð fékk góða heimsókn í síðustu viku þegar konur úr Kvenfélagi Seyluhrepps komu þangað færandi hendi. Á aðalfundi félagsins var ákveðið að úthluta 100.000 króna styrk til bókakaupa fyrir leikskólann úr minningarsjóði Sigurlaugar Sigurðardóttur frá Fjalli. Í foreldrakaffi þann 10. apríl afhentu fulltrúar kvenfélagsins börnum og starfsfólki á hverri deild bækur sem keyptar voru fyrir styrkinn.
Meira

Nýtt framboð í Húnavatnshreppi - N-listinn

Nýtt famboð býður fram í Húnavatnshreppi í komandi sveitarstjórnarkosningum undir bókstafnum N. Ragnhildur Haraldsdóttir, Stóradal skipar fyrsta sæti listans, Sverrir Þór Sverrisson, Auðkúlu 3 er í öðru sæti og í þriðja sæti er Þóra Margrét Lúthersdóttir, Forsæludal. Björn Björnsson á Ytri-Löngumýri skipar 14. sætið, heiðurssæti listans.
Meira

Aukin áhersla í samgöngu- og byggðamálum

Nú stendur yfir umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þar er gert ráð fyrir sérstöku átaki í samgönguframkvæmdum á árunum 2019-2021, samtals um 16,5 milljarða króna. Áhersla verður á greiðar og öruggar samgöngur allt árið í þeim verkefnum sem unnin verða. Strax á fyrsta ári áætlunarinnar er aukningin til málefnasviðsins 4,3 milljarðar króna frá fjárlögum 2018. Ætlunin er að klára Dýrafjarðargöng og tvöfalda Kjalarnesveg. Unnið er að samgönguáætlun sem á að leggja fyrir í haust.
Meira

Silfur og brons á Íslandsmóti í Júdó

Íslandsmót yngri flokka í Júdó var haldið í Reykjavík sl. laugardag. Tindastóll átti þrjá fulltrúa sem komu heim með eitt brons og eitt silfur. Mótið var haldið í aðstöðu Ármanns í Laugardal og voru 111 keppendur skráðir til leiks frá níu júdófélögum, tveimur af Norðurlandi, þremur af Suðurnesjum, einu af Suðurlandi og þremur af höfuðborgarsvæðinu.
Meira