feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.12.2018
kl. 16.24
Í 48. tbl. Feykis á síðasta ári sagði Anna Scheving á Laugarbakka lesendum blaðsins frá sínum uppáhaldsbókum:
Anna Scheving er 68 ára gömul húsmóðir, fædd og uppalin á Reyðarfirði. Hún hefur búið víða um land en síðustu árin hefur hún átt heima í Húnaþingi vestra, fyrst á Hvammstanga í allmörg ár en síðustu þrjú árin á Laugarbakka sem er að hennar mati algjör sælureitur. Allt frá því Anna lærði að lesa í kringum fimm ára aldurinn hefur hún haft yndi af bóklestri og henni er minnisstætt frá barnæsku þegar faðir hennar las fyrir heimilisfólkið úr bók Alistairs MacLean, Nóttin langa. Anna svaraði nokkrum spurningum fyrir Bók-haldið.
Meira