Fréttir

Lagning hitaveitu um Óslandshlíð, að Neðra -Ási og Ásgarðsbæjum hefst í vor

Á fundi veitunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem haldinn var þann 21. desember sl. var fjallað um fyrirhugaða lagningu hitaveitu um Óslandshlíð að Neðra Ási og Ásgarðsbæjunum.
Meira

Pétur Jóhann Sigfússon sturlaðist af hræðslu þegar móðir hans skellti sér í grænan jólasveinabúning

Suður-Ameríski draumurinn hefur slegið í gegn hjá áhorfendum Stöðvar 2 en þar þeysast tvö lið skipuð þeim Audda og Steinda jr. annars vegar og Sveppa og Pétri Jóhanni hins vegar um Suður-Ameríku í kapphlaupi við tímann og leysa ævintýralegar þrautir. Auk þess koma strákarnir sér í vægast sagt afkáralegar og sprenghlægilegar aðstæður sem eru að sjálfsögðu ætlaðar til að kæta áhorfendur.
Meira

Þóranna Ósk íþróttamaður Skagafjarðar

Í kvöld fór fram athöfn í Ljósheimum þar sem tilkynnt var um val á íþróttamanni-, liði- og þjálfara Skagafjarðar 2018. Auk þess voru hvatningarverðlaun UMSS veitt og viðurkenningar fyrir landsliðsþátttöku keppenda og þjálfara aðildarfélaga UMSS. Lið ársins er meistaraflokkur Tindastóls kvenna í knattspyrnu, þjálfari var valinn Sigurður Arnar Björnsson og íþróttamaður Skagafjarðar er Þóranna Sigurjónsdóttir.
Meira

Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fá aukafjárveitingu

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að veita um 560 milljóna króna viðbótarfjárveitingu til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni fyrir rekstrarárið 2018. Nemur aukningin að jafnaði um 3% af heildarfjárveitingu stofnananna á árinu. Heilbrigðisstofnun Norðurlands fær hæstu fjárveitinguna sem nemur 130 milljónum króna.
Meira

Vilja að stjórnvöld sýni spilin

Þorleifur Ingvarsson, formaður sameiningarnefndar sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, segir að stór skref í átt að sameiningu sveitarfélaganna fjögurra verði ekki stigin fyrr en stjórnvöld sýna spilin. Rætt var við Þorleif í hádegisfréttum RÚV í gær. Hlé var gert sameiningarviðræðum fyrir sveitarstjórnarkosningar sl. vor og hafa nýjar sveitarstjórnir allra sveitarfélaganna samþykkt að halda viðræðum áfram og skipað fulltrúa í nýja sameiningarnefnd.
Meira

Skotfélagið slæmar fréttir sigurvegarar Jólamóts Molduxa

Jólamót Molduxa í körfubolta fór fram í gær, öðrum degi jóla, í Síkinu á Sauðárkróki, alls 18 lið tóku þátt eða í kringum 150 manns. Í úrslitarimmunni áttust við Skotfélagið slæmar fréttir og Hádegisbolti sem endaði með sigri Skotfélagsins.
Meira

Valin í lið ársins í 2. deild - Íþróttagarpurinn : Vigdís Edda Friðriksdóttir

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls voru í miklum ham í 2.deildinni í fótbolta sumar, unnu ellefu leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur. Endaði liðið með 34 stig, jafnmörg og Augnablik sem stóð uppi sem sigurvegari deildarinnar með betra markahlutfall. Vigdís Edda Friðriksdóttir stimplaði sig rækilega inn í liðið með góðum leik og mikilli hörku, skoraði tíu mörk í 14 leikjum og krækti í fjögur gul spjöld. Árangur hennar vakti athygli víðar en á Króknum því hún var valin í lið ársins hjá Fótbolta.net þar sem þjálfarar og fyrirliðar liðanna í deildinni völdu á listann. Vigdís Edda býr á Sauðárkróki er af árgangi 1999 og er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Umhverfismolar úr Húnaþingi vestra

Á heimasíðu Húnaþings vestra má finna nokkra umhverfismola frá Hirðu gámastöð sem gott er að hafa í huga þegar gengið er frá umbúðum utan af jólagjöfum og því rusli sem til fellur um áramótin þegar flugeldum er skotið á loft.
Meira

Geta viðhorf haft áhrif á upplifanir okkar - Áskorandi Jenný Þórkatla Magnúsdóttir Hvammstanga

Guðný Hrund karlsdóttir sveitarstjóri í Húnaþingi vestra skoraði á mig og auðvitað hlýði ég því kalli. Ég hóf nám við Endurmenntun Háskóla íslands núna í haust og er að taka þar fjölskyldumeðferð. Í því námi erum við að skoða okkur svolítið sjálf og og eru nemendur að læra hvert af öðru með því að deila sögum og reynslu.
Meira

Hefur lesið bækur Guðrúnar frá Lundi aftur og aftur

Í 48. tbl. Feykis á síðasta ári sagði Anna Scheving á Laugarbakka lesendum blaðsins frá sínum uppáhaldsbókum: Anna Scheving er 68 ára gömul húsmóðir, fædd og uppalin á Reyðarfirði. Hún hefur búið víða um land en síðustu árin hefur hún átt heima í Húnaþingi vestra, fyrst á Hvammstanga í allmörg ár en síðustu þrjú árin á Laugarbakka sem er að hennar mati algjör sælureitur. Allt frá því Anna lærði að lesa í kringum fimm ára aldurinn hefur hún haft yndi af bóklestri og henni er minnisstætt frá barnæsku þegar faðir hennar las fyrir heimilisfólkið úr bók Alistairs MacLean, Nóttin langa. Anna svaraði nokkrum spurningum fyrir Bók-haldið.
Meira