Fréttir

18.000 kr. fæst fyrir grendýr

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar kom saman fyrir helgi í félagsheimilinu Ljósheimum ásamt refa- og minkaveiðimönnum í héraðinu og ræddu um veiðitilhögun ársins 2018. Í fundargerð segir að mætt hafi þeir Þorsteinn Ólafsson, Hans Birgir Friðriksson, Stefán Sigurðsson, Birgir Hauksson, Herbert Hjálmarsson, Kristján B. Jónsson, Marinó Indriðason og Kári Gunnarsson.
Meira

Eru ekki allir í stuði!?

Var einhver Skagfirðingur ekki stoltur af Stólunum í kvöld? Tindastólsmenn geystust í DHL-höll Íslandsmeistara KR, eftir hörmulegt tap í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn, og buðu heimamönnum upp á baráttu um hvern einasta fersentimetra í húsinu. Og það var bara annað liðið til í slaginn. Stólarnir náðu upp sömu mögnuðu stemningunni og í bikarúrslitunum fyrr í vetur og það þrátt fyrir að Hester væri ekki með sökum meiðsla. KR gafst í raun upp í byrjun síðari hálfleiks og máttu þola tap gegn Stólunum. Lokatölur 70-98.
Meira

Aðalfundur Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar sunnudaginn 6. maí 2018 kl. 12-16 í Landnámssetrinu, Borgarnesi. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Guðjón Brjánsson, þingmaður kjördæmisins, ávarpar fundinn og tekur þátt í umræðum.
Meira

Tveir skrifa undir í fótboltanum hjá Stólum

Það er ekki bara körfubolti sem leikinn er á Króknum því knattspyrnudeild Tindastóls bíður í ofvæni eftir sumrinu og komu tveir nýir leikmenn í liðið í gær er þeir skrifuðu undir félagaskipti. Stólarnir leika í 2. deild ásamt ellefu öðrum liðum og er fyrsti leikur þeirra gegn Gróttu, laugardaginn 5. maí klukkan 14:00 á Vivaldivellinum.
Meira

Gamli góði vinur - Áskorendapenni Guðrún Þórbjarnardóttir, brottfluttur Skagstrendingur

Það góða við að eldast er lífsreynslan, maður róast og fer að skoða hlutina í öðru ljósi. Forgangsröðin verður önnur. Bernskan og vinir bernskunnar birtast manni í öðru ljósi heldur en áður.
Meira

Björn Líndal lætur af störfum sem framkvæmdastjóri SSNV

Björn Líndal Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, hefur sagt upp störfum hjá samtökunum. Björn tók við starfi sem framkvæmdastjóri SSNV í október 2015 og var þá valinn úr hópi 16 umsækjenda.
Meira

Salat, þriggja korna brauð og eftirréttur með hindberjasósu

Ásta Sveinsdóttir á Fosshóli í Húnaþingi vestra var matgæðingur vikunnar í 17. tbl. Feykis 2016. Hún bauð upp á rækju-, avókadó- og mangósalat, fjögurra korna brauð sem má baka hvort sem er í brauðvél eða á hefðbundinn hátt og eftirrétt með hindberjasósu.
Meira

Því miður sýndu meistararnir meistaratakta í Síkinu

KR kom, sá og sigraði örugglega í Síkinu í kvöld þegar þeir mættu einbeittir til leiks og sýndu lemstruðum Tindastólsmönnum hvar Davíð keypti ölið. Þeir nýttu sér hvern einasta dropa af reynslutanknum og eftir hressilegar upphafsmínútur skelltu þeir í lás í vörninni og Stólarnir fundu ekki neistann né taktinn í troðfullu Síki þar sem forseti Íslands, hr. Guðni Jóhannesson, var á meðal áhorfenda. Lokatölur voru 54-75 fyrir KR og ljóst að meistararnir eru spólg***ir.
Meira

VG og óháðir í Sveitarfélaginu Skagafirði kynna lista sinn

Framboðslisti Vinstri grænna og óháðra í Sveitarfélaginu Skagafirði til sveitarstjórnarkosninga í maí hefur nú verið birtur. Það er Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og fulltrúi VG í sveitarstjórn sem leiðir framboðið. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, skipar annað sætið og í þriðja sætinu er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, sölumaður Atlantic leather.
Meira

Sýndarveruleiki minnihluta sveitarstjórnar

Í ljósi umræðna og bókana fulltrúa minnihlutans í sveitarstjórn vill meirihluti sveitarstjórnar leiðrétta þær rangfærslur sem komið hafa fram í málflutningi þeirra. Mikilvægt er að rétt sé farið með staðreyndir.
Meira