Fréttir

Það ætla bókstaflega allir að mæta í Síkið

Var einhver búinn að gleyma því að það er leikur í kvöld? Sennilega ekki en þó er rétt að minna á að fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi Tindastóls og KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfu verður í Síkinu í kvöld og hefst kl. 19:15 stundvíslega. Ekki er laust við að það örli á smá eftirvæntingu í Skagafirði og gera flestir spekingar ráð fyrir að úr verði hörku einvígi. Er talað um einvígi „reynslu á móti greddu“ og þá eru það víst Stólarnir sem eru í hlutverki hinna síðarnefndu.
Meira

Gestum fækkar í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Húnaþingi vestra

Tekið var á móti 1.679 gestum fyrstu þrjá mánuði ársins í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Húnaþingi vestra sem rekin er á Selasetri Íslands að því er kemur fram á heimasíðu Selasetursins. Á sama tímabili á síðasta ári voru gestir Upplýsingamiðstöðvarinnar 1.958 og er hér um að ræða 14% fækkun milli ára. Einnig fækkaði þeim sem keyptu sig inn á Selasafnið á fyrsta ársfjórðungi um 10% frá því í fyrra.
Meira

Síðasta mótið í SAH mótaröðinni

Síðasta mót vetrarins í SAH mótaröðinni fór fram í reiðhöllinni Arnargerði á föstudagskvöldið 13. apríl sl. þar sem keppt var í fimmgangi í fullorðinsflokkum og T7 í öllum flokkum. Þátttaka var með ágætum og voru skráningar rúmlega 30.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga flaggskip í héraði

Byggðasafn Skagfirðinga hefur með starfi sínu og uppbyggingu verið eitt helsta flaggskip íslenskra safna á undanförnum árum. Þar hefur safnstjórinn unnið brautryðjendastarf með því öfluga teymi sem með henni hefur starfað í gegnum árin. Það var því ánægjuleg viðurkenning þegar safnið fékk íslensku safnaverðlaunin árið 2016 fyrir framúrskarandi starfsemi. Það var hátíðleg stund þegar Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Bygggðasafnsins um áratugi veitti þessum verðskuldaða heiðri viðtöku.
Meira

Nýtt afl í Húnaþingi vestra kynnir lista sinn

Framboðslisti Nýs afls í Húnaþingi vestra, N-listinn, var lagður fram í gær. Listinn hefur meirihluta í núverandi sveitarstjórn, fjóra af sjö fulltrúum. Oddviti listans er Magnús Magnússon, sóknarprestur og hrossabóndi, annað sætið skipar Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi og ráðunautur og í þriðja sæti er Magnús Eðvaldsson, íþróttakennari. Núverandi oddviti sveitarstjórnar, Unnur Valborg Hilmarsdóttir skipar 14. sæti eða heiðurssætið.
Meira

Kjördæmismót í Skólaskák og sumarfrí

Reglulegu vetrarstarfi Skákfélags Sauðárkróks lauk síðasta vetrardag með atskákmóti. Tefldar voru fimm umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma og voru þátttakendur sex talsins. Efstur varð Jón Arnljótsson með fjóra vinninga. Þrjá vinninga hlutu þeir Pálmi Sighvatsson, Hörður Ingimarsson og Örn Þórarinsson. Guðmundur Gunnarsson hlaut tvo vinninga en Pétur Bjarnason var án vinnings.
Meira

Hnúfubakur í Fellsfjöru

Hræ af rúmlega 15 metra löngum hnúfubakstarfi hefur rekið upp í fjöruna í Felli í Sléttuhlíð, rétt utan við ósa Hrolleifsdalsár. Það var Kristján Jónsson á Róðhóli sem fann dýrið þegar hann var að svipast um eftir mink og tófu fyrir tveimur vikum síðan og var hann þá mjög heillegur.
Meira

Lóuþrælar syngja á Seltjarnarnesi

Karlakórinn Lóuþrælar úr Húnaþingi vestra leggur land undir fót um helgina og ætlar að halda tónleika í Seltjarnarneskirkju, á laugardaginn kemur, þann 21. apríl klukkan 16:00. Söngstjóri kórsins er Ólafur Rúnarsson og undirleik annast Elinborg Sigurgeirsdóttir. Einsöngvarar með kórnum eru þeir Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og og Skúli Einarsson.
Meira

Útskurðarnámskeið eldri borgara - „Aldrei of seint að byrja“

Félag eldri borgara í Skagafirði stóð fyrir útskurðarnámskeiði fyrir félagsmenn sína á dögunum. Tíu manns mættu og skáru út í tvo daga undir leiðsögn Jóns Adolfs Steinólfssonar trélistamanni.
Meira

Gleðilegt sumar

Sumardagurinn fyrsti er í dag. Hann er einnig kallaður Yngismeyjardagur og er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þessum tíma er hlýnun á vori komin vel í gang, meðalhiti 25. apríl er 0,3 stigum hærri en 19. apríl.
Meira