Það ætla bókstaflega allir að mæta í Síkið
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.04.2018
kl. 15.16
Var einhver búinn að gleyma því að það er leikur í kvöld? Sennilega ekki en þó er rétt að minna á að fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi Tindastóls og KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfu verður í Síkinu í kvöld og hefst kl. 19:15 stundvíslega. Ekki er laust við að það örli á smá eftirvæntingu í Skagafirði og gera flestir spekingar ráð fyrir að úr verði hörku einvígi. Er talað um einvígi „reynslu á móti greddu“ og þá eru það víst Stólarnir sem eru í hlutverki hinna síðarnefndu.
Meira