Fréttir

L-listinn á Blönduósi kynnir framboð sitt

Framboðslisti L-listans á Blönduósi í komandi sveitarstjórnarkosningum hefur verið kynntur. Það er Guðmundur Haukur Jakobsson sem er oddviti listans, en hann skipaði annað sætið í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Rannveig Lena Gísladóttir er í öðru sæti og Sigurgeir Þór Jónasson skipar það þriðja. Valgarður Hilmarsson sem áður leiddi listann er í 14. sæti eða heiðurssæti listans.
Meira

Sæluvika Skagfirðinga - Lista- og menningarhátíð 29. apríl – 5. maí 2018

Sæluvika Skagfirðinga, hin árlega lista- og menningarhátíð, hefst um helgina. Í Sæluviku verður boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá víðs vegar um fjörðinn. Sæluvika Skagfirðinga er ein elsta menningarhátíð landsins og nær saga hennar allt aftur til ársins 1874 þegar svonefndar sýslunefndarvikur hófu göngur sínar.
Meira

Tíndu rusl í tilefni af degi jarðar

Dagur jarðar var víða haldinn hátíðlegur á sunnudaginn og af því tilefni skelltu margir sér út í náttúruna og tíndu upp rusl. Á Facebooksíðu Blönduskóla er sagt frá því að börnin í skólanum létu sitt ekki eftir liggja og á mánudaginn drifu nemendur nokkurra bekkja sig út í þeim tilgangi að leggja sitt af mörkum fyrir náttúruna og bæinn sinn.
Meira

Vel tókst til að slökkva sinueld á Króknum

Slökkviliðið á Sauðárkróki var kallað út um miðjan dag í gær til að slökkva sinueld sem logaði framan í Nöfunum, ofan við gömlu rafstöðina yst í bænum. Að sögn Svavars Birgissonar, slökkviliðsstjóra má rekja brunann til mannlegra athafna, eins og hann komst að orði.
Meira

Öruggari og öflugri strandveiðar í sumar!

Þverpólitísk samstaða hefur náðst á Alþingi um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða þar sem öryggi sjómanna var haft að leiðarljósi. Í sumar verða strandveiðar efldar með auknum aflaheimildum og bátar á hverju svæði fá 12 fasta daga til veiða í hverjum mánuði.
Meira

Hólar í hundrað ár

„Áhrif skólahalds á Hólum á samfélagsþróun: Frá fullveldi til framtíðar“ var yfirskrift ráðstefnu sem haldin var á Hólum nú um sumarmálin. Fjöldi fyrirlesara flutti ákaflega áhugaverð erindi á þessari tveggja daga ráðstefnu auk þess sem fulltrúar afmælisárganga brugðu birtu á veruna á Hólum hvert á sínum tíma. Hjalti Pálsson rakti svo myndasögu Hólastaðar síðustu hundrað árin en augljóslega er til mikið af heimildarefni þaðan af ýmsum toga.
Meira

Vísindamenn við Háskólann á Hólum á Dagatali íslenskra vísindamanna.

Vísindavefurinn og Vísindafélag Íslendinga standa nú fyrir Vísindadagatalinu en þar er einn íslenskur vísindamaður kynntur hvern dag og fjallað um starf hans og rannsóknir. Tilefnið er 100 ára afmæli Vísindafélagsins. Stjórn Vísindafélagsins og ritstjórn Vísindavefsins velja vísindamennina, í samráði við forstöðumenn háskóla og rannsóknastofnana, og er markmiðið að bregða upp svipmynd af fjölbreyttri flóru blómlegs rannsóknastarfs hér á landi og þýðingu þess fyrir samfélagið allt, eins og segir í kynningu á Vísindadagatalinu.
Meira

Góður rekstur Byggðastofnunar

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í gær á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Á fundinum hélt samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra erindi þar sem m.a. kom fram að hann hefði í hyggju að skipa starfshóp sem fær það hlutverk að meta þörf fyrir endurskoðun laga um Byggðastofnun, sem eru frá árinu 1999. Hann kvaðst telja eðlilegt að lagaumhverfið sé yfirfarið reglulega og tryggt að það styðji á hverjum tíma við hlutverk og gildi stofnunarinnar.
Meira

KR marði sigur í geggjuðum körfuboltaleik

Tindastóll og KR buðu upp á naglbít fyrir troðfullu Síkinu í kvöld í leik sem bauð upp á flest það sem áhorfendur vildu sjá – nema auðvitað vitlaus úrslit því það voru gestirnir úr Vesturbænum sem fóru með sigur af hólmi eftir glæsilega/hörmulega flautukörfu frá Brynjari Þór af öllum mönnum. Já, Guðirnir eru ekki alltaf í stuði. KR-ingar virtust hafa tryggt sér sigur með frábærum kafla seint í leiknum en Stólarnir kröfsuðu sig inn í leikinn í blálokin og besti maður vallarins, Pétur Birgis, jafnaði með þristi þegar 26 sekúndur voru eftir. En Brynjar átti síðasta orðið og KR er nú með 2-1 forystu í einvígi liðanna. Lokatölur leiksins voru 75-77.
Meira

Þriðji leikur Tindastóls og KR er að bresta á

Það er allt á suðupunkti í Skagafirði í dag en spennan er mikil fyrir þriðju viðureign Tindastóls og KR sem hefst kl. 19:15 í kvöld í Síkinu. Staðan í einvíginu er eins og allir vita 1-1 en báðir leikirnir hafa hingað til unnist á útivelli. Talsverð eftirvænting er eftir fréttum af Hesteri og Hannesi en eftir því sem Feykir kemst næst er enn ekki vitað hvort þeir verði með í leiknum í kvöld en báðir stríða við erfið ökklameiðsli.
Meira