Leikskólar í Skagafirði loka tvisvar á ári í stað átta sinnum
feykir.is
Skagafjörður
04.01.2019
kl. 14.26
Á nýju ári verða breytingar á skóladagatölum leikskólanna í Skagafirði og hefur það í för með sér að starfsmannafundir leikskólanna verða haldnir eftir lokun. Í stað þess að loka kl. 14:00 átta sinnum yfir skólaárið vegna funda, lokar leikskólinn tvo daga yfir skólaárið og verða þær lokanir miðaðar við lokun grunnskólanna. Uppfærð skóladagatöl er að finna á heimasíðum leikskólanna.
Meira
