Fréttir

Margar íbúðir í byggingu á Hvammstanga

Mikil eftirspurn er nú eftir íbúðalóðum á Hvammstanga eftir langt hlé. Rætt var við Guðnýju Hrund Karlsdóttur, sveitarstjóra í Hunaþingi vestra, í hádegisfréttum Ríkisútvarps í gær og segir hún að síðasta árið hafi mörgum lóðum verið úthlutað en ekki hefur verið byggt íbúðarhús á Hvammstanga í tæpan áratug.
Meira

Vortónleikar Lóuþræla

Karlakórinn Lóuþrælar heldur vortónleika sína í félagsheimilinu á Hvammstanga á laugardaginn kemur, 28. apríl, og hefjast þeir kl. 21:00.
Meira

Skagastrandarlistinn kynnir framboð sitt

Framboðslisti Skagastrandarlistans (H-listi) fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 26. maí nk. var samþykktur á fjölmennum fundi stuðningsmanna sem haldinn var í Bjarmanesi í gær. Val á listann fór þannig fram að boðað var til opins fundar viku fyrr þar sem tekin var ákvörðun um að standa að framboði. Á þeim fundi var einnig kosin þriggja manna uppstillingarnefnd sem lagði tilllögu sína fyrir fundinn í gær og var hún samþykkt samhljóða.
Meira

Opin æfing hjá kammerkórnum

Skagfirski kammerkórinn býður á opna æfingu í Miðgarði í dag miðvikudaginn 25. apríl kl. 18.00. Kórinn hefur verið að æfa Magnificat eftir John Rutter og mun kynna verkið og höfund þess fyrir áheyrendum.
Meira

MS yfirtekur mjólkurflutninga

Breytingar hafa orðið í mjólkursöfnun hjá Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki og er það í samræmi við samkomulag sem gert var síðast liðið vor um að samræma hana á öllu landinu. Frá og með síðasta mánudegi tók Mjólkursamsalan því yfir mjólkursöfnun í Skagafirði af samlaginu.
Meira

Ráðstefnan Hérna! Núna! á Blönduósi um helgina

Um næstu helgi verður ráðstefnan Hérna!Núna! haldin í gömlu kirkjunni á Blönduósi. Ráðstefnan er ætluð fyrir lista- og handverksmenn á Norðurlandi vestra og er markmið hennar að aðilar úr lista- og menningarsamfélaginu hittist, kynnist og geti sagt frá og sýnt list sína og að vekja athygli á þeirri vinnu sem unnin er á svæðinu á sviði lista og menningar. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingasjóði SSNV og er unnið í samstarfi við Ferðamálafélag A-Hún.
Meira

Varptími fugla er hafinn

Sveitarfélagið Skagafjörður vekur athygli á því á heimasíðu sinni að nú er varptími fugla hafinn. Því eru hunda- og kattaeigendur vinsamlega beðnir að taka tillit til þess og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda skepnum sínum frá þessum fiðruðu vorboðum.
Meira

Æfingabúðir í Júdó á Blönduósi

Júdófélagið Pardus á Blönduósi stóð fyrir æfingabúðum í júdó um helgina þar sem iðkendur frá júdódeildum Tindastóls og UMF Selfoss komu í heimsókn. Um fimmtíu júdóiðkendur og þjálfarar tóku þátt í æfingabúðunum, sem voru sambland af júdóæfingum og afþreyingu utan æfingatíma. Á heimasíðu Tindastóls segir að helgin hjá iðkendum félagsins hafi byrjað rétt eftir hádegi á laugardaginn með rútuferð á Blönduós.
Meira

Skagastrandarhöfn auglýsir eftir tilboðum

Skagastrandarhöfn hefur auglýst eftir tilboðum í gerð smábátahafnar sem felst í dýpkun, byggingu skjólgarðs og uppsetningu landstöpla. Verkinu á að vera lokið eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi. Útboðsgögn má nálgast hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7 í Reykjavík frá og með þriðjudeginum 24. apríl og kosta þau 5.000 kr. Tilboðum skað skilað á sama stað, fyrir klukkan 14:00, þriðjudaginn 8. maí 2018 og verða þau opnuð þar klukkan 14:15 þann dag.
Meira

Unnið að vegastæði og bílaplani við Hrútey

Blönduósbær fékk nýlega úthlutað 32 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess verkefnis að koma gömlu Blöndubrúnni frá 1897 á sinn stað og gera hana að göngubrú út í Hrútey. Með þeirri framkvæmd batnar aðgengi að eynni samhliða því að elsta samgöngumannvirki á Íslandi verður varðveitt.
Meira