Fréttir

Góðir hlutir gerast hægt - Liðið mitt Bryndís Rut Haraldsdóttir

Bryndís Rut Haraldsdóttir leikmaður mfl. kvenna hjá Tindastóli og fyrrverandi markmaður U19 landsliðsins er gallharður stuðningsmaður Liverpool. Hún er reyndar gallhörð í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur meira að segja að vera Seylhreppingur, þó hann heyri nú sögunni til. Hún er frá Brautarholti en segist að sjálfsögðu búa á Laugavegi 15 í póstnúmeri 560, þ.e. í Varmahlíð. Bryndís sækir vinnu til Sauðárkróks og starfar sem verkamaður hjá þjónustumiðstöð Skagafjarðar. Bryndís svarar hér spurningum í Liðið mitt.
Meira

Áhugamaður um forvarnir áfengis og vímuefnaneyslu

Sigurður Páll Jónsson kemur nýr inn í þingmannalið Norðvesturkjördæmis en hann sat sem varamaður á Alþingi haustið 2013. Sigurður Páll býr í Stykkishólmi, kvæntur Hafdísi Björgvinsdóttur og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Sigurður er menntaður rafvirki og með skipstjórnar og vélstjórapróf á báta að 30 tonnum og hefur starf hans verið sjómennska undanfarin ár auk þess að vera varaþingmaður og bæjarfulltrúi í Stykkishólmi síðan árið 2014. Sigurður Páll er þingmaður vikunnar á Feyki.
Meira

Arto Paasilinna og Jón Kalman Stefánsson meðal uppáhaldshöfunda

Það er Guðmundur Jónsson á Hvammstanga sem situr fyrir svörum í Bók-haldinu að þessu sinni. Guðmundur er 56 ára gamall og starfar við Bókasafn Húnaþings vestra sem bókavörður, eða sem deildarstjóri útlánadeildar, eins og hann titlar sig til gamans. Guðmundur er Húnvetningur í húð og hár en hann er uppalinn á Ytri-Ánastöðum á Vatnsnesi þar sem hann bjó til ársins 1995 þegar hann flutti til Hvammstanga. Síðustu 14 árin hefur hann unnið á bókasafninu og unir hag sínum vel meðal bókanna.
Meira

Býr til músík í bílskúrnum - Ásgeir Bragi eða Ouse

Ungur Króksari, Ásgeir Bragi Ægisson, hefur vakið athygli á netinu, með flutningi laga sinna ekki síst á YouTube rás sinni Ouse. Ásgeir á ekki langt að sækja músikhæfileikana en hann er sonur Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar fjöllistamanns og Guðbjargar Bjarnadóttur framhaldsskólakennara.
Meira

Skemmtilegt samstarf um reiðkennslu á milli skólastiga í Skagafirði

Aðsent Hlín Mainka Jóhannesdóttir og Arndís Björk Brynjólfsdóttir
Meira

Atriði frá Tónadansi fékk viðurkenningu á Nótunni

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, var haldin hátíðleg þann 9. febrúar sl. með svæðistónleikum fyrir Norður- og Austurland sem haldnir voru í Hofi á Akureyri. Alls tóku sex atriði úr Skagafirði þátt í hátíðinni, eitt frá Tónadansi og fimm frá Tónlistarskóla Skagafjarðar.Ekki gekk þátttakan áfallalaust fyrir sig eins og sjá má í eftirfarandi frétt sem Kristín Halla Bergsdóttir hjá Tónadansi sendi okkur:
Meira

Deiliskipulagstillaga fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga auglýst að nýju

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 8. febrúar sl. var samþykkt að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga en hún var áður auglýst frá 2. maí til 14. júlí á síðasta ári. Vegna athugasemda sem komu fram var sú ákvörðun tekin að auglýsa tillöguna að nýju, breytta og endurbætta, að undangengnum íbúafundi sem haldinn var í Félagsheimilinu Hvammstanga þann 15. janúar 2018.
Meira

Sterkur sigur í erfiðum leik fyrir austan

Tindastóll og Höttur mættust á Egilsstöðum í gærkvöldi í 19. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Hattarmenn urðu að sigra til að halda fárveikri von sinni um að halda sæti sínu í deildinni á lífi en Stólarnir berjast sem fyrr á toppi deildarinnar. Leikurinn einkenndist af góðum varnarleik beggja liða en þó sérstaklega Tindastóls sem gerðu heimamönnum afar erfitt fyrir. Stólarnir nýttu hinsvegar illa sín færi en Pétur átti enn einu sinni toppleik og fór fyrir sínum mönnum í góðum sigri. Lokatölur 68–80.
Meira

30 ný störf gætu skapast á Blönduósi

Á næstu þremur árum gætu skapast 30 ný störf á Blönduósi þegar gagnaver Borealis Data Center taka þar til starfa. „Þumalputtareglan er að fyrir hvert megavatt orku verði til eitt starf í fyrirtækinu sjálfu og hálft annað afleitt starf,“ segir Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri í samtali við Morgunblaðið á miðvikudaginn en reiknað er með að gagnaverin þurfi á 15 megavöttum að halda.
Meira

Ísabella Leifsdóttir með myndlistarsýningu á Króknum

„Hvernig líður þér þegar þú horfist í augu við alla neysluna, þegar dótið sem við gefum börnunum okkar hrannast upp allt í kringum okkur? Hvaða skilaboð erum við að senda þeim og hvers konar framtíð viljum við búa þeim? Erum við að byggja þau upp eða brjóta niður heiminn sem þau ættu að erfa?“ Þessara spurninga spyr listakonan Ísabella Leifsdóttir, sem vill með verkum sínum vekja athygli á ofgnóttinni í samfélagi okkar. Hún sýnir spegla sem hún hefur skreytt með smádóti úr plasti sem var á leið í endurvinnslu. Speglarnir eru fallegir og eigulegir munir, enda tilgangurinn að búa til verk sem fólk vill ekki farga heldur fegra heimili sín með. Einnig eru verkin áminning til neytenda um að hugsa sig um og velja vandlega áður en þeir rétta fram greiðslukortið í verslunum.
Meira