Fréttir

Atvinnuveganefnd skoðar lækkun veiðigjalda

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sent formanni og varaformanni atvinnuveganefndar, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og Ingu Sæland erindi þar sem hún óskar eftir því að boðað verði til sérstaks fundar í nefndinni til að ræða stöðu minni útgerða og áhrif hækkunar veiðigjalda á rekstrarstöðu þeirra.
Meira

Fannar Snær er búinn að fá sig fullsaddan á getuleysinu

Fannar Snær Danélsson, vörubílstjóri og virkur í athugasemdnum, hafði samband við Dreifarann nú þegar tæp vika er liðin af Vetrar-Olympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Fannari var mikið niðri fyrir þegar hann tjáði sig um frammistöðu Íslands: „Við erum bara eins og eymingjar í þessum vetrar hérna íþróttum, þetta er bara til háborinnar skammar, þetta... já þetta getuleysi. Við ættum vitaskuld, sjáðu til, að vera langbest þarna suður frá, já eða í það minnsta samkeppnishæf. Þetta er bara óskiljanlegt og í raun, sjáðu til, hreinasta óhæfa.“
Meira

Meðalatvinnutekjur á Norðurlandi vestra 90% af landsmeðaltali

Heildaratvinnutekjur á landinu voru 9,7% hærri að raunvirði á árinu 2016 en þær voru árið 2008 en hafa verið lægri öll árin fram að því. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar um atvinnutekjur á árunum 2008-2016 eftir atvinnugreinum og svæðum. Mestu atvinnutekjurnar voru í heilbrigðis- og félagsþjónustu, iðnaði og fræðslustarfsemi en mesta aukningin á tímabilinu varð í greinum er tengjast ferðaþjónustu, þ.e. gistingu og veitingum, flutningum og geymslu og leigu og sérhæfðri þjónustu. Mesti samdrátturinn varð hins vegar í fjármála- og vátryggingaþjónustu og mannvirkjagerð. Meðalatvinnutekjur voru hæstar á Austurlandi og þar næst kemur höfuðborgarsvæðið en lægstar eru þær á Norðurlandi vestra og á Suðurnesjum.
Meira

Frímúrarar lögðu Kaupfélagið og sýslumann

Rúv.is segir frá því að frímúrarastúkan í Skagafirði væri laus undan þeirri kvöð að deila eignarhaldi á húsi á Sauðárkróki með Kaupfélagi Skagfirðinga og fleirum. Frímúrararnir hafa fengið það staðfest með dómi að Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hafi gert mistök fyrir tæpum sex árum þegar hann staðfesti samning um eignaskipti á húsinu.
Meira

Myndlistasýning opnar í nýju galleríi á Skagaströnd í dag

Í sölum Salthússins á Skagaströnd, hinu nýja gistiheimili að Einbúastíg 3, hafa nú verið skipulagðar myndlistarsýningar á þessu ári og hefur sýningarrýmið fengið nafnið Salthús gallerí. Fyrsta sýning ársins verður opnuð í dag, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 17.-19 og er það Mia Hochrein myndlistarkona, sem ríður á vaðið og sýnir þar myndaröðina „Lost Place,“ sem tekin var í Salthúsinu sumarið 2016.
Meira

Fálkinn með skotsár

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að fálkinn sem handsamaður var af bændum á Hnjúki í Vatnsdal hafi verið með skotsár. Kom það í ljós eftir skoðun dýralæknis. Á síðunni segir að ekki eigi að þurfa að benda á það að fálkar eru að sjálfsögðu alfriðaðir.
Meira

Fínar frúr og furðuverur

Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að það er öskudagur í dag og eins og vandi er til fara ýmsar kynjaverur á kreik á slíkum degi. Blaðamaður Feykis var á ferð á Hofsósi í morgun og hitti fyrir þó nokkuð af uppáklæddu fólki og furðuverum.
Meira

Ökumenn virða ekki lokanir - Ófærð á Öxnadalsheiði

Á Facebook má sjá færslu Grétars Ásgeirsonar, starfsmanns Vegagerðarinnar, sem er hugsi yfir þeim sem virða ekki lokanir vega þegar veður og færð bjóða ekki upp á annað. Hann segir að í gærmorgun klukkan 7:15 hafi hann verið kallaður út til að aðstoða við lokun Öxnadalsheiðar vegna brjálaðs veðurs einn daginn enn. Það hafi gengið vel en þegar mokstursbílar fóru af stað eftir hádegið voru bílar fastir sem töfðu opnun Öxnadalsheiðar.
Meira

„Ég fíla ekki grænmeti, ég fíla bara nammi“

Talsvert stuð var í morgun þegar skagfirsk börn heimsóttu Nýprent og Feyki, líkt og sennilega flest fyrirtæki og verslanir á Króknum, og sungu fyrir sælgæti. Það viðraði vel á krakkana á Króknum þó reyndar virtust flest vera með bílstjóra sér til halds og trausts – enda meira en að segja það fyrir litla kroppa að standa undir öllum þessum öskudagsgjöfum.
Meira

Kennarar rétt mörðu 10. bekkinga - Myndband

Íþróttahátíð Árskóla var haldin í gær með pompi og prakt. Að venju mættu krakkarnir í sína heimastofu samkvæmt stundaskrá og græjuðu sig fyrir daginn. Hefði er fyrir því að hver bekkur hafi sitt sérkenni sem búið er að ákveða með fyrirvara.
Meira