Fréttir

Ágætisveður á Norðurlandi um helgina

Íslendingar eru þekktir fyrir að elta veðrið en um helgina lítur allt út fyrir að íbúar á Norðurlandi vestra ættu bara að halda sig heima. Veðurspáin fyrir Norðurland lítur vel, að minnsta kosti eins og staðan er núna.
Meira

Stærsta ferðhelgi ársins framundan

Versl­un­ar­manna­helg­in er ein af um­ferðarþyngstu helg­um árs­ins. Sem bet­ur fer hef­ur umferðin gengið ágæt­lega þá helgi und­an­far­in ár. Öll vilj­um við halda þeirri þróun áfram en til þess þurfa all­ir að leggja sitt af mörk­um. Mikilvægt er að huga að forvörnum sem tengjast umferðin á þessum tíma til að allt gangi eins vel og kostur er.
Meira

Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn um helgina

Unglingalandsmót UMFÍ hefst í dag í Þorlákshöfn. Þetta er í 21. skiptið sem mótið er haldið og hefur það verið haldið um verslunarmannahelgi ár hvert frá árinu 2002. Þátttakan er gríðarlega góð nú um helgina.
Meira

Nýr sparisjóðsstjóri ráðinn til Sparisjóðs Strandamanna

Stjórn Sparisjóðs Strandamanna hefur ráðið Björn Líndal Traustason í starf sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Strandamanna. Björn Líndal er fráfarandi framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, en hann starfaði áður hjá Sparisjóði Húnaþings og Stranda og síðar hjá Landsbanka Íslands.
Meira

Markalaust í logninu á Króknum

Það var boðið upp á markalaust jafntefli á Sauðárkróksvelli í kvöld þegar Tindastóll tók á móti Þrótti úr Vogum. Leikurinn var í heildina frekar tilþrifalítill en það voru þó heimamenn í Tindastóli sem voru nær því að skora en þegar upp var staðið skiptu liðin stigunum bróðurlega á milli sín þó svo að bæði hafi þurft á fleiri stigum að halda.
Meira

Hjólhýsi skemmdist í bruna á Blönduósi

Eldur kviknaði í hjólhýsi á Blönduósi snemma í morgun. Hjólhýsið stóð í innkeyrslu fyrir utan íbúðarhúsnæði og litlu mátti muna að eldurinn næði í húsnæðið.
Meira

Tveir mikilvægir leikir í dag í fótboltanum

Tveir mikilvægir leikir fara fram í dag en Tindastóll á leik í 2. deildinni og Kormákur/Hvöt í 4. deildinni.
Meira

Hafís við Hvalnes

Tilkynnt var um hafís norðaustur af Skaga í gær. Sagt er frá þessu í frétt á www.mbl.is. Landhelgisgæslan fór í könnunarflug í gær á TF-SIF og varð áhöfnin vör við ísjaka á nokkrum stöðum.
Meira

Fjáröflun körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls er sagt frá fjáröflun fyrir komandi tímabil sem leikmenn og velunnarar deildarinnar fóru í. Rúður voru þrifnar á Safnahúsinu, Húsi frítímans og á Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Meira

Þóranna Ósk með nýtt skagfirskt hérðasmet í hástökki

52. Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands var haldin þann 28. júlí síðastliðinn í Borgarnesi. Sagt er frá þessu á Facebooksíðu UMSS.
Meira