Arnar Þór hættir sem bæjarstjóri á Blönduósi 1. apríl
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
14.02.2018
kl. 13.19
Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar í gær var lagður fram starfslokasamningur við Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóra. Starfslok Arnars Þórs verða frá og með 1. apríl 2018 en þá mun hann hefja störf sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. Sveitarstjórn samþykkti samninginn með atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn sat hjá.
Meira