Fréttir

Nýr frisbígolfvöllur á Sauðárkróki

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar er sagt frá nýjum frisbígolfvelli á Sauðárkróki. Frisbígolfvöllurinn er staðsettur í Sauðárgili, nánar tiltekið í og við Litla skóg.
Meira

Ferðasaga: Gönguferð með Ferðafélagi Ísland um Friðland að Fjallabaki - Græni hryggur og Hattver

Róbert Daníel Jónsson og Erna Björg Jónmundsdóttir á Blönduósi hafa verið dugleg við það að fara í göngur víðsvegar um landið sem og erlendis. Blaðamaður Feykis hafði samband við þau og forvitnaðist um göngu sem þau fóru í á dögunum um Friðlandið að Fjallabaki.
Meira

Jafntefli á Hvammstangavelli

Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar tók á móti liði Kríu á Hvammstangavelli á laugardaginn. Aðstæður voru ekki góðar en mígandi rigning og hávaðarok var þegar leikurinn hófst. Stuttu seinna hætti að rigna en vindurinn ákvað að ferðast aðeins hraðar. Fjöldi áhorfenda var á leiknum en óformleg talning gaf 90 áhorfendur.
Meira

Að loknu Ljómaralli

Miklar sviftingar voru í Ljómaralli sem fram fór í Skagafirði sl. laugardag. 23 áhafnir voru skráðar til leiks í keppninni sem haldin var á vegum Bílaklúbbs Skagafjarðar. Ljómarallið var þriðja keppnin af fimm keppnum sem haldnar eru í Íslandsmótinu í ár og baráttan um stigin því í algleymingi.
Meira

Tilkynning frá Kiwanisklúbbnum Drangey

Komið hefur í ljós að mistök urðu við vinnslu á þjónustu- og viðskiptaskrá Skagafjarðar og þjónustu- og viðskiptaskrá Húnavatnssýslna, sem gefnar eru út af Kiwanisklúbbnum Drangey og er ein okkar helsta leið til að afla fjár til styrkveitinga klúbbsins.
Meira

Áhersla lögð á umhverfisvernd á Eldi í Húnaþingi

Strandhreinsun að Söndum fór fram í gærmorgun á Eldi í Húnaþingi. Sagt er frá þessu á vef Rúv.is en í samtali við Gretu Clough, listrænan stjórnanda Elds í Húnaþingi, kom fram að fólk á öllum aldri hafi tekið þátt í viðburðinum í fallegu veðri.
Meira

Sumarlokun Nýprents

Starfsmenn Nýprents og Feykis skelltu sér í sumarfrí 27. júlí. Nýprent opnar aftur mánudaginn 13. ágúst og næstu blöð koma út 15. ágúst.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Gisting og góðar veitingar við þjóðveginn

Í Víðigerði við þjóðveg 1 í Víðidal hefur um langan tíma verið rekin veitingasala. Fyrir fjórum árum festu núverandi eigendur kaup á staðnum og síðan þá hafa umtalsverðar breytingar orðið á staðnum. Feykir hitti mæðginin Kristin Bjarnason og Guðlaugu Jónsdóttur að máli og fékk þau til að segja sér frá rekstrinum og þeim framkvæmdum sem þau hafa staðið í undanfarin ár.
Meira

Tíminn breytir draumum og ævintýrum í veruleika - Áskorandapenni Jón Gíslason Stóra-Búrfelli

Ásmundur frændi minn í Grænuhlíð henti á mig áskorandapennanum. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort sumt sé ákveðið fyrir fram í lífi manns. Mig langar til að segja frá tveimur atriðum sem tengjast mínu lifi sem benda í þá átt.
Meira

Tindastóll með magnaðan sigur á toppliði Aftureldingar

Það er skammt stórra högga á milli hjá meistaraflokksliðum Tindastóls þessa dagana. Í gær unnu stelpurnar ótrúlegan sigur á Seltjarnarnesi og strákarnir voru augljóslega innspíraðir af þeirra frammistöðu í dag þegar topplið 2. deildar, Afturelding úr Mosfellsbæ, kom í heimsókn. Baráttan var í fyrirrúmi og þegar gestirnir jöfnuðu á lokamínútu venjulegs leiktíma þá stigu Stólarnir upp og Hólmar Skúla tryggði öll stigin með marki í uppbótartíma. Lokatölur 3-2.
Meira