Ræsing Húnaþinga
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
25.10.2018
kl. 09.57
Gerð hafa verið drög að samningi milli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og allra sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum um verkefnið Ræsing Húnaþinga. Í fundargerð byggðaráðs Blönduósbæjar frá 9. október sl. segir að markmið verkefnisins sé að efla nýsköpun á landsbyggðinni með öflugu stuðningsverkefni fyrir nýjar atvinnuskapandi hugmyndir og sé þannig í raun samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir þar sem einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að senda inn verkefni og vinna í framhaldinu að viðskiptaáætlun undir handleiðslu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar.
Meira
