Fréttir

Fergusonfélagið veitir Búminjasafninu í Lindabæ styrk

Á aðalfundi Fergusonfélagsins sem haldinn var 6. febrúar sl. var samþykkt að veita Búminjasafninu í Lindabæ í Sæmundarhlíð í Skagafirði 300.000 kr. styrk í viðurkenningarskini fyrir frábært starf þeirra hjóna Helgu Stefánsdóttur og Sigmars Jóhannssonar við uppbyggingu safnsins og varðveislu gamalla véla og muna er tengjast landbúnaði.
Meira

Kröpp lægð fer norðvestur yfir landið – Gult ástand

Vetur konungur minnir hressilega á sig þessa dagana en gul viðvörun gildir nú fyrir allt landið eða höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Kröpp lægð fer norðvestur yfir landið með hvassviðri eða stormi og snjókomu, lélegu skyggni og líkum á samgöngutruflunum.
Meira

112-dagurinn í dag

Eins og flestum er líklega kunnugt var 112-dagurinn í gær og héldu margir björgunarsveitamenn upp á daginn úti á vegum landsins við að aðstoða ferðamenn í vanda. Eins og fram kom á Feyki.is á föstudaginn var fyrirhugað að vera með dagskrá í tilefni dagsins á Hvammstanga og Blönduósi í gær en vegna veðurs og færðar var henni frestað til dagsins í dag og hefst dagskrá klukkan 17:00.
Meira

Ásdís Aþena og Hrafnhildur Ísabella sungu til sigurs

Árleg söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra fór fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga fimmtudaginn 25. janúar. Að þessu sinni tóku 20 nemendur þátt í keppninni en keppt var í tveimur flokkum, yngri flokki þar sem þátttakendur voru 17 talsins úr 4.-7. bekk og í eldri flokki en þar háðu þrír nemendur úr 8.-10. bekk keppni.
Meira

Veður að ganga niður og skoðað með mokstur

Veður er að ganga niður norðanlands eftir mikinn veður ham síðan í gær og segir Veðurstofan að minnkandi suðvestanátt og úrkomulítið verði í dag en 8-15 og él í kvöld. Hægari og þurrt að kalla á morgun, en vaxandi norðaustanátt seint annað kvöld. Frost 0 til 7 stig.
Meira

Hefur mikinn áhuga á byggðamálum og jafnrétti til búsetu

Þingmaðurinn Halla Signý Kristjánsdóttir
Meira

Doritosostaogsalsasósukjúklingarétturinnmikli

Meira

Svínavatn 2018

Laugardaginn 3. mars getur hestaáhugafólk glaðst þar sem ísmót verður haldið á Svínavatni í A-Hún. Keppt verður í A- og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti.
Meira

Fegurðin fíknin og fallið

Áskorandapenninn Þórarinn Br. Ingvarsson Skagaströnd
Meira

Vonbrigði með niðurlagningu Blöndulínu

Sveitarstjórn Húnaþings vestra tók á fundi sínum í gær fyrir bókun sem gerð var í landbúnaðarráði Húnaþings vestra þann 7. þessa mánaðar um niðurlagningu Blöndulínu og gerir hana að sinni. Þar koma fram vonbrigði með sameiningu Skagahólfs og Húnahólfs en mun styttra er síðan riða kom upp síðast í Skagahólfi en í Húnahólfi og lengir það því þann tíma sem Húnahólf telst áhættuhólf um níu ár.
Meira