Ágæt veiði í Miðfjarðará
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.09.2017
kl. 11.53
Nú hafa veiðst 3239 laxar i Miðfjarðará og er hún enn sem fyrr í öðru sæti á listanum yfir aflahæstu árnar. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 3677 laxar í ánni. Blanda, sem verið hefur í fimmta sæti á listanum, fellur nú niður í það sjötta með 1430 laxa en ekki veiddust nema 13 laxar í ánni í síðustu viku. Er þar fyrst og fremst að kenna yfirfallinu í Blöndulóni. Miklu munar á veiðinni í Blöndu nú og á síðasta ári þegar hún hafði skilað 2330 löxum á sama árstíma.
Meira