Fréttir

Sameiginlegur framboðsfundur í Húnavatnshreppi

Boðað hefur verið til sameiginlegs framboðsfundar vegna komandi sveitarstjórnakosninga í Húnavatnshreppi. Verður fundurinn haldinn í Húnavallaskóla, Húnavöllum, í kvöld þriðjudaginn 8. maí og hefst kl. 20:30.
Meira

Skipt um áhafnarmeðlimi Þórs á Blönduósi

Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, hefur verið í fiskveiðieftirliti á Húnaflóa og Norðvesturlandi undanfarna daga en í gær kom skipið til hafnar á Blönduósi. Að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, var ástæðan fyrir veru skipsins í Blönduóshöfn sú að skipt var um tvo áhafnameðlimi.
Meira

Brunavarnir Skagafjarðar fá nýja bifreið

Í gær var undirritaður samningur í ráðhúsinu á Sauðárkróki um kaup á nýrri slökkvibifreið. Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í lok nóvember að ganga að tilboði Ólafs Gíslasonar hf. og Eldvarnamiðstöðvarinnar um kaup á nýrri slökkvibifreið. Mun nýja bifreiðin koma í stað 38 ára gamallar bifreiðar sem þjónað hefur sínu hlutverki vel fyrir Brunavarnir Skagafjarðar eins og segir á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Meira

Skrifað undir viljayfirlýsingu að Menningarhúsi á Sauðárkróki

Á Atvinnulífssýningunni sem haldin var á Sauðárkróki um helgina skrifuðu Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Svf. Skagafjarðar og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undir viljayfirlýsingu þess efnis að stjórnvöld leggi fjármuni í byggingu menningarhúss á Sauðárkróki sem ætlað er að rísi á Flæðunum í náinni framtíð.
Meira

Stóraukinn stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf barna og unglinga

Eftir æsispennandi tímabil vetrarins í körfuboltanum dylst engum hversu mikil og góð áhrif íþróttir hafa á samfélagið í heild sinni og þá sérstaklega á börnin okkar. Öflugt tónlistarlíf setur sannarlega líka svip sinn á fjörðinn. Við erum svo heppin að hér í sveitarfélaginu er margt í boði fyrir börn og ungmenni og margir tilbúnir að leggja mikið á sig svo börnin okkar njóti þessarar fjölbreytni.
Meira

Ð-listinn, Við öll, býður fram á Skagaströnd

Nýr framboðslisti, Ð-listinn, Við öll, í Sveitarfélaginu Skagaströnd er kominn fram en listinn á nú tvo af fimm sveitarstjórnarmönnum í sveitarfélaginu. Oddviti listans er Guðmundur Egill Erlendsson, Kristín Björk Leifsdóttir og Listinn er þannig skipaður:
Meira

XL – Byggðalistinn í Skagafirði

Nýtt framboð, Byggðalistinn, mun bjóða fram til komandi sveitarstjórnarkosninga í Skagafirði og er með listabókstafinn L. Ólafur Bjarni Haraldsson í Brautarholti leiðir listann en Jóhanna Ey Harðardóttir á Sauðárkróki, Sveinn Úlfarsson á Ingveldarstöðum og Ragnheiður Halldórsdóttir í Brimnesi koma þar á eftir. Jón Drangeyjarjarl Eiríksson skipar heiðurssætið.
Meira

Tap fyrir Gróttu í fyrsta leik

Nú eru fótboltamenn og -konur farin að eltast við boltann um víðan völl. Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli lék sinn fyrsta leik í 2. deildinni þetta sumarið í gær og var leikið við lið Gróttu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi fyrir framan 80 áhorfendur. Ekki fóru strákarnir neina frægðarför suður að þessu sinni og máttu sætta sig við 5-2 tap en það var þó ekki fyrr en á lokametrunum sem Gróttumenn tryggðu sigurinn.
Meira

Atvinnulífssýningin á Sauðárkróki - Myndband

Mikið fjölmenni sótti atvinnulífssýninguna á Sauðárkróki í gær sem er sú stærsta hingað til en fjögur ár eru síðan sambærileg sýning var haldin á sama stað. Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi var áberandi ásamt gamalgrónum fyrirtækjum sýndu það sem þeir hafa upp á að bjóða eins og sést á meðfylgjandi myndbandi.
Meira

Menningarhús í Skagafirði

Laust fyrir síðustu aldamót kynnti ríkisstjórn Íslands áform um að styðja við byggingu menningarhúsa í fimm sveitarfélögum, og var Skagafjörður þar með talinn. Sums staðar voru byggð ný hús, eins og Hof á Akureyri, annars staðar voru eldri hús gerð upp eins og á Ísafirði.
Meira