Fréttir

Kiwanisklúbburinn Freyja safnaði rúmum 400 þúsund krónum

Á Sveitasælu, sem haldnir voru í ágúst, stóð Kiwanisklúbburinn Freyja fyrir söfnun til styrktar Jökli Mána, sem fæddist sjö vikum fyrir settan tíma, þann 14. júlí síðastliðinn. Hann fæddist með hjartagalla og þarf því að fara til Lund í Svíþjóð í aðgerð en hjartagallar fylgja gjarnan Downs-litningargöllum líkt og hjá Jökli. Á dögunum afhenti klúbburinn foreldrunum, Önnu Baldvinu Vagnsdóttur og Nökkva Má Víðissyni, afrakstur söfnunarinnar, samtals 448.493 krónur.
Meira

Miðfjarðarrétt - Myndir

Réttað var í Miðfjarðarrétt sl. laugardag í ágætis veðri. Bæði hross og fé komu til réttar og fólk dreif víða að eins og venja er. Anna Scheving mætti með myndavélina og tók margar skemmtilegar myndir.
Meira

Stólarnir tryggðu sætið á KR-vellinum

Tindastóll sótti heim lið Knattspyrnufélags Vesturbæjar í dag og var leikið á KR-vellinum. Liðsmenn KV voru í næstneðsta sæti 2. deildar fyrir leikinn og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að laga stöðu sína í deildinni. Með sigri gátu Stólarnir aftur á móti tryggt veru sína í deildinni og sú varð raunin. Bjarki Már gerði sigurmarkið í uppbótartíma en lokatölur voru 1-2 fyrir Tindastól.
Meira

OK, api Allt í lagi

Þessa dagana sýnir Króksarinn Jóhannes Atli Hinriksson í sýningarsal Kling & Bang Marshallhúsinu við Grandagarð í Reykjavík fyrir sunnan. Jói er sprenglærður listamaður með próf frá School of Visual Arts í Nýju Jórvíkur-hreppi. Sýningin ber hið hið ágæta nafn, OK, api Allt í lagi og opnaði þann 26. ágúst síðastliðinn.
Meira

Skagfirðingar fjölmenntu á Eurobasket – Myndir

Þrátt fyrir að íslensku landsliðin í fót- og körfubolta hafi ekki sótt sigra í Finnlandi þegar Evrópumót körfuboltaliða og landsleikur við Finna í undankeppni HM í fótbolta fóru fram á dögunum, voru liðin dyggilega studd af íslenskum stuðningsmönnum. Fjöldi Skagfirðinga, bæði búsettir sem brottfluttir, mætti til Finnlands og reyndi blaðamaður að fanga sem flesta á mynd. Margir sluppu þó við myndatöku. Afraksturinn er hægt að sjá hér fyrir neðan.
Meira

Fundað í velferðarnefnd Alþingis um málefni Háholts

Síðastliðinn fimmtudag var haldinn fundur í velferðarnefnd Alþingis að ósk Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns VG, þar sem málefni Háholts í Skagafirði voru tekin til umræðu. Á fundinn mættu fulltrúar Barnaverndarstofu sem fóru yfir hlutverk stofnunarinnar og þau úrræði sem standi til boða, sem og Þorsteinn Víglundsson, velferðarráðherra.
Meira

Námslán - eilífðar fylginautur

Skólar landsins hafa nú opnað dyr sínar að nýju eftir sumarhlé. Umræða um skóla- og menntamál er því mikil um þessar mundir og það er eðlilegt því þetta er málefni sem snertir okkur öll, hvar sem við búum á landinu. Rætt er um gildi skólastarfsins, lengd og fyrirkomulag, innihald og gæði menntunar og ófullnægjandi kjör kennara, kostnað nemenda og líðan þeirra í skólanum svo fátt eitt sé nefnt. Námslán, námsaðstoð og viðmót gagnvart námi er einn angi umræðunnar.
Meira

Ítölsk kjúklingasúpa og grillaður ananas með ís

„Hér er smá uppskrift sem er fljótlegt að gera og er alveg rosalega góð. Svakalega holl og matarmikil. Fundum hana upprunalega á eldhússögur.is og eldum hana reglulega. Okkur finnst líka alveg frábært hvað það þarf lítið að vaska upp, það bara fer allt í sama pottinn,“ segja matgæðingar vikunnar, í 35. tölublaði Feykis árið 2015, Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir og Sigurður Arnar Björnsson á Sauðárkróki.
Meira

Bókasafnsdagurinn er í dag

Bókasafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, þann 8. september, á alþjóðlegum degi læsis. Það var árið 1965 sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu daginn að aðþjóðadegi læsis og þennan dag er fólk um allan heim hvatt til að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða nota tungumálið á einhvern annan hátt til ánægjulegra samskipta.
Meira

Rétt skal vera rétt...

Nú eru Molduxarnir komnir heim af Eurobasket í Finnlandi eftir talsverða frægðarför og að sjálfsögðu er viðtal við talsmann þeirra á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Eitthvað hefur sennilega skolast til hjá fréttastjóra Moggans í fyrirsögninni þar sem segir: „Lærðum margt af landsliðinu.“ Þetta hlýtur að hafa misritast og átt að vera öfugt, eða: „Landsliðið lærði margt af okkur.“
Meira